Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Kóngssveppur.
Kóngssveppur.
Á faglegum nótum 13. október 2017

Góðir matsveppir

Höfundur: Vilmundur Hansen

Kóngssveppur finnst í skógum og kjarri um allt land. Þar sem kóngssveppur vex á annað borð er yfirleitt mikið af honum. Stafurinn stuttur, en getur orði 20 sentímetra langur og gildastur neðst. Hatturinn allt að 25 sentímetrar í þvermál. Ljós- yfir í dökkbrúnn að lit og með matta og þurra áferð þurr, en glansandi þegar hann er blautur. Holdið er hvítt.

Kúalubbi:
Algengur um allt land og vex með birki og fjalldrapa. Hatturinn 4 til 20 sentímetrar í þvermál, hvolflaga í fyrstu en verður flatur eftir því sem sveppurinn verður stærri. Mattur og ljós og yfir í dökkbrúnn að lit. Hatturinn yfirleitt þurr viðkomu. Stafurinn hvítur um 10 til 20 sentímetra hár og mjókkar upp. Kragalaus. Holdið hvítt og þétt á ungum sveppum en verður svampkennt með aldrinum.

Furusveppur – Smjörsveppur:
Fylgir furutrjám og vex oft mikið af honum lengi sumars og fram á haust. Bestir eru ungir stinnir sveppir. Pípusveppur. Hatturinn 5 til 12 sentímetrar í þvermál, hvolflaga í fyrstu en verður flatur eftir því sem sveppurinn verður stærri. Hatturinn súkkulaðibrúnn á ungum sveppum en gulbrúnn á þeim eldri. Hatturinn mjög slímugur og dökkur í röku veðri en glansandi og ljósbrúnn í þurru. Pípurnar gular í fyrstu en fölna með aldrinum. Stafurinn stuttur, um 4 sentímetrar. Hold stafsins er hvítt og þéttara en í hattinum.

Lerkisveppur:
Auðþekktur á skærgulum og rauðgulum lit þar sem hann vex í kringum lerki. Pípusveppur. Hatturinn 5 til 12 sentímetra hár. Hvelfdur i fyrstu en fletts út með aldrinum. Í fyrstu er hatturinn rauðgulur eða appelsínugulur að lit en verður síðan gulur eða jafnvel skærgulur. Slímugur í bleytu. Pípurnar skærgular í fyrstu en verða svo gulbrúnar. Stafurinn brúnleitur. 4 til 10 sentímetra hár og eins til tveggja sentímetra breiður. Holdið gult og þéttara í stafnum en hattinum.

Ullblekill – Ullserkur:
Algengur í þéttbýli þar sem hann vex í litlum þyrpingum í grasi við vegkanta. Ágætur matsveppur en nauðsynlegt að tína unga og hvíta sveppi og best er að tína hann þar sem umferð er lítil. Hatturinn langur og mjór 5 til 30 sentímetra hár, í fyrstu egglaga og þakinn gráhvítum eða brúnleitum og ull- eða bómullarkenndum flygsum sem brettast upp með aldrinum þegar hatturinn verður klukkulaga. Fanirnar þéttar eins og blöð í bók, hvítar í fyrstu en síðan rauðleitar og að lokum svartar. Liturinn breytist neðan frá og upp. Stafurinn hvítur, langur og holur.

Kantarella:
Vex í skógum eða í grennd við þá. Fremur smávaxinn en þybbinn sveppur með lykt sem minnir á apríkósur. Rauðgulur eða eggjarauðugulur á litinn. Hatturinn hvelfdur í fyrstu en síðan flatur og að lokum trektlaga, 2 til 12 sentímetrar í þvermál. Holdið fölgult eða hvítleitt. Þurr og seigur viðkomu. Kantarella er ekki með fanir heldur grunn og þykk rif sem líkjast fönum. Engin eiginleg skil eru milli hattsins og stafsins. Stafurinn þriggja til sjö sentímetra hár og eins til tveggja sentímetra breiður. Stafurinn er sléttur viðkomu og svipaður á litinn og hatturinn. 

Skylt efni: Sveppir

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...