Fréttir / Fræðsluhornið

Grasagarður Al Capone?

Um 40 km frá miðborg Chicago má finna þennan veglega grasagarð sem stofnaður var árið 1972. Því miður var Al Capone þá löngu látinn, svo hann náði ekki að heimsækja þennan fínan garð á sínum heimaslóðum. Það mætti næstum því kalla þetta vatnsgarð, því vatn spilar hér svo stórt hlutverk.

Þörungar mynda 95% af súrefni heims

Þörungar er samheiti yfir tugþúsundir tegunda af vatna- og sjávargróðri. Meðal þeirra eru brún-, rauð- og grænþörungar sem vaxa á botni sjávar í fjörum og á grunnsævi. Samanlagt mynda þörungar stærstu skóga heims og eru skógarnir mikilvægar uppeldisstöðvar margra sjávarlífvera og uppspretta stórs hluta súrefnis í heiminum.

Áveitur í Vestur-Landeyjum fyrri hluta 20. aldar

Snemma á 20. öld voru áveitur í tísku. Er Flóaáveitan þar frægust, en á árunum 1918–1927 voru grafnir miklir áveituskurðir og vatni úr Hvítá veitt á Flóann. Höfðu bændur tekið eftir því að gras spratt betur þar sem jökulár flæddu af og til yfir bakkana.

Til voru fræ, fljótandi félaga á milli

Í fílaborginni Delfía, innan Pennsylvaníuríkis Bandarík­janna, heimsótti ég þennan garð, sólríkan dag júlímánaðar. Hafandi oft rekist á texta um John Bartram og fjölskyldu hans, fannst mér áhugavert að geta heimsótt garð þeirra.

Matlaukar

Laukar af ýmsu tagi eru matjurtir sem sennilega eru til á hverju heimili enda gífurlega vinsælir í matargerð. Stærð, litur og bragð lauka er fjölbreytt og ýmist hægt að nota þá ferska eða eldaða.

Goðahnetur eru dýrustu hnetur í heimi

Goðahnetur teljast seint til helstu nytjajurta heims en vinsældir þeirra hafa vaxið mikið síðustu ár og verð á þeim er hátt. Hneturnar eru upprunnar í Ástralíu og þar sem framboð á þeim er mun minni en eftirspurn og ræktun að aukast. Talið er að Kína verði stærsti ræktandi goðahneta í heimi árið 2030.

Sauðfjárbeit og gróðurbreytingar á afrétti Hrunamanna

Frá landnámi hefur gróðri hnignað verulega á landinu, ekki síst á neðanverðu hálendinu og þá einkum innan gosbeltisins. Þar er nú að finna víðáttumikil örfoka svæði sem áður voru klædd gróðri.