Fréttir / Fræðsluhornið

Þörungar mynda 95% af súrefni heims

Þörungar er samheiti yfir tugþúsundir tegunda af vatna- og sjávargróðri. Meðal þeirra eru brún-, rauð- og grænþörungar sem vaxa á botni sjávar í fjörum og á grunnsævi. Samanlagt mynda þörungar stærstu skóga heims og eru skógarnir mikilvægar uppeldisstöðvar margra sjávarlífvera og uppspretta stórs hluta súrefnis í heiminum.

Áveitur í Vestur-Landeyjum fyrri hluta 20. aldar

Snemma á 20. öld voru áveitur í tísku. Er Flóaáveitan þar frægust, en á árunum 1918–1927 voru grafnir miklir áveituskurðir og vatni úr Hvítá veitt á Flóann. Höfðu bændur tekið eftir því að gras spratt betur þar sem jökulár flæddu af og til yfir bakkana.

Til voru fræ, fljótandi félaga á milli

Í fílaborginni Delfía, innan Pennsylvaníuríkis Bandarík­janna, heimsótti ég þennan garð, sólríkan dag júlímánaðar. Hafandi oft rekist á texta um John Bartram og fjölskyldu hans, fannst mér áhugavert að geta heimsótt garð þeirra.

Matlaukar

Laukar af ýmsu tagi eru matjurtir sem sennilega eru til á hverju heimili enda gífurlega vinsælir í matargerð. Stærð, litur og bragð lauka er fjölbreytt og ýmist hægt að nota þá ferska eða eldaða.

Goðahnetur eru dýrustu hnetur í heimi

Goðahnetur teljast seint til helstu nytjajurta heims en vinsældir þeirra hafa vaxið mikið síðustu ár og verð á þeim er hátt. Hneturnar eru upprunnar í Ástralíu og þar sem framboð á þeim er mun minni en eftirspurn og ræktun að aukast. Talið er að Kína verði stærsti ræktandi goðahneta í heimi árið 2030.

Sauðfjárbeit og gróðurbreytingar á afrétti Hrunamanna

Frá landnámi hefur gróðri hnignað verulega á landinu, ekki síst á neðanverðu hálendinu og þá einkum innan gosbeltisins. Þar er nú að finna víðáttumikil örfoka svæði sem áður voru klædd gróðri.

Fyrsti dýralæknaskólinn í Wales stofnaður við Aberystwyth-háskóla

Í ljósi þess heimsfaraldurs sem nú gengur yfir er farið að ræða í vaxandi mæli um leiðir til að bæta bæði fæðu- og matvælaöryggi þjóða.