Fréttir / Fræðsluhornið

Apríkósur í silfurskálum, svo eru vel valin orð

Lengi var talið að uppruni aprí­kósa væri í Armeníu enda á tréð langa ræktunarsögu þar um slóðir. Í dag eru flestir sammála um að aldinið sé komið frá Kína. Áhugafólki um flóru Gamla testamentisins greinir á um hvort aldin sem nefnd eru í ritunum og kölluð epli séu epli eða apríkósur.

Lúsmý

Samkvæmt því sem ég heyrði á RÚV, útvarpi allra lands­manna, í vor fer lúsmý yfirleitt á stjá í júní. Útbreiðsla lúsmýs í heiminum er mest í Mið- og Norður-Evrópu og austur í Rússlandi. Á Íslandi er útbreiðsla þess mest á Suðvestur­landi, í Borgarfirði og í Fljótshlíð. Tími lúsmýs er frá því snemma í júní og til loka ágúst.

Skógrækt er framtíðin

Nú fer sumarið af stað og er allur gróður að verða grænn. Júní er skemmtilegur mánuður fyrir okkur skógarbændur, því þá fáum við að gróðursetja trjáplöntur til að koma upp lífríkum skógi. Fátt kemst í tæri við þá dýrð sem skógar að sumri hafa upp á að bjóða. Það er ljóst að skógrækt bætir lífið á margan hátt og gegnir mikilvægu hlutverki við að byggja upp bjarta framtíð.

Fjórhjóladrifinn Mitsubishi ASX, lipur og kraftmikill

Stundum fer ég í leiðangur með vissa tegund bíla í huga til að prufukeyra og var í þannig hugleiðingum að leita að litlum sportlegum fjórhjóladrifnum bíl sem væri brúklegur í nánast alla vegi og vegslóða.

Notum lífræna næringargjafa á matjurtirnar

Garðeigendur sem rækta matjurtir sínar sjálfir hafa nú, eða eru um það bil að ljúka við gróðursetningu þeirra. Margar matjurtir, til dæmis káltegundir og gulrófur eru gráðugar plöntur sem þurfa aðgang að nægri næringu allan vaxtartímann.

Asparglytta

Eitt þeirra skordýra sem eru áberandi í görðum og skógum á Suðurlandi þessa dagana eru bjöllur eða asparglyttur sem lifa á öspum og víðitrjám. Asparglytta er nýlegur landnemi á Íslandi sem fannst fyrst með vissu í ágúst 2005 í trjárækt Skógræktar ríkisins að Mógilsá í Kollafirði.

Drekahrísi þykir víða plága

Drekaávöxtur var nánast óþekktur í Evrópu fyrir 1990 en vinsældir hans hafa aukist talsvert síðan þá, þrátt fyrir að aldinið sé fremur sjaldséð hér á landi. Plantan sem ber aldinið er kaktus sem blómstrar á nóttinni og gefur frá sér sterkan ilm. Talið er að um sé að ræða ræktunartegund sem ekki þekkist í náttúrunni nema þar sem hún hefur dreift sér frá ræktun og þykir víða mikil plága.