Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Fræðasetur um forystufé opnað á Svalbarði í Þistilfirði
Fréttir 21. júlí 2014

Fræðasetur um forystufé opnað á Svalbarði í Þistilfirði

Höfundur: MHH
Fræðasetur um forystufé var opnað fyrir skömm í fyrrverandi samkomuhúsi sem er við Svalbarð í Þistilfirði. Veðrið var eins og best verður á kosið, sól og um og yfir 20 stiga hiti. Margt góðra gesta var mætt við opnunina, sumir langt að komnir, svo sem frá Egilsstöðum, Snæfellsnesi, Akureyri, Húsavík og víðar.
 
Daníel Hansen, aðalhvatamaður að uppbyggingu Fræðaseturs um forystufé, setti samkomuna, bauð gesti velkomna og rakti söguna frá því að fræðafélagið var stofnað og til dagsins í dag. Séra Brynhildur Óladóttir sóknarprestur blessaði húsið, en að því loknu var gestum boðið að skoða sýninguna og þiggja veitingar.
 
Handverk unnið úr afurðum forystufjár
 
Sýningin er fallega hönnuð og vel framsett. Hún nýtur sín vel í gamla samkomuhúsi sveitarinnar, sem nú hefur fengið nýtt líf sem menningarsetur. Hönnun sýningarinnar var í höndum Þórarins Blöndal og Finns Arnars Arnarssonar. 
 
Umgjörð setursins er öll vönduð og er til sölu handverk sem sérunnið er fyrir setrið og gert er úr afurðum af forystufé. Mikið af því er unnið af handverkskonunni Elínu Kjartansdóttur frá Norðurhlíð í Aðaldal.
Í húsinu er einnig listgallerí þar sem opnuð var sýning á myndum eftir Ástþór Jóhannsson frá Dal á Snæfellsnesi. Myndirnar eru unnar eftir ljósmyndum úr bók Ásgeirs Jónssonar frá Gottrop.
 
Ærblanda í boði í Sillukaffi
 
Í kjallara hússins var Kvenfélag Þistilfjarðar með veitingar á árum áður við ýmis tækifæri, til dæmis í tengslum við Svalbarðsböllin vinsælu. Nú er búið að koma þar upp notalegu litlu kaffihúsi, Sillukaffi, þar sem hægt verður að kaupa þjóðlegar veitingar, svo sem kaffi sem er sérbrennt og malað fyrir setrið og ber nafnið Ærblanda.
Forystufjársetrið er opið alla daga til loka ágúst frá klukkan 11-18. 
Fjögur félagasamtök styrkt til að hreinsa strandlengjuna
Fréttir 25. janúar 2022

Fjögur félagasamtök styrkt til að hreinsa strandlengjuna

Fjögur félagasamtök verða styrkt til verkefna sem lúta að hreinsun strandlengju ...

Riða greindist í skimunarsýni
Fréttir 25. janúar 2022

Riða greindist í skimunarsýni

Matvælastofnun barst fyrir skömmu tilkynning frá Tilraunastöð HÍ að Keldum um að...

John Deere 7R 350 autoPowr er dráttarvél ársins 2022
Fréttir 24. janúar 2022

John Deere 7R 350 autoPowr er dráttarvél ársins 2022

John Deere 7R 350 AutoPowr er dráttarvél ársins 2022 í opnum flokki að mati evró...

KFC fékk mest úthlutað
Fréttir 24. janúar 2022

KFC fékk mest úthlutað

Atvinnuvega- og nýsköpunar­ráðuneytið hefur birt niðurstöðu úthlutunar á tollkvó...

Kostnaður við að fjölga neyðarstöðvum í Vaðlaheiðargöngum yfir 10 milljónir króna
Fréttir 24. janúar 2022

Kostnaður við að fjölga neyðarstöðvum í Vaðlaheiðargöngum yfir 10 milljónir króna

Kostnaður við að setja upp nýjar neyðarstöðvar í Vaðlaheiða­r­göng­um nemur 10 t...

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði
Fréttir 21. janúar 2022

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur um nokkurt skeið unnið að því að koma til móts...

Gat á sjókví í Reyðarfirði
Fréttir 21. janúar 2022

Gat á sjókví í Reyðarfirði

Matvælastofnun barst tilkynning frá Löxum Fiskeldi fimmtudaginn 20. janúar um ga...

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...