Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Fræðasetur um forystufé opnað á Svalbarði í Þistilfirði
Fréttir 21. júlí 2014

Fræðasetur um forystufé opnað á Svalbarði í Þistilfirði

Höfundur: MHH
Fræðasetur um forystufé var opnað fyrir skömm í fyrrverandi samkomuhúsi sem er við Svalbarð í Þistilfirði. Veðrið var eins og best verður á kosið, sól og um og yfir 20 stiga hiti. Margt góðra gesta var mætt við opnunina, sumir langt að komnir, svo sem frá Egilsstöðum, Snæfellsnesi, Akureyri, Húsavík og víðar.
 
Daníel Hansen, aðalhvatamaður að uppbyggingu Fræðaseturs um forystufé, setti samkomuna, bauð gesti velkomna og rakti söguna frá því að fræðafélagið var stofnað og til dagsins í dag. Séra Brynhildur Óladóttir sóknarprestur blessaði húsið, en að því loknu var gestum boðið að skoða sýninguna og þiggja veitingar.
 
Handverk unnið úr afurðum forystufjár
 
Sýningin er fallega hönnuð og vel framsett. Hún nýtur sín vel í gamla samkomuhúsi sveitarinnar, sem nú hefur fengið nýtt líf sem menningarsetur. Hönnun sýningarinnar var í höndum Þórarins Blöndal og Finns Arnars Arnarssonar. 
 
Umgjörð setursins er öll vönduð og er til sölu handverk sem sérunnið er fyrir setrið og gert er úr afurðum af forystufé. Mikið af því er unnið af handverkskonunni Elínu Kjartansdóttur frá Norðurhlíð í Aðaldal.
Í húsinu er einnig listgallerí þar sem opnuð var sýning á myndum eftir Ástþór Jóhannsson frá Dal á Snæfellsnesi. Myndirnar eru unnar eftir ljósmyndum úr bók Ásgeirs Jónssonar frá Gottrop.
 
Ærblanda í boði í Sillukaffi
 
Í kjallara hússins var Kvenfélag Þistilfjarðar með veitingar á árum áður við ýmis tækifæri, til dæmis í tengslum við Svalbarðsböllin vinsælu. Nú er búið að koma þar upp notalegu litlu kaffihúsi, Sillukaffi, þar sem hægt verður að kaupa þjóðlegar veitingar, svo sem kaffi sem er sérbrennt og malað fyrir setrið og ber nafnið Ærblanda.
Forystufjársetrið er opið alla daga til loka ágúst frá klukkan 11-18. 
Auknar fjárveitingar til viðhalds varnarlína í Miðfjarðarhólfi
Fréttir 8. júní 2023

Auknar fjárveitingar til viðhalds varnarlína í Miðfjarðarhólfi

Fjárveitingar til viðhalds á tveimur varnarlínum sauðfjársjúkdóma milli Miðfjarð...

Nýr lausapenni
Fréttir 8. júní 2023

Nýr lausapenni

Umfangsmeira Bændablað kallar á mannafla og er Þórdís Anna Gylfadóttir nýr liðsf...

Dregur úr innlendri framleiðslu nautakjöts
Fréttir 8. júní 2023

Dregur úr innlendri framleiðslu nautakjöts

Samdráttur í nautakjötsframleiðslu nú er afleiðing lægra afurðaverðs árið 2021 a...

Eitt sýni jákvætt á Urriðaá
Fréttir 8. júní 2023

Eitt sýni jákvætt á Urriðaá

Nú er ljóst að eina staðfesta riðuveikitilfellið á Urriðaá í Miðfirði var í kind...

Ályktað um innflutning og upprunamerkingar
Fréttir 8. júní 2023

Ályktað um innflutning og upprunamerkingar

Aðalfundur Kaupfélags Skagfirðinga, sem haldinn var á Sauðárkróki þann 6. júní s...

Eftirmál riðuveiki
Fréttir 8. júní 2023

Eftirmál riðuveiki

Sauðfjárbændurnir á Urriðaá og Bergsstöðum í Miðfirði standa saman í erfiðum sam...

Óvissa um starfsemi BÍL
Fréttir 7. júní 2023

Óvissa um starfsemi BÍL

Aðalfundur Bandalags íslenskra leikfélaga (BÍL) lýsir yfir vonbrigðum með drátt ...

Vilja flytja út færeysk hross
Fréttir 6. júní 2023

Vilja flytja út færeysk hross

Til þess að bjarga færeyska hrossastofninum frá aldauða hefur komið til skoðunar...