Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Forráðamaður Gæðakokka sýknaður í héraðsdómi
Fréttir 25. febrúar 2015

Forráðamaður Gæðakokka sýknaður í héraðsdómi

Höfundur: smh
Fallið hefur dómur í héraðsdómi Vesturlands þar sem forráðamaður fyrirtækisins Gæðakokka var sýknaður af ákæru Sýslumannsins í Borgarnesi um að hafa dreift nautabökum með röngum upplýsingum á umbúðum. Málið var kært af Heilbrigðiseftirliti Vesturlands í kjölfar niðurstöðu eftirlitsverkefnis Matvælastofnunar.
 
Matvælastofnun sendi frá sér tilkynningu af þessu tilefni. Þar segir að í niðurstöðu dómsins komi ekkert fram sem dragi úr trúverðugleika niðurstöðu Matís sem greindi kjötinnihald og telur dómurinn því að óumdeilt sé að umrædd nautabaka hafi ekki innihaldið nautakjöt, eins og hún var sögð innihalda samkvæmt innihaldslýsingu. „Þrátt fyrir framangreint var forráðamaðurinn sýknaður á grundvelli þess að ekki hafi legið fyrir fleiri sýni og ekki hafi verið sýnt fram á að útilokað hafi verið að um óhappatilvik hafi verið að ræða. Telur dómurinn að ákæruvaldið hefði átt að hlutast til um frekari rannsókn málsins með töku og rannsókn fleiri sýna.
 
Markmið verkefnis Matvælastofnunar var að kanna hvort matvæli innihéldu hrossakjöt án þess að það kæmi fram í merkingum. Keyptar voru 16 matvörur í verslunum og lét stofnunin DNA greina kjötinnihald þeirra hjá óháðum faggiltum rannsóknaaðilum (Matís og Keldum). Niðurstöður greininga hjá Matís sýndu ótvírætt að nautabökur frá Gæðakokkum innihéldu ekki nautakjöt þrátt fyrir að það væri tilgreint í umbúðamerkingum.
 
Tvær bökur úr sömu pakkningu voru teknar til rannsóknar. Eftir að staðfest hafði verið með endurtekinni greiningu á annarri bökunni að hún innihéldi ekki nautakjöt var nýtt sýni úr hinni bökunni tekið til greiningar. Var þá notuð enn næmari rannsóknaraðferð og var niðurstaða fyrri greiningar staðfest. Hvorug bakan innihélt nautakjöt. Sjónrænt mat á fyllingu í nautabökunum, sem átti að innihalda 30% nautakjöt, sýndi sömu niðurstöðu. Engin merki voru um kjöt eða kjöttrefjar,“ segir í tilkynningunni.
Fresta banni við endurnýtingu
Fréttir 21. maí 2024

Fresta banni við endurnýtingu

Bændum verður heimilt að endurnýta örmerki í sláturtíð 2024 og nota þau til 1. n...

Stjórnvaldssekt staðfest
Fréttir 20. maí 2024

Stjórnvaldssekt staðfest

Bændur á Vesturlandi telja jafnræðis ekki hafa verið gætt þegar Matvælastofnun (...

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...