Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Fornleifarannsóknir að Gásum í Hörgárdal
Mynd / Ramona Harrison
Fréttir 31. júlí 2014

Fornleifarannsóknir að Gásum í Hörgárdal

Höfundur: Vilmundur Hansen

Undanfarin sumur hefur hópur fornleifafræðinga á vegum Fornleifastofnunar Íslands og CUNY háskólans í New York unnið að rannsóknum á “baklandi” Gása í Hörgárdal. Meðal annars hefur rannsókn hópsins beinst að víkingaaldarbyggingu sem er í landi Staðartungu, nánar tiltekið þar  sem fornbýlið Skuggi var. Byggingin kom í ljós við frumrannsókn sumarið 2009. Greint er frá þessu á horgarsveit.is.

Hópurinn stefnir á að ljúka uppgreftri byggingarinnar nú í sumar og vonast til að rannsóknin varpi ljósi á hlutverk hennar og aldur. Að auki er stefnt að því að kanna betur svæðið í kringum bygginguna, en líklegt þykir að skriða/skriðuföll hafi verið þess valdandi að Skuggi lagðist í eyði, á 12. eða 13. öld.

Auk rannsókna á Skugga mun hópurinn gera uppgröft við bæjarstæði eyðibýlisins Oddstaða í landi Öxnhóls. Þar var gerður prufuskurður sumarið 2009 og kom þá í ljós ríkulegur öskuhaugur sem spannaði tímabil allt frá 10. öld til 14. aldar. Öskuhaugurinn er því að hluta samtíða kaupstaðnum á Gásum og getur því varpað ljósi á tengsl býlanna í Hörgárdal við kaupstaðinn.
 

Áfellisdómur um eftirlit MAST með dýravelferð
Fréttir 11. desember 2023

Áfellisdómur um eftirlit MAST með dýravelferð

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um stjórnsýsluúttekt á eftirliti Matvælastofnunar (MA...

Ungmenni berjast gegn stöðnun í dreifbýli
Fréttir 11. desember 2023

Ungmenni berjast gegn stöðnun í dreifbýli

Norrænt ráð 25 ungmenna frá öllum Norðurlöndum sat nýlega fund með norrænum ráðh...

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...