Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Fornleifarannsóknir að Gásum í Hörgárdal
Mynd / Ramona Harrison
Fréttir 31. júlí 2014

Fornleifarannsóknir að Gásum í Hörgárdal

Höfundur: Vilmundur Hansen

Undanfarin sumur hefur hópur fornleifafræðinga á vegum Fornleifastofnunar Íslands og CUNY háskólans í New York unnið að rannsóknum á “baklandi” Gása í Hörgárdal. Meðal annars hefur rannsókn hópsins beinst að víkingaaldarbyggingu sem er í landi Staðartungu, nánar tiltekið þar  sem fornbýlið Skuggi var. Byggingin kom í ljós við frumrannsókn sumarið 2009. Greint er frá þessu á horgarsveit.is.

Hópurinn stefnir á að ljúka uppgreftri byggingarinnar nú í sumar og vonast til að rannsóknin varpi ljósi á hlutverk hennar og aldur. Að auki er stefnt að því að kanna betur svæðið í kringum bygginguna, en líklegt þykir að skriða/skriðuföll hafi verið þess valdandi að Skuggi lagðist í eyði, á 12. eða 13. öld.

Auk rannsókna á Skugga mun hópurinn gera uppgröft við bæjarstæði eyðibýlisins Oddstaða í landi Öxnhóls. Þar var gerður prufuskurður sumarið 2009 og kom þá í ljós ríkulegur öskuhaugur sem spannaði tímabil allt frá 10. öld til 14. aldar. Öskuhaugurinn er því að hluta samtíða kaupstaðnum á Gásum og getur því varpað ljósi á tengsl býlanna í Hörgárdal við kaupstaðinn.
 

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt
Fréttir 10. nóvember 2025

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt

Umsagnarferli um umdeild frumvarpsdrög þar sem breyta á búvörulögum, lauk 24. ok...

Raflínunefnd umdeild
Fréttir 10. nóvember 2025

Raflínunefnd umdeild

Sveitarfélög og hagsmunasamtök landeigenda hafa gagnrýnt fyrirhugaða stofnun raf...

Auknar rekstrartekjur RML
Fréttir 10. nóvember 2025

Auknar rekstrartekjur RML

Stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) hélt ársfund í Borgarnesi til þe...

Ísland verði í leiðandi hlutverki
Fréttir 10. nóvember 2025

Ísland verði í leiðandi hlutverki

Stefnumótunarvinna hefur verið sett í gang um framtíð jarðhitanýtingar á Íslandi...

Munu sækjast eftir nýju blóðtökuleyfi
Fréttir 10. nóvember 2025

Munu sækjast eftir nýju blóðtökuleyfi

Forsvarsmenn Ísteka ehf. hafa hug á að sækja um nýtt leyfi til blóðtöku úr fylfu...

Umdeildir virkjanakostir í biðflokk
Fréttir 10. nóvember 2025

Umdeildir virkjanakostir í biðflokk

Jóhann Páll Jóhannsson vill Kjalölduveitu og virkjanakosti í Héraðsvötnum, það e...

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði
Fréttir 7. nóvember 2025

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði, sem hluti af nýjum áherslum og forgang...

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%
Fréttir 7. nóvember 2025

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%

Dilkakjötsframleiðsla var 12% minni nú í september en í sama mánuði á síðasta ár...