Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Fóðurfyrirtækin tilkynna verðlækkun um áramót
Mynd / Bbl
Fréttir 30. desember 2016

Fóðurfyrirtækin tilkynna verðlækkun um áramót

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Fóðurfyrirtækin hafa á síðustu dögum og vikum tilkynnt um verðbreytingar á fóðri. Ástæðurnar liggja í sterku gengi íslensku krónunnar sem gerir það að verkum að innflutt hráefni er ódýrara en áður. Lækkun á síðustu vikum er á bilinu 2-7%.

Um áramótin lækkar verð á kúafóðri hjá Bústólpa. Lækkunin nemur 2% á sojamjölsríkum blöndum segir í fréttatilkynningu. Fiskimjölsblöndur Bústólpa lækka minna þar sem um innlend hráefni er að ræða.

Fóðurblandan kynnti fyrr í mánuðnum að viðskiptavinir hennar héldu áfram að njóta góðs af styrkingu krónunnar. Þar lækkaði fóðurverð 5. des. sl. um 2%, þó misjafnt eftir tegundum. Eftir þessa verðlækkun hefur verð á kúafóðri Fóðurblöndunnar lækkað frá 21% til 26% á síðustu þremur árum.

Landstólpi lækkaði fóðurverð um 7% í byrjun desember.

Um áramót mun Lífland lækka verð á öllu kjarnfóðri um 2%. Skýrist lækkunin nú fyrst og fremst af styrkingu krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum, segir á vef Líflands.

SS lækkaði verð á óerfðabreyttu fóðri 1. des. Kúafóður lækkaði um 2,5 – 3% og kálfa- og nautaeldisfóður lækkaði um 3%. SS lækkaði síðast fóðurverð 1.október síðastliðinn og er þetta fjórða verðlækkunin á einu ári að þeirra sögn. Lækkunin nemur allt að 15,5% á óerfðabreyttu kúafóðri SS á þessu timabili.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...