Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Fóðurfyrirtækin tilkynna verðlækkun um áramót
Mynd / Bbl
Fréttir 30. desember 2016

Fóðurfyrirtækin tilkynna verðlækkun um áramót

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Fóðurfyrirtækin hafa á síðustu dögum og vikum tilkynnt um verðbreytingar á fóðri. Ástæðurnar liggja í sterku gengi íslensku krónunnar sem gerir það að verkum að innflutt hráefni er ódýrara en áður. Lækkun á síðustu vikum er á bilinu 2-7%.

Um áramótin lækkar verð á kúafóðri hjá Bústólpa. Lækkunin nemur 2% á sojamjölsríkum blöndum segir í fréttatilkynningu. Fiskimjölsblöndur Bústólpa lækka minna þar sem um innlend hráefni er að ræða.

Fóðurblandan kynnti fyrr í mánuðnum að viðskiptavinir hennar héldu áfram að njóta góðs af styrkingu krónunnar. Þar lækkaði fóðurverð 5. des. sl. um 2%, þó misjafnt eftir tegundum. Eftir þessa verðlækkun hefur verð á kúafóðri Fóðurblöndunnar lækkað frá 21% til 26% á síðustu þremur árum.

Landstólpi lækkaði fóðurverð um 7% í byrjun desember.

Um áramót mun Lífland lækka verð á öllu kjarnfóðri um 2%. Skýrist lækkunin nú fyrst og fremst af styrkingu krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum, segir á vef Líflands.

SS lækkaði verð á óerfðabreyttu fóðri 1. des. Kúafóður lækkaði um 2,5 – 3% og kálfa- og nautaeldisfóður lækkaði um 3%. SS lækkaði síðast fóðurverð 1.október síðastliðinn og er þetta fjórða verðlækkunin á einu ári að þeirra sögn. Lækkunin nemur allt að 15,5% á óerfðabreyttu kúafóðri SS á þessu timabili.

Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...