Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Fóðurfyrirtækin tilkynna verðlækkun um áramót
Mynd / Bbl
Fréttir 30. desember 2016

Fóðurfyrirtækin tilkynna verðlækkun um áramót

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Fóðurfyrirtækin hafa á síðustu dögum og vikum tilkynnt um verðbreytingar á fóðri. Ástæðurnar liggja í sterku gengi íslensku krónunnar sem gerir það að verkum að innflutt hráefni er ódýrara en áður. Lækkun á síðustu vikum er á bilinu 2-7%.

Um áramótin lækkar verð á kúafóðri hjá Bústólpa. Lækkunin nemur 2% á sojamjölsríkum blöndum segir í fréttatilkynningu. Fiskimjölsblöndur Bústólpa lækka minna þar sem um innlend hráefni er að ræða.

Fóðurblandan kynnti fyrr í mánuðnum að viðskiptavinir hennar héldu áfram að njóta góðs af styrkingu krónunnar. Þar lækkaði fóðurverð 5. des. sl. um 2%, þó misjafnt eftir tegundum. Eftir þessa verðlækkun hefur verð á kúafóðri Fóðurblöndunnar lækkað frá 21% til 26% á síðustu þremur árum.

Landstólpi lækkaði fóðurverð um 7% í byrjun desember.

Um áramót mun Lífland lækka verð á öllu kjarnfóðri um 2%. Skýrist lækkunin nú fyrst og fremst af styrkingu krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum, segir á vef Líflands.

SS lækkaði verð á óerfðabreyttu fóðri 1. des. Kúafóður lækkaði um 2,5 – 3% og kálfa- og nautaeldisfóður lækkaði um 3%. SS lækkaði síðast fóðurverð 1.október síðastliðinn og er þetta fjórða verðlækkunin á einu ári að þeirra sögn. Lækkunin nemur allt að 15,5% á óerfðabreyttu kúafóðri SS á þessu timabili.

Kúrsinn tekinn til framtíðar
Fréttir 20. janúar 2025

Kúrsinn tekinn til framtíðar

Þingeyjarsveit hefur samþykkt nýja heildarstefnu fyrir sveitarfélagið fram til á...

Skógareldar vaxandi vá
Fréttir 20. janúar 2025

Skógareldar vaxandi vá

Norðurlöndin skoða nú í sameiningu vaxandi hættu á víðtækum skógareldum.

Auka við atvinnuhúsnæði
Fréttir 17. janúar 2025

Auka við atvinnuhúsnæði

Sveitarfélagið Dalabyggð og Byggðastofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um ...

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur
Fréttir 17. janúar 2025

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, segir br...

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar
Fréttir 15. janúar 2025

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar

Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar, sem gefin var út 21. desember, eru fjö...

Undanþágan beint til Hæstaréttar
Fréttir 15. janúar 2025

Undanþágan beint til Hæstaréttar

Hæstiréttur samþykkti að taka fyrir mál Samkeppniseftirlitsins og Innnes ehf. án...