Fóðurblandan lækkar kjarnfóðurverð um allt að tvö prósent
Í ljósi lækkunar á heimsmarkaðsverði hráefna hefur Fóðurblandan ákveðið að lækka verð á kjarnfóðri fyrir nautgripi, svín og hænsni.
Í tilkynningu frá Fóðurblöndunni kemur fram að lækkunin nemi allt að tveimur prósentum og taki gildi í dag, 26. september. Þetta mun vera í fjórða skiptið á einu ári sem fyrirtækið lækkar verð á kjarnfóðri fyrir nautgripi, svín og hænsni.
Uppfærða verðskrá má finna á vef Fóðurblöndunnar.