Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Flugið í ESB-löndum 2018 samsvarar því að hver einasti íbúi hafi farið í tvær flugferðir
Fréttir 8. janúar 2020

Flugið í ESB-löndum 2018 samsvarar því að hver einasti íbúi hafi farið í tvær flugferðir

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Þrátt fyrir allt tal og kröfur um nauðsyn þess að berjast gegn losun gróðurhúsalofttegunda og mikinn fjölda alls konar ráðstefna og funda þar sem þau mál ber á góma, þá fer flugfarþegum í löndum Evrópusambandsins ört fjölgandi. Á árinu 2018 samsvaraði farþegafjöldinn í ESB-löndum því að hver einasti íbúi Evrópusambandsins hafi farið í tvær flugferðir það ár og rúmlega það.
 
Árið 2010 voru flugfarþegar í löndum Evrópusambandsins 776 milljónir samkvæmt tölum Eurostat, en fóru yfir milljarð árið 2017. Á árinu 2018 fjölgaði þeim enn og voru þá 1.106 milljónir talsins en íbúarnir um 513 milljónir. Nam fjölgun farþega um 6% frá 2017 og hefur flugfarþegum í ESB-löndunum fjölgað frá 2010 um 43%. Af heildar farþegafjöldanum voru 46% að fljúga milli flugvalla í ESB-löndunum og 37% til og frá öðrum löndum í Evrópu. Um 16% farþeganna var að fljúga til og frá öðrum heimsálfum, eða rétt rúmlega sjötti hver farþegi.
 
Yfir 10 milljónir flugfarþega á Íslandi og langmesta fjölgunin innan Evrópu
 
Í gögnum Eurostat kemur líka fram að um þrjá millilandaflugvelli á Íslandi, þ.e. Keflavík, Akureyri og Reykjavík, hafi farið 10.166.000 farþegar 2018 sem var 22,3% aukning frá 2017. Það var jafnframt langmesta aukning farþega í löndum innan Evrópu, en af þessum fjölda voru rúmlega 9,8 milljónir í flugi milli landa.  
 
Langflestir fara um Heathrow-flugvöll í London
 
Annasamasti flugvöllur Evrópu er Heathrow í London en um hann fóru 80 milljónir farþega á síðasta ári. Þar var aukningin 3% frá 2017 til 2018, en um 48 milljónir af þessum farþegum flugu á leiðum innan Evrópu. Næst kom Charles de Gaulle-flugvöllur í París með 72 milljónir farþega og 4% aukningu, þá Schiphol-flugvöllur í Amsterdam í Hollandi með 71 milljón farþega og 4% aukningu, Frankfurt Main-flugvöllurinn í þýskalandi var þá með 69 milljónir farþega og 8% aukningu og í fimmta sæti var Barajes-flugvöllur í Madrid á Spáni með 56 milljónir farþega og 9% aukningu á milli ára.
 
Næst þar á eftir kom El Prat-flugvöllur í Barselóna á Spáni með 50 milljónir farþega og 6% aukningu á milli ára. Því næst flugvöllurinn í München með 46 milljónir fraþega og 4% aukningu. Þá kom Gatwick í London með 46 milljónir farþega og 1% aukningu. Síðan Liumicino flugvöllur í Róm með 43 milljónir farþega og 5% aukningu. Í tíunda sæti var svo Orly-flugvöllur í París með 33 milljónir farþega og aukningu á milli ára upp á 3%.
 
Miðað við þetta kemur ekki á óvart að Bretland var með flesta flugfarþega á síðasta ári, eða um 272 milljónir. Næst kom Þýskaland með 222 milljónir, Spánn var með 221 milljón, Frakkland með 162 milljónir og Ítalía var í fimmta sæti með 153 milljónir flugfarþega. 
 
Af 30 umferðarmestu flugvöllum í ESB-ríkjunum státuðu allir nema flugvöllurinn í Hamborg og Düsseldorf af aukningu flugfarþega á milli áranna 2017 til 2018. Í Hamborg fækkaði um 2% og um 1% í Düsseldorf. 
 
 
Mesta fjölgun flugfarþega innan ESB var í Búdapest
 
Mesta fjölgun flugfarþega í ESB-löndum milli ára var um Liszt Ferenc flugvöll í Búdapest í Ungverjalandi, en þar fjölgaði farþegum um 14%. Þá fjölgaði farþegum á Chopina-flugvelli í Varsjá í Póllandi um 13%. Á flugvöllunum  Eleftherios Venizelos í Aþenu í Grikklandi,  Schwechat-flugvelli í Vín í Austurríki og á Vantaa-flugvelli í Helskinki í Finnlandi fjölgaði farþegum um 11% á síðasta ári. Þá fjölgaði farþegum um 10% á Malpensa-flugvelli í Mílanó á Ítalíu. Eins fjölgaði um 9% á Ruzyne-flugvelli í Prag í Tékklandi, Lisboa-flugvelli í Lisabon í Portúgal og á Barajas-flugvelli í Madrid á Spáni.
Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi
Fréttir 20. júní 2025

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi

Hófsperra er kvalafullur sjúkdómur í hrossum sem sífellt er að verða algengari h...

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum
Fréttir 20. júní 2025

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum

Skeifudagurinn fór fram í blíðskaparveðri sumardaginn fyrsta á Hvanneyri þar sem...

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili
Fréttir 19. júní 2025

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili

Samkvæmt nýlegum gögnum Hagstofu Íslands var heildarkjötframleiðsla nú í apríl á...

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða
Fréttir 19. júní 2025

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða

Næsta haust mun Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra, mæ...

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið
Fréttir 19. júní 2025

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið

Á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu má sjá lítil viðarhús merkt Pikkoló sem er ís...

Einkunnamet slegin á vorsýningum
Fréttir 19. júní 2025

Einkunnamet slegin á vorsýningum

Glæsileg kynbótahross hafa hlotið háar einkunnir og eftirtekt fyrir framgöngu sí...

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús
Fréttir 19. júní 2025

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús

Í maí 2024 fannst heitt vatn í Tungudal við Ísafjörð, aðeins um þremur kílómetru...

Spornað við útrýmingu
Fréttir 19. júní 2025

Spornað við útrýmingu

Nýlega var stofnað Fagráð um geitfjárrækt. Er það talið nauðsynlegt til að stuðl...