Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Fjósið á Stóru Mörk III stækkað
Fréttir 11. nóvember 2014

Fjósið á Stóru Mörk III stækkað

Höfundur: Vilmundur Hansen

„Framkvæmdirnar ganga ágætlega og ég á von á að nýbyggingin, sem er 200 fermetrar, verði reist í næstu viku,“ segir Eyvindur Ágústsson, bóndi á Stóru Mörk III undir Eyjafjöllum, sem rekur kúabú ásamt eiginkonu sinni og tengdafjölskyldu.

„Viðbótin felst aðallega í að setja upp nýja bása en við erum þegar með tvo mjaltaróbóta og góða fóðrunaraðstöðu.“

Eins og er erum við með 100 kýr en þær verða milli 120 og 130 eftir að framkvæmdunum lýkur. Nýju básarnir eru 40 og stærri en almennt gerist í íslenskum fjósum til þess að gripirnir hafi meira pláss.“

Eyvindur segir að þrátt fyrir að básarnir séu rýmri en reglur gera ráð fyrir eigi hann ekki von á að það verði farið að flytja inn stærra kúakyn til landsins á næstu árum. „Persónulega hefði ég ekkert á móti því en er ekki bjartsýnn á að það gerist á næstu árum.“

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi
Fréttir 20. júní 2025

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi

Hófsperra er kvalafullur sjúkdómur í hrossum sem sífellt er að verða algengari h...

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum
Fréttir 20. júní 2025

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum

Skeifudagurinn fór fram í blíðskaparveðri sumardaginn fyrsta á Hvanneyri þar sem...

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili
Fréttir 19. júní 2025

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili

Samkvæmt nýlegum gögnum Hagstofu Íslands var heildarkjötframleiðsla nú í apríl á...

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða
Fréttir 19. júní 2025

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða

Næsta haust mun Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra, mæ...

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið
Fréttir 19. júní 2025

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið

Á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu má sjá lítil viðarhús merkt Pikkoló sem er ís...

Einkunnamet slegin á vorsýningum
Fréttir 19. júní 2025

Einkunnamet slegin á vorsýningum

Glæsileg kynbótahross hafa hlotið háar einkunnir og eftirtekt fyrir framgöngu sí...

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús
Fréttir 19. júní 2025

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús

Í maí 2024 fannst heitt vatn í Tungudal við Ísafjörð, aðeins um þremur kílómetru...

Spornað við útrýmingu
Fréttir 19. júní 2025

Spornað við útrýmingu

Nýlega var stofnað Fagráð um geitfjárrækt. Er það talið nauðsynlegt til að stuðl...