Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Stjórn Bændasamtakanna vill að FEIF, alþjóðasamtök íslenska hestsins, banni notkun á mélum með tunguboga og vogarafli.
Stjórn Bændasamtakanna vill að FEIF, alþjóðasamtök íslenska hestsins, banni notkun á mélum með tunguboga og vogarafli.
Fréttir 23. júní 2014

FEIF að einangrast

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson

Stjórn Bændasamtaka Íslands hefur farið fram á að FEIF, alþjóðasamtök íslenska hestsins, banni notkun á mélum með tunguboga og vogarafli í keppnum á vegum samtakanna. Landssamband hestamannafélaga (LH) hefur þegar bannað notkun slíkra méla og verða þau til að mynda óleyfileg á komandi landsmóti.

Ákvörðun LH er í samræmi við áskorun yfirdýralæknis um bann við notkun mélanna og er byggð á rannsóknum Sigríðar Björnsdóttur, dýralæknis hrossasjúkdóma, og Þorvaldar Kristjánssonar, kennara við Landbúnaðarháskóla Íslands. Rannsóknir þeirra hafa sýnt að notkun slíkra méla eru afgerandi áhættuþáttur fyrir áverka á kjálkabeini hjá keppnishestum.

Stjórn Bændasamtakanna óskaði eftir afstöðu Fagráðs í hrossarækt hvað viðkemur banni á notkun umræddra méla. Niðurstaða Fagráðs er að beina því til FEIF að banna notkun einjárnunga og einbrotinni méla með tunguboga og vogarafli. Undir þá afstöðu tekur stjórn Bændasamtakanna og hefur stjórnin sent formanni FEIF bréf þar sem farið er fram á að málið verði tekið til umfjöllunar í kynbótanefnd FEIF.

FEIF virðist því vera að einangrast í afstöðu sinni hvað varðar notkun méla með tunguboga og vogarafli en bæði Félag tamningamanna og Félag hrossabænda hafa sent áskorun á til FEIF um að banna notkun mélanna. Þá hafa 39 sænskir hestaíþróttadómarar skorað á FEIF að banna mélin en rannsóknir í Svíþjóð hafa gefið líkar niðurstöður og koma fram í rannsókn Sigríðar og Þorvaldar.

 

Nýir liðsmenn Bændablaðsins
Fréttir 21. júní 2024

Nýir liðsmenn Bændablaðsins

Lesendur hafa kannski tekið eftir nýjum efnisþáttum í blaðinu í vor. Hugarleikfi...

Opnað fyrir milljarða króna fjármögnun
Fréttir 21. júní 2024

Opnað fyrir milljarða króna fjármögnun

Lítil og meðalstór fyrirtæki á Íslandi fá aðgengi að 3,2 milljarða króna fjármög...

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum
Fréttir 20. júní 2024

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum

Hvítlauksbændurnir í Neðri-Brekku í Dölum fengu nýlega tvo styrki úr Matvælasjóð...

Verðlaunuðu góðan árangur
Fréttir 20. júní 2024

Verðlaunuðu góðan árangur

Tabea Elisabeth Schneider hlaut verðlaun fyrir besta árangur á B.S. prófi þegar ...

Fuglum fækkar vegna óveðurs
Fréttir 20. júní 2024

Fuglum fækkar vegna óveðurs

Samkvæmt fuglatalningu varð algjört hrun í fjölda fugla á Norðausturlandi þegar ...

Óhrædd að takast á við áskoranir
Fréttir 19. júní 2024

Óhrædd að takast á við áskoranir

Tilkynnt var um ráðningu Margrétar Ágústu Sigurðardóttur í starf framkvæmdastjór...

Halla færir út kvíarnar
Fréttir 19. júní 2024

Halla færir út kvíarnar

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjuframleiðandi og eigandi garðyrkjustö...

Sala Búvís stöðvuð
Fréttir 19. júní 2024

Sala Búvís stöðvuð

Samkeppniseftirlitið hefur komið í veg fyrir að Skeljungur kaupi Búvís ehf. þar ...