Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Stjórn Bændasamtakanna vill að FEIF, alþjóðasamtök íslenska hestsins, banni notkun á mélum með tunguboga og vogarafli.
Stjórn Bændasamtakanna vill að FEIF, alþjóðasamtök íslenska hestsins, banni notkun á mélum með tunguboga og vogarafli.
Fréttir 23. júní 2014

FEIF að einangrast

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson

Stjórn Bændasamtaka Íslands hefur farið fram á að FEIF, alþjóðasamtök íslenska hestsins, banni notkun á mélum með tunguboga og vogarafli í keppnum á vegum samtakanna. Landssamband hestamannafélaga (LH) hefur þegar bannað notkun slíkra méla og verða þau til að mynda óleyfileg á komandi landsmóti.

Ákvörðun LH er í samræmi við áskorun yfirdýralæknis um bann við notkun mélanna og er byggð á rannsóknum Sigríðar Björnsdóttur, dýralæknis hrossasjúkdóma, og Þorvaldar Kristjánssonar, kennara við Landbúnaðarháskóla Íslands. Rannsóknir þeirra hafa sýnt að notkun slíkra méla eru afgerandi áhættuþáttur fyrir áverka á kjálkabeini hjá keppnishestum.

Stjórn Bændasamtakanna óskaði eftir afstöðu Fagráðs í hrossarækt hvað viðkemur banni á notkun umræddra méla. Niðurstaða Fagráðs er að beina því til FEIF að banna notkun einjárnunga og einbrotinni méla með tunguboga og vogarafli. Undir þá afstöðu tekur stjórn Bændasamtakanna og hefur stjórnin sent formanni FEIF bréf þar sem farið er fram á að málið verði tekið til umfjöllunar í kynbótanefnd FEIF.

FEIF virðist því vera að einangrast í afstöðu sinni hvað varðar notkun méla með tunguboga og vogarafli en bæði Félag tamningamanna og Félag hrossabænda hafa sent áskorun á til FEIF um að banna notkun mélanna. Þá hafa 39 sænskir hestaíþróttadómarar skorað á FEIF að banna mélin en rannsóknir í Svíþjóð hafa gefið líkar niðurstöður og koma fram í rannsókn Sigríðar og Þorvaldar.

 

Vilja flytja út færeysk hross
Fréttir 6. júní 2023

Vilja flytja út færeysk hross

Til þess að bjarga færeyska hrossastofninum frá aldauða hefur komið til skoðunar...

Árlegt rit Sögufélags Eyfirðinga komið út
Fréttir 5. júní 2023

Árlegt rit Sögufélags Eyfirðinga komið út

Sögufélag Eyfirðinga var stofnað árið 1971 með það fyrir augum að safna, skipule...

Framtíð jarðvangs hangir á bláþræði
Fréttir 5. júní 2023

Framtíð jarðvangs hangir á bláþræði

Sveitarfélögin á Suðurlandi geta ekki rekið Kötlu jarðvang án þátttöku ríkisins ...

Enginn tannlæknir á Hvolsvelli lengur
Fréttir 5. júní 2023

Enginn tannlæknir á Hvolsvelli lengur

Íbúar á Hvolsvelli og í sveitunum þar í kring eru nú án tannlæknis.

Innlit í kjúklingabú
Fréttir 2. júní 2023

Innlit í kjúklingabú

Kjúklingabændurnir Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvar Guðni Ingimundarson á Vatns...

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda
Fréttir 2. júní 2023

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda

Sauðfjárbóndinn Jónas Þórólfsson og kjötiðnaðarmeistarinn Rúnar Ingi Guðjónsson ...

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...