Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Stjórn Bændasamtakanna vill að FEIF, alþjóðasamtök íslenska hestsins, banni notkun á mélum með tunguboga og vogarafli.
Stjórn Bændasamtakanna vill að FEIF, alþjóðasamtök íslenska hestsins, banni notkun á mélum með tunguboga og vogarafli.
Fréttir 23. júní 2014

FEIF að einangrast

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson

Stjórn Bændasamtaka Íslands hefur farið fram á að FEIF, alþjóðasamtök íslenska hestsins, banni notkun á mélum með tunguboga og vogarafli í keppnum á vegum samtakanna. Landssamband hestamannafélaga (LH) hefur þegar bannað notkun slíkra méla og verða þau til að mynda óleyfileg á komandi landsmóti.

Ákvörðun LH er í samræmi við áskorun yfirdýralæknis um bann við notkun mélanna og er byggð á rannsóknum Sigríðar Björnsdóttur, dýralæknis hrossasjúkdóma, og Þorvaldar Kristjánssonar, kennara við Landbúnaðarháskóla Íslands. Rannsóknir þeirra hafa sýnt að notkun slíkra méla eru afgerandi áhættuþáttur fyrir áverka á kjálkabeini hjá keppnishestum.

Stjórn Bændasamtakanna óskaði eftir afstöðu Fagráðs í hrossarækt hvað viðkemur banni á notkun umræddra méla. Niðurstaða Fagráðs er að beina því til FEIF að banna notkun einjárnunga og einbrotinni méla með tunguboga og vogarafli. Undir þá afstöðu tekur stjórn Bændasamtakanna og hefur stjórnin sent formanni FEIF bréf þar sem farið er fram á að málið verði tekið til umfjöllunar í kynbótanefnd FEIF.

FEIF virðist því vera að einangrast í afstöðu sinni hvað varðar notkun méla með tunguboga og vogarafli en bæði Félag tamningamanna og Félag hrossabænda hafa sent áskorun á til FEIF um að banna notkun mélanna. Þá hafa 39 sænskir hestaíþróttadómarar skorað á FEIF að banna mélin en rannsóknir í Svíþjóð hafa gefið líkar niðurstöður og koma fram í rannsókn Sigríðar og Þorvaldar.

 

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...