Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Stjórn Bændasamtakanna vill að FEIF, alþjóðasamtök íslenska hestsins, banni notkun á mélum með tunguboga og vogarafli.
Stjórn Bændasamtakanna vill að FEIF, alþjóðasamtök íslenska hestsins, banni notkun á mélum með tunguboga og vogarafli.
Fréttir 23. júní 2014

FEIF að einangrast

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson

Stjórn Bændasamtaka Íslands hefur farið fram á að FEIF, alþjóðasamtök íslenska hestsins, banni notkun á mélum með tunguboga og vogarafli í keppnum á vegum samtakanna. Landssamband hestamannafélaga (LH) hefur þegar bannað notkun slíkra méla og verða þau til að mynda óleyfileg á komandi landsmóti.

Ákvörðun LH er í samræmi við áskorun yfirdýralæknis um bann við notkun mélanna og er byggð á rannsóknum Sigríðar Björnsdóttur, dýralæknis hrossasjúkdóma, og Þorvaldar Kristjánssonar, kennara við Landbúnaðarháskóla Íslands. Rannsóknir þeirra hafa sýnt að notkun slíkra méla eru afgerandi áhættuþáttur fyrir áverka á kjálkabeini hjá keppnishestum.

Stjórn Bændasamtakanna óskaði eftir afstöðu Fagráðs í hrossarækt hvað viðkemur banni á notkun umræddra méla. Niðurstaða Fagráðs er að beina því til FEIF að banna notkun einjárnunga og einbrotinni méla með tunguboga og vogarafli. Undir þá afstöðu tekur stjórn Bændasamtakanna og hefur stjórnin sent formanni FEIF bréf þar sem farið er fram á að málið verði tekið til umfjöllunar í kynbótanefnd FEIF.

FEIF virðist því vera að einangrast í afstöðu sinni hvað varðar notkun méla með tunguboga og vogarafli en bæði Félag tamningamanna og Félag hrossabænda hafa sent áskorun á til FEIF um að banna notkun mélanna. Þá hafa 39 sænskir hestaíþróttadómarar skorað á FEIF að banna mélin en rannsóknir í Svíþjóð hafa gefið líkar niðurstöður og koma fram í rannsókn Sigríðar og Þorvaldar.

 

Erfðabreytt búfé
Fréttir 6. desember 2021

Erfðabreytt búfé

Erfðafræðingar binda vonir við að með aðstoð erfðatækni megi koma í veg fyrir al...

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda
Fréttir 6. desember 2021

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda

„Undanfarin ár hefur sveitarstjórn Húnaþings vestra lagt áherslu á að framkvæmdu...

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði
Fréttir 6. desember 2021

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði

Það er til mikils að vinna að koma á bættri vetrarferðaþjónustu á Norðurlandi. E...

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng
Fréttir 6. desember 2021

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng

Erlendir ferðamenn sem farið hafa um Vaðlaheiðargöng á þessu ári hafa greitt fyr...

Nýtt 450 íbúða hverfi byggt í Þorlákshöfn
Fréttir 6. desember 2021

Nýtt 450 íbúða hverfi byggt í Þorlákshöfn

Framkvæmdir eru hafnar við uppbyggingu fyrsta áfanga Móabyggðar, nýs 450 íbúða h...

Rökstuddur grunur um blóðþorra
Fréttir 3. desember 2021

Rökstuddur grunur um blóðþorra

Veira sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi, Infectious salmon anaemia, h...

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi
Fréttir 3. desember 2021

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi

Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst hafa tekið höndum saman um að ...

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði
Fréttir 3. desember 2021

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði

Samkvæmt skýrslu European Medicine Agency, sem kom út í síðustu viku, er sýklaly...