Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Nymphaea thermarum
Nymphaea thermarum
Fréttir 29. október 2014

Fágætri vatnalilju stolið frá Kew

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fyrr á árinu var fágætri vatnalilju stolið úr einu af gróðurhúsum Kew grasagarðsins í London.

Plantan sem á latínu kallast Nymphaea thermarum er minnsta þekkta vatnalilja í heimi, blómið er tæpur sentímetri í þvermál, og jafnframt sú sjaldgæfasta.

Plantan sem upphaflega óx í heitum lindum í Rúanda er ekki lengur þekkt í náttúrunni og plönturnar 24 sem Kew varðveitti þær fáu sem vitað er um. Einni af þessum plöntum var stolið í janúar síðast liðunum.

Markaðurinn fyrir sjaldgæfar plöntur í heiminum er stór og safnarar til í að borga hátt verð fyrir þær líkt og listaverka- eða fornmunasafnarar fyrir fágæta listmuni og forngripi.

Vatnaliljur eins og þessa þurfa sérstök skilyrði til að vaxa og því vandaverk að halda þeim lifandi þar til réttur kaupandi fæst.

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...