Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Nymphaea thermarum
Nymphaea thermarum
Fréttir 29. október 2014

Fágætri vatnalilju stolið frá Kew

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fyrr á árinu var fágætri vatnalilju stolið úr einu af gróðurhúsum Kew grasagarðsins í London.

Plantan sem á latínu kallast Nymphaea thermarum er minnsta þekkta vatnalilja í heimi, blómið er tæpur sentímetri í þvermál, og jafnframt sú sjaldgæfasta.

Plantan sem upphaflega óx í heitum lindum í Rúanda er ekki lengur þekkt í náttúrunni og plönturnar 24 sem Kew varðveitti þær fáu sem vitað er um. Einni af þessum plöntum var stolið í janúar síðast liðunum.

Markaðurinn fyrir sjaldgæfar plöntur í heiminum er stór og safnarar til í að borga hátt verð fyrir þær líkt og listaverka- eða fornmunasafnarar fyrir fágæta listmuni og forngripi.

Vatnaliljur eins og þessa þurfa sérstök skilyrði til að vaxa og því vandaverk að halda þeim lifandi þar til réttur kaupandi fæst.

Heitt vatn finnst á Ströndum
Fréttir 1. desember 2023

Heitt vatn finnst á Ströndum

Heitt vatn fannst nýlega við borun á Drangsnesi á Ströndum.

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki
Fréttir 1. desember 2023

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki

Tímamót eru í baráttunni gegn riðuveiki í sauðfé með nýrri nálgun stjórnvalda þa...

Birgðir kindakjöts aldrei minni
Fréttir 1. desember 2023

Birgðir kindakjöts aldrei minni

Birgðir kindakjöts í lok ágústmánaðar hafa aldrei verið minni en á þessu ári.

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið
Fréttir 30. nóvember 2023

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið

Í umræðum á Alþingi á mánudaginn um riðuveiki í sauðfé og bætur vegna niðurskurð...

Sala sýklalyfja dregst saman
Fréttir 30. nóvember 2023

Sala sýklalyfja dregst saman

Sala sýklalyfja fyrir búfé og eldisfiska í Evrópu dróst saman um 12,7% milli ára...

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið
Fréttir 30. nóvember 2023

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið

Í nýlegri skýrslu Ráðgjafar­miðstöðvar land­búnaðarins um rekstrarafkomu nautakj...

Kortlagning ræktunarlands
Fréttir 30. nóvember 2023

Kortlagning ræktunarlands

Gert er ráð fyrir að þings­ályktunar­tillaga um nýja lands­skipulagsstefnu til 1...

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum
Fréttir 27. nóvember 2023

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum

Nýtt fagstaðlaráð hefur verið stofnað undir hatti Staðlaráðs Íslands. Það verður...