Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Færeyingar taka Huppu í notkun
Fréttir 1. október 2014

Færeyingar taka Huppu í notkun

Ráðgjafarmiðstöð landbún­aðarins (RML) og Meginfélags búnaðarmanna í Færeyjum (MBM), mjólkurbú þeirra Færeyinga, stóðu nýverið fyrir námskeiðum í nautgripa­ræktarkerfinu Huppu.

Námskeiðin fóru fram í  Þórs­höfn í Færeyjum og í kjölfar námskeiðanna munu færeyskir kúabændur taka kerfið í notkun sem sitt skýrsluhaldskerfi.

Kennsla á námskeiðunum hefur verið í höndum Guðmundar Jóhannessonar, ábyrgðarmanns nautgriparæktar hjá RML, með dyggri aðstoð Jórunar Hansen hjá MBM.

Á síðustu mánuðum hafa ýmsir þættir Huppukerfisins verið aðlagaðir aðstæðum í eyjunum og kerfið einnig þýtt yfir á færeysku. Þessi vinna hefur verið í höndum Stefnu á Akureyri en leidd af Guðmundi Jóhannessyni og Jóni B. Lorange hjá BÍ.

Elín Nolsöe Grethardsdóttir, ráðunautur hjá RML, þýddi kerfið að mestu ásamt Rólvi Djurhuus hjá Búnaðarstovunni í Færeyjum.

Gott samstarf við Færeyinga

Samstarf RML og MBM vegna aðlögunar og þýðingar Huppu hefur verið ákaflega gott og hefur ekki tekið nema um 5 mánuði að koma kerfinu í notkun þrátt fyrir að vinna hafi að mestu legið niðri í um mánuð í sumar vegna sumarleyfa.

Í Færeyjum eru í augnablikinu 28 kúabændur en mun fækka um einn er líður á haustið. Þar eru um 900 mjólkurkýr og heildarframleiðslan er sjö milljónir lítra mjólkur. Bústærðin er mjög breytileg eða allt frá um 10 kýr upp í um 120 kýr, meðalbústærð rétt um 34 kýr. Stærsta búið leggur inn um 1.100 þús. lítra á ári en þar eru tveir DeLaval-mjaltaþjónar.

Guðmundur Jóhannesson segir í umfjöllun um námskeiðin á vefsíðu RML að Færeyingar séu ákaflega gestrisnir og velviljaðir Íslendingum og víða má sjá íslenskar vörur í verslunum. Það gleðji líka íslenska kúabændur að íslenska skyrið prýðir hillur verslana og við hlið íslenska skyrsins má sjá lífrænt skyr.is frá Thise í Danmörku.

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu
Fréttir 28. febrúar 2024

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu

Vistkjöt var boðið til smökkunar í Kópavoginum um miðjan mánuð, í fyrsta sinn í ...

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“
Fréttir 28. febrúar 2024

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, og Hafberg Þórisson, eigan...

Samræmt söfnunarkerfi
Fréttir 27. febrúar 2024

Samræmt söfnunarkerfi

Vinna á tillögu um útfærslu fyrir samræmt söfnunarkerfi dýraleifa á landsvísu se...

Áhyggjur af myglu, tollum og garðyrkjunámi
Fréttir 27. febrúar 2024

Áhyggjur af myglu, tollum og garðyrkjunámi

Deildarfundur garðyrkjubænda innan Bændasamtaka Íslands var haldinn 12. febrúar ...

Fjölbreytt verkefni
Fréttir 27. febrúar 2024

Fjölbreytt verkefni

Margþættar umræður sköpuðust á deildarfundi hrossabænda. Stofnverndarsjóður, hro...

Hugað að nýrri afurðastöð
Fréttir 27. febrúar 2024

Hugað að nýrri afurðastöð

Sláturfélag Suðurlands (SS) undirbýr nú uppbyggingu á nýrri afurðastöð fyrirtæki...

Ákall um meiri stuðning
Fréttir 27. febrúar 2024

Ákall um meiri stuðning

Deildarfundur geitfjárbænda innan Bændasamtaka Íslands var haldinn 12. febrúar. ...

Óberon besta nautið
Fréttir 26. febrúar 2024

Óberon besta nautið

Óberon 17046 frá Skeiðháholti 1 á Skeiðum hlaut nafnbótina besta naut fætt árið ...