Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Erfðabreyttar geldflugur gætu bjargað uppskerunni
Fréttir 13. ágúst 2014

Erfðabreyttar geldflugur gætu bjargað uppskerunni

Höfundur: Vilmundur Hansen

Vonir er bundnar við að erfðarbreyttar flugur, sem eru þannig innréttaðar að karldýrið ber í sér gen sem hamlar frjóvgun kvendýra, geti reynst öflugt vopn í baráttunni við pöddur sem valda skaða í ávaxta- og hneturækt.

Tilraunir í gróðurhúsum líftæknifyrirtækisins Oxitec  sýna að þar sem geldum karlflugum er sleppt meðal frjórra kvenfluga fellur stofnstærðin strax við aðra kynslóð og að lokum deyja flugurnar út.

Gangi áætlanir eftir er hugmyndin að sleppa geldum karlflugum yfir ávaxtaakra og hefta þannig fjölgun fluganna án þess að nota skordýraeitur. Flugurnar sem verði er að gera tilraunir með eru tegund sem kallast miðjarðarhafs ávaxtafluga og veldur tjóni á fjölda nytjajurta.

Andstæðingar hugmyndarinnar segja ekki sé vitað hvaða afleiðingar það hafi í för með sé að sleppa geldflugunum út í náttúruna og nauðsynlegt að skoða málið betur áður en slíkt er gert.
 

Nýir liðsmenn Bændablaðsins
Fréttir 21. júní 2024

Nýir liðsmenn Bændablaðsins

Lesendur hafa kannski tekið eftir nýjum efnisþáttum í blaðinu í vor. Hugarleikfi...

Opnað fyrir milljarða króna fjármögnun
Fréttir 21. júní 2024

Opnað fyrir milljarða króna fjármögnun

Lítil og meðalstór fyrirtæki á Íslandi fá aðgengi að 3,2 milljarða króna fjármög...

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum
Fréttir 20. júní 2024

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum

Hvítlauksbændurnir í Neðri-Brekku í Dölum fengu nýlega tvo styrki úr Matvælasjóð...

Verðlaunuðu góðan árangur
Fréttir 20. júní 2024

Verðlaunuðu góðan árangur

Tabea Elisabeth Schneider hlaut verðlaun fyrir besta árangur á B.S. prófi þegar ...

Fuglum fækkar vegna óveðurs
Fréttir 20. júní 2024

Fuglum fækkar vegna óveðurs

Samkvæmt fuglatalningu varð algjört hrun í fjölda fugla á Norðausturlandi þegar ...

Óhrædd að takast á við áskoranir
Fréttir 19. júní 2024

Óhrædd að takast á við áskoranir

Tilkynnt var um ráðningu Margrétar Ágústu Sigurðardóttur í starf framkvæmdastjór...

Halla færir út kvíarnar
Fréttir 19. júní 2024

Halla færir út kvíarnar

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjuframleiðandi og eigandi garðyrkjustö...

Sala Búvís stöðvuð
Fréttir 19. júní 2024

Sala Búvís stöðvuð

Samkeppniseftirlitið hefur komið í veg fyrir að Skeljungur kaupi Búvís ehf. þar ...