Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Ekkert eftirlit með innfluttri lífrænt vottaðri matvöru
Fréttir 13. febrúar 2015

Ekkert eftirlit með innfluttri lífrænt vottaðri matvöru

Höfundur: smh
Ekkert eftirlit er með matvöru sem flutt er til landsins sem lífrænt vottuð, frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins (EES). Að sögn Einars Arnar Thorlacius, lögfræðings hjá Matvælastofnun, sem hefur lögbundið eftirlitshlutverk, hefur þessi málaflokkur að einhverju leyti orðið útundan. 
 
„Matvælastofnun býr við naumar fjárveitingar og mannskap og verður að forgangsraða málum. Við þá forgangsröðun hefur málaflokkurinn lífræn framleiðsla orðið sem sagt nokkuð útundan og kannski ekki fengið þá athygli sem hann á skilið.
 
Matvælastofnun fylgist fyrst og fremst með innflutningi á matvælum frá ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins, enda frjálst flæði vöru innan þess svæðis eins og kunnugt er.  Ekki er sérstaklega fylgst með lífrænni vottun við innflutning á vörum frá þriðju ríkjum [utan EES] umfram þær skyldur sem reglugerð um eftirlit með innflutningi á dýraafurðum frá ríkjum utan EES, leggur Matvælastofnun á herðar. 
 
Það liggur þó fyrir að Bandaríkin eru á lista yfir þriðju lönd sem heimilt er að flytja inn vörur frá og inn á EES.  Það merkir að það sem er vottað lífrænt í Bandaríkjunum samræmist stöðlum sem í gildi eru í ESB.
Reglugerð ESB/1235/2008 gildir um innflutning á lífrænum vörum frá þriðju ríkjum. Það ber þó að hafa í huga að Ísland hefur ekki enn tekið upp „nýjustu“ (frá 2008) ESB-reglugerð um lífræna framleiðslu. Gamla reglugerðin heldur því enn gildi sínu (ísl.nr. 74/2002),“ segir Einar.
 
Eftir því sem næst verður komist er ekki heldur fylgst með því magni af matvöru sem flutt er inn til landsins, sem lífrænt vottuð. Engin tollnúmer eru til fyrir þessar vörur, nema nú nýlega fyrir lífrænt vottaða mjólk. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið úthlutaði tollkvóta fyrir þá vöru frá 10. nóvember á síðasta ári sem gildir til 1. maí á þessu ári. 
 
Vegna skorts á þessum upplýsingum er erfitt að átta sig á hver eftirspurnin eftir þessum vörum er í raun og veru. 

3 myndir:

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...