Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Eitt ár frá innleiðingu Skráargatsins á Íslandi
Fréttir 19. nóvember 2014

Eitt ár frá innleiðingu Skráargatsins á Íslandi

Nú er um eitt ár liðið frá frá því að Skráargatið, samnorrænt merki fyrir hollari matvörur, var innleitt á Íslandi.

Skráargatið á að aðstoða neytendur við að velja hollari matvörur. Matvælastofnun og Embætti landlæknis standa sameiginlega á bak við Skráargatið og fagna nú sameiginlega fyrsta ári þess á íslenskum markaði.
Í tilkynningu Matvælastofnunar segir að Slagorð Skráargatsins sé „Einfalt að velja hollara“. Í því felist einmitt grundvallarmarkmið merkisins, það er að einfalda neytendum val á hollari matvöru. 

„Ef varan ber merkið þýðir það að hún uppfyllir ákveðin skilyrði varðandi innihald næringarefna sem skilgreind eru fyrir hennar matvælaflokk. Hún inniheldur þá minni og hollari fitu, minni sykur, minna salt og meira af trefjum og heilkorni en aðrar vörur í sama flokki sem ekki uppfylla skilyrðin til að bera Skráargatið.

Á þessu fyrsta ári frá innleiðingu Skráargatsins hefur mátt sjá að matvælafyrirtæki eru að nýta sér merkið í auknum mæli til þess að beina athygli neytenda að vörum sínum og þróa hollari vörur í samræmi við markmið og skilyrði Skráargatsins. Þetta er mjög æskilegt þróun því hún stuðlar að auknu úrvali af hollum matvælum á markaði. Þessi aukning skráargatsmerktra vara á markaði sýnir að neytendur hafa tekið vel á móti Skráargatinu.

Þar sem Skráargatið er opinbert merki er mikilvægt að fylgjast vel með þeim vörum sem nota merkið. Matvælastofnun og heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga fylgjast sérstaklega með því að farið sé eftir reglum um notkun Skráargatsins og geta neytendur á Íslandi treyst því að svo er.

Við eigum enn langt í land til að geta borið okkur saman við samstarfsþjóðirnar um Skráargatið, Svíþjóð, Noreg og Danmörku, en þróun Skráargatsins hér á landi sýnir að við erum á réttri leið og því ber að sjálfsögðu að fagna líka.“

Frekari upplýsingar er að finna á vefslóðinni skraargat.is.

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi
Fréttir 29. nóvember 2021

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfsstæðisflokks og Vi...

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2021

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun

Hitaveita Hornafjarðar var tekin formlega í notkun fimmtudaginn 21. október en l...

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...