Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Einar Sigurðsson hættir sem forstjóri Mjólkursamsölunnar og Auðhumlu
Mynd / HKr.
Fréttir 9. janúar 2015

Einar Sigurðsson hættir sem forstjóri Mjólkursamsölunnar og Auðhumlu

Höfundur: smh

Einar Sigurðsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar (MS) og Auðhumlu, greindi stjórn MS frá því í gær að hann myndi láta af störfum 30. júní næstkomandi. hefur ákveðið að láta af störfum 30. júní næstkomandi.

Í tilkynningu frá MS kemur fram að Einar hafi verið forstjóri félagsins frá 2009 og leitt umfangsmiklar breytingar á starfseminni hér heima og uppbyggingu erlendrar starfsemi fyrirtækisins.

Í meðfylgjandi yfirlýsingu Einars segir að MS hafi fengist við ögrandi verkefni á liðnu ári, fyrst vegna stóraukinnar eftirspurnar, sem fyrirtækið hafi unnið úr með bændum sem hafa stóraukið mjólkurframleiðslu, og síðar vegna samkeppnismála, þar sem tekist sé á um túlkun á samspili búvörulaga og samkeppnislaga. „Ég vona að það takist að ljúka þeim málum áður en ég hætti nú í sumar,“ segir hann.

„Ég kom að rekstri Mjólkursamsölunnar fyrir sex árum og meginverkefnið hefur verið að koma á nýju skipulagi í mjólkurvinnslu á öllu landinu, endurnýja tækjabúnað, ná fram hámarkshagræðingu og byggja upp alþjóðlega starfsemi félagsins. Þetta hefur tekist vegna þess að Mjólkursamsalan hefur á að skipa frábærum og samhentum hópi starfsfólks og vegna þátttöku og stuðnings bænda sem eiga fyrirtækið.
 
Ég tek þessa ákvörðun vegna breytinga sem verða á högum fjölskyldu minnar í lok júní. Við hjónin ákváðum fyrir um ári síðan að hverfa bæði úr mjög annasömum stjórnunarstörfum hér heima um mitt þetta ár og dvelja og starfa töluvert erlendis næstu misseri. Ég sný mér þar að nýjum verkefnum sem ég hef lengi haft áhuga á hrinda í framkvæmd, en jafnframt mun ég áfram vinna fyrir hönd Mjólkursamsölunnar að uppbyggingu nýs fyrirtækis með hópi fjárfesta til framleiðslu og sölu á skyri í Bandaríkjunum. Þar sem ég hef tekið þessa ákvörðun og skammt er til aðalfundar Mjólkursamsölunnar og deildafunda með kúabændum um land allt taldi ég rétt að greina frá þessu núna,“ segir Einar ennfremur.
 
Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...