Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Eggjaframleiðandi sakaður um að blekkja neytendur
Mynd / Vefsíða ruv.is
Fréttir 28. nóvember 2016

Eggjaframleiðandi sakaður um að blekkja neytendur

Höfundur: TB

Í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í kvöld var fjallað um málefni eggjaframleiðandans Brúneggja ehf. sem hefur í áranna rás látið undir höfuð leggjast að bregðast við ítrekuðum athugasemdum Matvælastofnunar um reksturinn. Eigendur fyrirtækisins hafa ekki farið eftir reglum um fjölda hænsna á hvern fermeter og ekki sinnt úrbótum á aðbúnaði fyrr en eftir harðar þvingunaraðgerðir Matvælastofnunar sem meðal annars fólu í sér dagsektir og hótanir um vörslusviptingu.

Auk þess hafa Brúnegg ehf. notað merki vistvæns landbúnaðar þrátt fyrir að reglugerð um merkið hafi verið numin úr gildi fyrir rúmu ári síðan. Undir yfirskini vistvænnar framleiðslu, þar sem fólki er talin trú um að velferð varphænsnanna sé tryggð, virðast neytendur hafa verið blekktir um árabil.

Athygli vekur að mál Brúneggja ehf. rekur sögu sína allt að tíu ár aftur í tímann. Í Kastljósþættinum kom fram að úrræði Matvælastofnunar hafi ekki verið skilvirk og að auki hafi ráðuneyti landbúnaðarmála vitað um brotalamir í rekstri búa Brúneggja ehf. en lítið verið aðhafst.

Í þættinum voru málsaðilar teknir tali, m.a. forstjóri Matvælastofnunar, yfirdýralæknir og eigandi Brúneggja ehf.

Kastljósið hefur boðað frekari umfjöllun um málið á næstunni. 

Sjá umfjöllun á vef ruv.is

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi
Fréttir 29. nóvember 2021

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfsstæðisflokks og Vi...

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2021

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun

Hitaveita Hornafjarðar var tekin formlega í notkun fimmtudaginn 21. október en l...

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...