Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Eggjaframleiðandi sakaður um að blekkja neytendur
Mynd / Vefsíða ruv.is
Fréttir 28. nóvember 2016

Eggjaframleiðandi sakaður um að blekkja neytendur

Höfundur: TB

Í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í kvöld var fjallað um málefni eggjaframleiðandans Brúneggja ehf. sem hefur í áranna rás látið undir höfuð leggjast að bregðast við ítrekuðum athugasemdum Matvælastofnunar um reksturinn. Eigendur fyrirtækisins hafa ekki farið eftir reglum um fjölda hænsna á hvern fermeter og ekki sinnt úrbótum á aðbúnaði fyrr en eftir harðar þvingunaraðgerðir Matvælastofnunar sem meðal annars fólu í sér dagsektir og hótanir um vörslusviptingu.

Auk þess hafa Brúnegg ehf. notað merki vistvæns landbúnaðar þrátt fyrir að reglugerð um merkið hafi verið numin úr gildi fyrir rúmu ári síðan. Undir yfirskini vistvænnar framleiðslu, þar sem fólki er talin trú um að velferð varphænsnanna sé tryggð, virðast neytendur hafa verið blekktir um árabil.

Athygli vekur að mál Brúneggja ehf. rekur sögu sína allt að tíu ár aftur í tímann. Í Kastljósþættinum kom fram að úrræði Matvælastofnunar hafi ekki verið skilvirk og að auki hafi ráðuneyti landbúnaðarmála vitað um brotalamir í rekstri búa Brúneggja ehf. en lítið verið aðhafst.

Í þættinum voru málsaðilar teknir tali, m.a. forstjóri Matvælastofnunar, yfirdýralæknir og eigandi Brúneggja ehf.

Kastljósið hefur boðað frekari umfjöllun um málið á næstunni. 

Sjá umfjöllun á vef ruv.is

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum
Fréttir 28. september 2023

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum

Algalíf, íslenska líftæknifyrirtækið, stefnir á að hasla sér völl í framleiðslu ...

Innviðauppbygging til 2025
Fréttir 28. september 2023

Innviðauppbygging til 2025

Fara á í 127 verkefni fram til ársins 2025 við uppbyggingu innviða til að mæta á...

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni
Fréttir 28. september 2023

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni

Sjávarútvegsráðstefnan 2023 verður haldin 2.–3. nóvember í Hörpu. Áhersluatriði ...

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu
Fréttir 27. september 2023

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins greindum við frá því að Halla Sigríður Steinól...

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...