Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Eggjaframleiðandi sakaður um að blekkja neytendur
Mynd / Vefsíða ruv.is
Fréttir 28. nóvember 2016

Eggjaframleiðandi sakaður um að blekkja neytendur

Höfundur: TB

Í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í kvöld var fjallað um málefni eggjaframleiðandans Brúneggja ehf. sem hefur í áranna rás látið undir höfuð leggjast að bregðast við ítrekuðum athugasemdum Matvælastofnunar um reksturinn. Eigendur fyrirtækisins hafa ekki farið eftir reglum um fjölda hænsna á hvern fermeter og ekki sinnt úrbótum á aðbúnaði fyrr en eftir harðar þvingunaraðgerðir Matvælastofnunar sem meðal annars fólu í sér dagsektir og hótanir um vörslusviptingu.

Auk þess hafa Brúnegg ehf. notað merki vistvæns landbúnaðar þrátt fyrir að reglugerð um merkið hafi verið numin úr gildi fyrir rúmu ári síðan. Undir yfirskini vistvænnar framleiðslu, þar sem fólki er talin trú um að velferð varphænsnanna sé tryggð, virðast neytendur hafa verið blekktir um árabil.

Athygli vekur að mál Brúneggja ehf. rekur sögu sína allt að tíu ár aftur í tímann. Í Kastljósþættinum kom fram að úrræði Matvælastofnunar hafi ekki verið skilvirk og að auki hafi ráðuneyti landbúnaðarmála vitað um brotalamir í rekstri búa Brúneggja ehf. en lítið verið aðhafst.

Í þættinum voru málsaðilar teknir tali, m.a. forstjóri Matvælastofnunar, yfirdýralæknir og eigandi Brúneggja ehf.

Kastljósið hefur boðað frekari umfjöllun um málið á næstunni. 

Sjá umfjöllun á vef ruv.is

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra
Fréttir 19. janúar 2022

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra

Rangárþing ytra efndi nýlega til slagorðakeppnis um slagorð fyrir sveitarfélagið...

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar
Fréttir 19. janúar 2022

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar

Samningur um smíði á 1.100 fermetra viðbyggingu við Flug­stöðina á Akureyri var ...

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár
Fréttir 19. janúar 2022

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár

Hjalti Pálsson frá Hofi, ritstjóri og aðalhöfundur Byggðasögu Skagafjarðar, skil...

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi
Fréttir 19. janúar 2022

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað starfshóp um raforkuöryggi....

Ný reglugerð um velferð alifugla
Fréttir 19. janúar 2022

Ný reglugerð um velferð alifugla

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um velferð alifu...

Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir
Fréttir 18. janúar 2022

Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir

Gengið var frá kaupsamningi undir lok síðasta árs um jörðina Kálfaströnd (Kálfas...

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins
Fréttir 18. janúar 2022

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins

Það hefur vakið athygli að Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps, h...