Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Eggjaframleiðandi sakaður um að blekkja neytendur
Mynd / Vefsíða ruv.is
Fréttir 28. nóvember 2016

Eggjaframleiðandi sakaður um að blekkja neytendur

Höfundur: TB

Í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í kvöld var fjallað um málefni eggjaframleiðandans Brúneggja ehf. sem hefur í áranna rás látið undir höfuð leggjast að bregðast við ítrekuðum athugasemdum Matvælastofnunar um reksturinn. Eigendur fyrirtækisins hafa ekki farið eftir reglum um fjölda hænsna á hvern fermeter og ekki sinnt úrbótum á aðbúnaði fyrr en eftir harðar þvingunaraðgerðir Matvælastofnunar sem meðal annars fólu í sér dagsektir og hótanir um vörslusviptingu.

Auk þess hafa Brúnegg ehf. notað merki vistvæns landbúnaðar þrátt fyrir að reglugerð um merkið hafi verið numin úr gildi fyrir rúmu ári síðan. Undir yfirskini vistvænnar framleiðslu, þar sem fólki er talin trú um að velferð varphænsnanna sé tryggð, virðast neytendur hafa verið blekktir um árabil.

Athygli vekur að mál Brúneggja ehf. rekur sögu sína allt að tíu ár aftur í tímann. Í Kastljósþættinum kom fram að úrræði Matvælastofnunar hafi ekki verið skilvirk og að auki hafi ráðuneyti landbúnaðarmála vitað um brotalamir í rekstri búa Brúneggja ehf. en lítið verið aðhafst.

Í þættinum voru málsaðilar teknir tali, m.a. forstjóri Matvælastofnunar, yfirdýralæknir og eigandi Brúneggja ehf.

Kastljósið hefur boðað frekari umfjöllun um málið á næstunni. 

Sjá umfjöllun á vef ruv.is

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...

Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu
Fréttir 29. nóvember 2024

Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu

Sveitarfélagið Ölfus hefur auglýst nýtt deiliskipulag fyrir lóðina Laxabraut 31 ...

Kjúklingar aftur í Grindavík
Fréttir 29. nóvember 2024

Kjúklingar aftur í Grindavík

Reykjagarður hf. hefur endurvakið kjúklingarækt í Grindavík eftir ellefu mánaða ...

Svissnesk ferðaþjónusta við Hengifoss
Fréttir 28. nóvember 2024

Svissnesk ferðaþjónusta við Hengifoss

Svissneska parið Isabelle og Steff Felix komu í Fljótsdalinn snemma árs 2022 og ...