Lagt er til að Fiskistofa hefji tilraunir með notkun myndavélakerfa til eftirlits, bæði um borð í skipum og í höfnum og að huga verði að fleiri tækninýjungum sem gætu sparað kostnað og styrkt eftirlitið til lengdar.
Lagt er til að Fiskistofa hefji tilraunir með notkun myndavélakerfa til eftirlits, bæði um borð í skipum og í höfnum og að huga verði að fleiri tækninýjungum sem gætu sparað kostnað og styrkt eftirlitið til lengdar.
Mynd / VH
Fréttir 11. ágúst

Eftirlit með fiskveiðiauðlindinni

Höfundur: Vilmundur Hansen
Verkefnastjórn um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur afhent sjávarútvegs- og land­búnaðarráðherra lokaskýrslu sína. Í skýrslunni er meðal annars lagt til að Fiskistofa fái heimildir til að leggja á stjórnvaldssektir vegna meiri háttar brota gegn fiskveiði­­löggjöfinni.
 
Ráðherra skipaði verkefna­stjórnina í mars 2019 til þess að fjalla um þær athugasemdir og ábend­ingar sem komu fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá því í desember 2018 um eftirlit Fiskistofu og gera tillögur um úrbætur í rekstri Fiskistofu einkum er varðar verklag og áherslur er snúa að eftirlitshlutverki hennar. 
 
Enn fremur var verkefnastjórninni falið að leggja mat á fjárþörf Fiskistofu til að hún geti sinnt hlutverki sínu samkvæmt lögum og að lokum að setja fram ábendingar um nauðsynlegar breytingar á lögum og stjórnvaldsfyrirmælum sem varða hlutverk og viðfangsefni stofnunarinnar til að tryggja skil­virkni í störfum hennar.
 
Niðurstöður verkefnastjórnar
 
Nokkrar af helstu tillögum sem fram koma í skýrslu verkefnastjórnarinnar eru að Fiskistofa fái heimildir til að leggja á stjórnvaldssektir vegna meiri háttar brota gegn fisk­veiðilöggjöfinni.
 
Landhelgisgæslu Íslands verði falið aukið hlutverk við framkvæmd sjóeftirlits en að Fiskistofa fari með stjórnsýsluþátt verkefnisins og beri ábyrgð á áhættustýringu þess að höfðu samráði við Landhelgis­gæsluna. Skilgreind verði ábyrgð og verkefnaskipting Fiskistofu og Landhelgis­gæslu við sjóeftirlit.
Að innleidd verði áhættustýring og áhættustefna við sjóeftirlit og vigtun sjávarafla og að gerðar verði auknar kröfur um búnað sem nýtist við eftirlit með endur- og heimavigtun sjávarafla.
 
Lagt er til að Fiskistofa hefji tilraunir með notkun myndavélakerfa til eftirlits, bæði um borð í skipum og í höfnum og að huga verði að fleiri tækninýjungum sem gætu sparað kostnað og styrkt eftirlitið til lengdar.
 
Stefna ber að aukinni samvinnu Fiskistofu og greinarinnar um nýtingu þeirra upplýsinga sem safnað er í þeim hátæknikerfum sem íslensk sjávarútvegsfyrirtæki eru búin. Að komið verði á einu heildstæðu viður­lagakerfi við brotum gegn fiskveiðilöggjöfinni þannig að ávallt séu allar sömu heimildir til staðar til að bregðast við hvers kyns brotum á sem virkastan hátt og lagðar eru fram tillögur um breytta skilgreiningu á tengdum aðilum.
 
Fjárþörf fiskistofu
 
Í skýrslunni segir að eftir að verkefnastjórnin hafi kannað skiptingu útgjalda Fiskistofu á einstök verkefni og í ljósi þeirra tillagna og ábendinga um breytt verklag og hugsanlegan flutning verkefna til annarra stofnana, sem koma fram í skýrslunni, telur verkefnastjórnin heppilegast að bíða með að leggja mat á fjárþörf Fiskistofu þar til ákvörðun stjórnvalda um tillögurnar liggja fyrir. 
 
Fulltrúar allra þingflokka í samráðshópi
 
Í verkefnastjórninni áttu sæti Sig­urður Þórðarson, fyrrverandi ríkis­endurskoðandi, formaður, Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, Hulda Árnadóttir lög­maður, Oddný Guðbjörg Harðar­dóttir alþingis­maður og Brynhildur Benediktsdóttir, sér­fræð­ingur í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.
 
Auk þess skipaði ráðherra samráðshóp til að styðja við starf verk­efnastjórnarinnar með fulltrúum allra þingflokka á Alþingi, stofnana og helstu hagaðila í sjávarútvegi til ráðgjafar um hvernig bæta megi eftirlit með nýtingu fiskveiðiauðlindarinnar.
Þátttakendur í tilraunaverkefni um heimaslátrun eru 35
Fréttir 18. september

Þátttakendur í tilraunaverkefni um heimaslátrun eru 35

Fyrir yfirstandandi sláturtíð var ákveðið að setja af stað tilraunaverkefni um h...

Ferðaþjónustustörfum í Mýrdalshreppi fjölgaði um 634% frá 2009 til 2019
Fréttir 18. september

Ferðaþjónustustörfum í Mýrdalshreppi fjölgaði um 634% frá 2009 til 2019

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) hefur látið gera greiningu á atvinnulífi...

Stefnuleysi ríkjandi um nýtingu á metangasi en samt er verið að stórauka framleiðsluna
Fréttir 17. september

Stefnuleysi ríkjandi um nýtingu á metangasi en samt er verið að stórauka framleiðsluna

Á Íslandi sem erlendis er metan (CH4) þekkt sem öruggur, umhverfisvænn og hagkvæ...

Mikil fækkun sauðfjár
Fréttir 17. september

Mikil fækkun sauðfjár

Samkvæmt tölum, sem teknar hafa verð saman um fjárfjölda í Grímsnes- og Grafning...

Norðlenska fær heimild til að dreifa gor á svæðinu
Fréttir 17. september

Norðlenska fær heimild til að dreifa gor á svæðinu

Sveitarstjórn Norðurþings hefur samþykkt að veita Norðlenska (sem nú er hluti af...

Búsæld hefur samþykkt sameiningar
Fréttir 17. september

Búsæld hefur samþykkt sameiningar

Samþykkt var á aðalfundi Búsældar ehf. að fela stjórn félagsins fullt og óskorað...

Sjálfbær og holl matvæli eru í forgrunni
Fréttir 16. september

Sjálfbær og holl matvæli eru í forgrunni

Á dögunum héldu Samtök nor­rænna bændasamtaka (NBC) stóran ársfund sinn sem að þ...

Aðsóknin aldrei verið meiri á Fræðasetur um forystufé
Fréttir 16. september

Aðsóknin aldrei verið meiri á Fræðasetur um forystufé

Aðsóknin að Fræðasetri um forystufé í Þistilfirði hefur aldrei verið meiri en í ...