Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Eðlilegt að búgreinin beri ábyrgð á ræktunarstarfinu
Fréttir 22. október 2014

Eðlilegt að búgreinin beri ábyrgð á ræktunarstarfinu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Viðræður standa yfir milli Landssambands kúabænda og Bændasamtaka Íslands um að LK kaupi Nautastöð BÍ að Hesti í Borgarfirði. Ekki er enn ljóst hvort af kaupunum verði en það skýrist fljótlega.

Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda, segir að viðræður um kaup LK á Nautastöð Bændasamtaka Íslands standi yfir en endanleg ákvörðun um kaupin hafi ekki enn verið tekin. „Frumkvæði að viðræðunum er komið frá okkur og Bændasamtökin hafa líka sýnt málinu áhuga. LK vill að búgreinin taki stöðina yfir og beri þannig sjálf ábyrgð á ræktunarstarfinu. Þannig er það hjá öðrum búgreinum og okkur finnst það sama eigi að gilda um nautgriparæktina.“

Ákvörðunar að vænta fljótlega

Að sögn Baldurs skýrist fljótlega hvort af kaupunum verður en stjórn BÍ mun væntanlega taka málið fyrir fljótlega og taka ákvörðun um áframhaldið.  Baldur segir að meðal annars sé ekki búið að semja um endanlegt verð enn.

20 til 30 naut til sæðistöku

Nautastöð Bændasamtaka Íslands er á Hesti í Borgarfirði. Á hverju ári eru keyptir um 70 smákálfar að Nautastöð BÍ að Hesti og úr hverjum árgangi koma 22 til 30 naut til sæðistöku, önnur eru felld vegna þess að þau þroskast ekki, stökkva ekki eða mæður þeirra falla í kynbótamati. Í stöðinni á Hesti eru 24 sæðisnautastíur, fjórar stíur fyrir uppeldið, sem geta tekið kálfa og svo einangrunarstöð sem tekur 12 kálfa. 

Árlega eru teknir á bilinu 120 til 170 sæðisskammtar úr nautum á stöðinni og rúmlega 50 þúsund eru sendir til frjótækna um allt land.

Aðstæður í stöðinni eru eins og best verður á kosið og hún uppfyllir kröfur Evrópusambandsins um útflutning á nautasæði. Starfsmenn stöðvarinnar eru tveir.

Áhugi fyrir útflutningi á nautgripasæði úr íslenskum nautum

„Landssambandi kúabænda berast á hverju ári fyrirspurnir um sæði úr íslenskum nautum erlendis frá og okkur langar til að skoða þann möguleika frekar og flytja út íslenskt nautgripasæði sé markaður fyrir það,“ segir Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda, að lokum.

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...