Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Dómsdagshvelfingin gæti verið okkar eina von
Fréttir 14. október 2014

Dómsdagshvelfingin gæti verið okkar eina von

Höfundur: Vilmundur Hansen

Um 10.000 afbrigði nytjaplantna frá um 100 löndum voru nýlega send til varðveislu í fræhvelfingunni á Svalbarða. Varðveisla erfðaefnis er gríðarlega mikilvægt til að tryggja fæðuöryggi í framtíðinni.

Í sendingunni er meðal annars að finna fjölda afbrigða af plöntum eins og hveiti, bygg, maís, jarðhnetum, ýmissa austurlenskra ávaxtaplantna og grænmetis frá Afríku. Í hvelfingunni eru fyrir fræ af um 850.000 afbrigðum plantna sem geyma í sér þúsunda ára ræktunarsögu.

Afbrigðin sem fara til geymslu núna eru meðal annars frá löndum Búlgaríu, Kólumbíu, Indland og Taívan.

Undanfarna áratugi hafa loftslagsbreytingar, eyðing búsvæða, ófriður, mengum og einræktun gert það að verkum að fjöldi ræktunarafbrigða hefur dregist saman og sum jafnvel dáið út. Frægeymslunni á Svalbarða, sem gengur undir nafninu Dómsdagshvelfingin, er ætlað að varðveita fágæta stofna nytjaplantna svo hægt sé að grípa til þeirra við kynbætur plantna í framtíðinni gerist þess þörf.
 

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...