Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Costco fái ekki að flytja inn ófrosið kjöt
Fréttir 3. júlí 2014

Costco fái ekki að flytja inn ófrosið kjöt

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson

Ekki stendur til að breyta lögum um bann við innflutning á hráu kjöti til að liðka fyrir komu smásölukeðjunnar Costco til Íslands.

Bandaríska smásölukeðjan Costco hefur áhuga á að opna stórverslun á Íslandi og hefur í því skyni átt fundi með fulltrúum úr stjórnsýslunni auk þess að senda fjölmörg erindi inn í mismunandi ráðuneyti.
Í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins í gær var fjallað um málefni fyrirtækisins og meðal annars sagt að heimildir væru fyrir því að Costco vildi fá undanþágu frá banni við innflutningi á hráu kjöti. Rætt var við Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sem sagði að hún gæti lítið tjáð sig um viðræðurnar sem væru á borði margra ráðuneyta. Hún sagði þó eftirfarandi: „Ég sé fyrir mér að við getum látið þetta ganga, það eru augljóslega atriði sem þarf að greiða úr en á meðan þeir sýna þessu eins mikinn áhuga og mér finnst þeir gera erum við á þessum enda tilbúin að gera það sem í okkar valdi stendur til að greiða úr þeim úrlausnarefnum sem fyrir hendi eru.“
Í samtali við Bændablaðið sagði Ragnheiður Elín að hún væri ekki að boða innflutning á hráu kjöti að kröfu Costco. „Það sem ég var að vísa til í þessu viðtali var einfaldlega það að til þess að af komu þessa fyrirtækis megi verða eru ákveðnir hlutir sem þeir óska eftir að við tökum til skoðunar. Ég vil ekki tjá mig um þau atriði sem ekki eru á mínu borði. Almennt er ég mjög hlynnt komu þessa fyrirtækis þegar við erum að horfa á samkeppni í verslun. Ég sé ekki fyrir mér að reglum verði breytt fyrir þetta fyrirtæki eingöngu. Ég er ekki að boða innflutning á hráu kjöti með orðum mínum heldur það að yrði af þessu myndi það leiða til aukinnar samkeppni og aukins vöruúrvals almennt í verslun.“

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...