Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Costco fái ekki að flytja inn ófrosið kjöt
Fréttir 3. júlí 2014

Costco fái ekki að flytja inn ófrosið kjöt

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson

Ekki stendur til að breyta lögum um bann við innflutning á hráu kjöti til að liðka fyrir komu smásölukeðjunnar Costco til Íslands.

Bandaríska smásölukeðjan Costco hefur áhuga á að opna stórverslun á Íslandi og hefur í því skyni átt fundi með fulltrúum úr stjórnsýslunni auk þess að senda fjölmörg erindi inn í mismunandi ráðuneyti.
Í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins í gær var fjallað um málefni fyrirtækisins og meðal annars sagt að heimildir væru fyrir því að Costco vildi fá undanþágu frá banni við innflutningi á hráu kjöti. Rætt var við Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sem sagði að hún gæti lítið tjáð sig um viðræðurnar sem væru á borði margra ráðuneyta. Hún sagði þó eftirfarandi: „Ég sé fyrir mér að við getum látið þetta ganga, það eru augljóslega atriði sem þarf að greiða úr en á meðan þeir sýna þessu eins mikinn áhuga og mér finnst þeir gera erum við á þessum enda tilbúin að gera það sem í okkar valdi stendur til að greiða úr þeim úrlausnarefnum sem fyrir hendi eru.“
Í samtali við Bændablaðið sagði Ragnheiður Elín að hún væri ekki að boða innflutning á hráu kjöti að kröfu Costco. „Það sem ég var að vísa til í þessu viðtali var einfaldlega það að til þess að af komu þessa fyrirtækis megi verða eru ákveðnir hlutir sem þeir óska eftir að við tökum til skoðunar. Ég vil ekki tjá mig um þau atriði sem ekki eru á mínu borði. Almennt er ég mjög hlynnt komu þessa fyrirtækis þegar við erum að horfa á samkeppni í verslun. Ég sé ekki fyrir mér að reglum verði breytt fyrir þetta fyrirtæki eingöngu. Ég er ekki að boða innflutning á hráu kjöti með orðum mínum heldur það að yrði af þessu myndi það leiða til aukinnar samkeppni og aukins vöruúrvals almennt í verslun.“

Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...