Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Costco fái ekki að flytja inn ófrosið kjöt
Fréttir 3. júlí 2014

Costco fái ekki að flytja inn ófrosið kjöt

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson

Ekki stendur til að breyta lögum um bann við innflutning á hráu kjöti til að liðka fyrir komu smásölukeðjunnar Costco til Íslands.

Bandaríska smásölukeðjan Costco hefur áhuga á að opna stórverslun á Íslandi og hefur í því skyni átt fundi með fulltrúum úr stjórnsýslunni auk þess að senda fjölmörg erindi inn í mismunandi ráðuneyti.
Í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins í gær var fjallað um málefni fyrirtækisins og meðal annars sagt að heimildir væru fyrir því að Costco vildi fá undanþágu frá banni við innflutningi á hráu kjöti. Rætt var við Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sem sagði að hún gæti lítið tjáð sig um viðræðurnar sem væru á borði margra ráðuneyta. Hún sagði þó eftirfarandi: „Ég sé fyrir mér að við getum látið þetta ganga, það eru augljóslega atriði sem þarf að greiða úr en á meðan þeir sýna þessu eins mikinn áhuga og mér finnst þeir gera erum við á þessum enda tilbúin að gera það sem í okkar valdi stendur til að greiða úr þeim úrlausnarefnum sem fyrir hendi eru.“
Í samtali við Bændablaðið sagði Ragnheiður Elín að hún væri ekki að boða innflutning á hráu kjöti að kröfu Costco. „Það sem ég var að vísa til í þessu viðtali var einfaldlega það að til þess að af komu þessa fyrirtækis megi verða eru ákveðnir hlutir sem þeir óska eftir að við tökum til skoðunar. Ég vil ekki tjá mig um þau atriði sem ekki eru á mínu borði. Almennt er ég mjög hlynnt komu þessa fyrirtækis þegar við erum að horfa á samkeppni í verslun. Ég sé ekki fyrir mér að reglum verði breytt fyrir þetta fyrirtæki eingöngu. Ég er ekki að boða innflutning á hráu kjöti með orðum mínum heldur það að yrði af þessu myndi það leiða til aukinnar samkeppni og aukins vöruúrvals almennt í verslun.“

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum
Fréttir 11. febrúar 2025

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum

Fyrir áramót bárust tvö mál inn á borð lögfræðinga Bændasamtaka Íslands þar sem ...

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS
Fréttir 11. febrúar 2025

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS

Kjötvinnslan Esja gæðafæði nær tvöfaldaði hagnað sinn milli áranna 2022 og 2023.

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest
Fréttir 10. febrúar 2025

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest

Mikil aukning var í framleiðslu og sölu á hrossakjöti og svínakjöti á síðasta ár...

Betri afkoma sauðfjárbúa
Fréttir 10. febrúar 2025

Betri afkoma sauðfjárbúa

Hagstofan greindi frá því á vef sínum fyrir skemmstu að afkoman í sauðfjárræktin...

Hver á Ísland?
Fréttir 7. febrúar 2025

Hver á Ísland?

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun stendur að átaksverkefni við að áætla eignarmörk ...

Niðurstöður viðhorfskönnunar áhyggjuefni
Fréttir 7. febrúar 2025

Niðurstöður viðhorfskönnunar áhyggjuefni

Meirihluti bænda telur stuðningskerfi landbúnaðar flókið en aðeins tæp 14% telja...

Ratcliffe er fjórði stærsti landeigandi Íslands
Fréttir 6. febrúar 2025

Ratcliffe er fjórði stærsti landeigandi Íslands

Hægt er að fá vísbendingar um eignasöfnun einstakra aðila á landi út frá landeig...

Garðyrkjubændur bíða eftir útspili stjórnvalda
Fréttir 6. febrúar 2025

Garðyrkjubændur bíða eftir útspili stjórnvalda

Miklar raforkuverðshækkanir á garðyrkjubændur í ylrækt nú um áramótin koma illa ...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f