Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Byggræktunarskápar vöktu athygli
Fréttir 17. júlí 2014

Byggræktunarskápar vöktu athygli

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Mikill áhugi virðist vera á ræktun bygggrass í sérstökum ræktunarklefum sem fyrirtækið Fóðurlausnir hefur verið að kynna að undanförnu. Greint var frá þessu í síðasta Bændablaði og var fyrirtækið með sýningarklefa á Landsmóti hestamanna á Hellu í síðustu viku.

Einars Nilsen, þjónustustjóri Fóðurlausna, segir að kornið sexfaldi þyngd sína á sex dögum við að láta það spíra í vatnsbaði og láta vaxa upp af því bygggras. „Þá tólffaldast næringargildið á sama tíma í samspili raka, hitastigs og ljóss.“ Samkvæmt þessu ætti að vera augljós ávinningur hjá bændum sem þurfa að nota korn m.a. við mjólkurframleiðslu að margfalda ávinninginn af kornnotkuninni. Þá segir Einar að sauðfjárbændur hafi einnig sýnt þessari aðferð mikinn áhuga.

Í ræktunarskápunum er vaxtarferlinu stýrt við nákvæmt hita og rakastig auk lýsingar. Skáparnir eru þannig hannaðir að þeir eiga að vera algjörlega óháðir lofthitanum úti. Er ræktunarskápurinn sem kynntur var á hellu hannaður fyrir aðstæður í Alaska og á að virka þó hann standi úti í allt að 40 stiga frosti. Allur frágangur skápanna er miðaður við að þeir geti staðið undir berum himni. Við skápana þarf síðan einungis að tengja rafmagn og garðslöngu fyrir vatnið. Afköst á skáp eins og þarna var sýndur eru að meðaltali 50 kg af ferskfóðri á dag, eða 300 kg á sex daga vaxtartíma. Skáparnir eru síðan til í ýmsum stærðum.

Hugmyndin á bak við Fodder Solutions er áströlsk en búið er að setja upp samsetningarfyrirtæki í Bandaríkjunum. Þurrt kornið er einfaldlega sett á sérstaka bakka sem fara í ræktunarskápinn. Eftir sex daga kemur út um 8 kg grasmotta með rótum. Þar sem þetta er ræktað í vatnsbaði eru engin jarðvegsefni með þessu þannig að kýr og sauðfé geta étið grasmotturnar upp til agna.

Viðtökur framar björtustu vonum

„Bændur sem eru að gefa bygg geta sexfaldað þyngdina á fóðrinu með þessu móti og búið til ferskt fóður sem er margfalt næringarríkara og mun auðmeltara en hreint bygg. Þannig ná menn hámarksafköstum út úr bygginu.“

– En hvernig hafa bændur tekið þessari nýjung?
„Viðtökurnar hafa verið framar björtustu vonum. Hér á sýningunni er búið að handsala tveim samningum. Hugmyndin hjá okkur er síðan að fara hring um landið og sýna þennan búnað. Þá stefnum við á að byrja í Skagafirði og fara norður í Fljót, þar sem snjóaði á dögunum.
Það hafa komið til okkar kúabændur að skoða þetta og líka fjárbændur. Einn fjárbóndi taldi sig t.d. aðeins þurfa að auka fallþungann hjá sér um eitt kíló fyrir slátrun til að greiða upp slíka einingu á tveim árum,“ sagði Einar. Taldi hann að fyrir kúabónda gæti svona kerfi verið að borga sig upp á 12 til 18 mánuðum og þá ef litið væri einungis til þess að bóndinn gæti helmingað kjarnfóðurkostnað sinn.

3 myndir:

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...

Skeljungur kaupir Búvís
Fréttir 25. september 2023

Skeljungur kaupir Búvís

Samningar hafa tekist um kaup Skeljungs á öllu hlutafé í Búvís. Bæði fyrirtækin ...

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins
Fréttir 22. september 2023

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins

Heimildamyndin Konungur fjallanna var frumsýnd 12. september í Bíóhúsinu á Selfo...

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi
Fréttir 22. september 2023

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi

Nú í haust verða íslenskar sauðfjárafurðir af vel grónu og sjálfbæru beitilandi ...

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum
Fréttir 21. september 2023

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum

Laugardaginn 2. september var réttað í Ljárskógarétt í Dölum, rétt norðan Búðard...