Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Berglind Ósk Óðinsdóttir starfsmannastjóri og ábyrgðarmaður í fóðrun hjá RML og Hanna Dögg Maronsdóttir, sölu- og markaðsstjóra Bústólpa.
Berglind Ósk Óðinsdóttir starfsmannastjóri og ábyrgðarmaður í fóðrun hjá RML og Hanna Dögg Maronsdóttir, sölu- og markaðsstjóra Bústólpa.
Fréttir 11. ágúst 2016

Bústólpi og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins í áframhaldandi samstarf

Bústólpi og RML hafa endurnýjað samkomulag sitt um gerð fóðuráætlana í haust og ráðgjöf til bænda.

Í tilkynningu Bústólpa kemur fram að með samkomulaginu hyggist Bústólpi bjóða áfram sínum tryggu fóðurkaupendum upp á fría grunnþjónustu við fóðuráætlanagerð sem felst í töku heysýna, efnagreiningu og gerð fóðuráætlunar. „Fóðurráðgjafar RML munu annast alla framkvæmdina frá töku sýna til fóðuráætlunar og verða þannig í beinum samskiptum við bændur. Í ár munum við auka þjónustuna enn frekar með því að bjóða upp á heimsókn ráðgjafa RML til viðskiptavinar, eftir að fóðuráætlunin hefur verið gerð,“ segir í tilkynningunni.

Haft er eftir Hönnu Dögg Maronsdóttur, sölu- og markaðsstjóra Bústólpa, að samstarfið hafi gengið mjög vel síðastliðið haust og mikil ánægja hafi verið meðal viðskiptavina Bústólpa með þessa auknu þjónustu . „Við erum því afar ánægð með áframhaldandi samstarf við RML um fóðurráðgjöf til viðskiptavina okkar,“ segir Hanna Dögg.

„Hjá RML er að finna víðtæka þekkingu á fóðrun íslenskra gripa. RML hefur byggt upp öflugt starf á sviði fóðurráðgjafar og hafa ráðunautar þeirra víðtæka þekkingu og reynslu á því sviði og þá sérstaklega fóðurráðgjafar til kúabænda. Við fóðuráætlanagerð er stuðst við samnorræna fóðurmatskerfið NorFor ásamt sérhæfðum forritum. Það veitir RML forskot í sérhæfðri og fyrsta flokks ráðgjöf til íslenskra bænda.

Það er mikilvægt fyrir bændur að þekkja sitt gróffóður vel til að hámarka afurðir og lágmarka um leið kostnað við fóðrun og munum við að sjálfsögðu leiðbeina okkar bændum áfram eins og áður ef leitað er til okkar beint“ segir Hanna Dögg.

Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...