Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Berglind Ósk Óðinsdóttir starfsmannastjóri og ábyrgðarmaður í fóðrun hjá RML og Hanna Dögg Maronsdóttir, sölu- og markaðsstjóra Bústólpa.
Berglind Ósk Óðinsdóttir starfsmannastjóri og ábyrgðarmaður í fóðrun hjá RML og Hanna Dögg Maronsdóttir, sölu- og markaðsstjóra Bústólpa.
Fréttir 11. ágúst 2016

Bústólpi og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins í áframhaldandi samstarf

Bústólpi og RML hafa endurnýjað samkomulag sitt um gerð fóðuráætlana í haust og ráðgjöf til bænda.

Í tilkynningu Bústólpa kemur fram að með samkomulaginu hyggist Bústólpi bjóða áfram sínum tryggu fóðurkaupendum upp á fría grunnþjónustu við fóðuráætlanagerð sem felst í töku heysýna, efnagreiningu og gerð fóðuráætlunar. „Fóðurráðgjafar RML munu annast alla framkvæmdina frá töku sýna til fóðuráætlunar og verða þannig í beinum samskiptum við bændur. Í ár munum við auka þjónustuna enn frekar með því að bjóða upp á heimsókn ráðgjafa RML til viðskiptavinar, eftir að fóðuráætlunin hefur verið gerð,“ segir í tilkynningunni.

Haft er eftir Hönnu Dögg Maronsdóttur, sölu- og markaðsstjóra Bústólpa, að samstarfið hafi gengið mjög vel síðastliðið haust og mikil ánægja hafi verið meðal viðskiptavina Bústólpa með þessa auknu þjónustu . „Við erum því afar ánægð með áframhaldandi samstarf við RML um fóðurráðgjöf til viðskiptavina okkar,“ segir Hanna Dögg.

„Hjá RML er að finna víðtæka þekkingu á fóðrun íslenskra gripa. RML hefur byggt upp öflugt starf á sviði fóðurráðgjafar og hafa ráðunautar þeirra víðtæka þekkingu og reynslu á því sviði og þá sérstaklega fóðurráðgjafar til kúabænda. Við fóðuráætlanagerð er stuðst við samnorræna fóðurmatskerfið NorFor ásamt sérhæfðum forritum. Það veitir RML forskot í sérhæfðri og fyrsta flokks ráðgjöf til íslenskra bænda.

Það er mikilvægt fyrir bændur að þekkja sitt gróffóður vel til að hámarka afurðir og lágmarka um leið kostnað við fóðrun og munum við að sjálfsögðu leiðbeina okkar bændum áfram eins og áður ef leitað er til okkar beint“ segir Hanna Dögg.

Vænn valkostur fyrir bændur og loftslagsbókhald Íslands
Fréttir 16. júní 2025

Vænn valkostur fyrir bændur og loftslagsbókhald Íslands

Raunhæfir kostir til lífgasframleiðslu gætu skilað á bilinu 3-5% af markmiðum Ís...

Frárennsli á við fjórfalt rennsli Elliðaáa
Fréttir 16. júní 2025

Frárennsli á við fjórfalt rennsli Elliðaáa

Matvælastofnun hefur unnið tillögu að rekstrarleyfi fyrir Samherja fiskeldi ehf....

Úthlutað úr Matvælasjóði
Fréttir 16. júní 2025

Úthlutað úr Matvælasjóði

Fjörutíu verkefni hlutu styrk úr Matvælasjóði á dögunum. Hanna Katrín Friðriksso...

Nautakjöt og egg hækka mikið í verði
Fréttir 13. júní 2025

Nautakjöt og egg hækka mikið í verði

Samkvæmt verðlagseftirliti ASÍ hefur verðlag á matvöru almennt hækkað ört á síðu...

Bændur sem kusu Trump sitja nú í súpunni
Fréttir 13. júní 2025

Bændur sem kusu Trump sitja nú í súpunni

Enginn deilir um það að Donald Trump vann kosningasigur í nóvember 2024 í flestu...

Vorhretið vægara en í fyrra
Fréttir 13. júní 2025

Vorhretið vægara en í fyrra

Tjón varð víða á Norðurlandi í norðanáhlaupi í byrjun júní. Annað árið í röð þur...

Framleiðsluvirði landbúnaðarins jókst um 4% árið 2024
Fréttir 13. júní 2025

Framleiðsluvirði landbúnaðarins jókst um 4% árið 2024

Heildarframleiðsluvirði landbúnaðarins árið 2024 er áætlað 93 milljarðar sem er ...

Heimsmet í skráningum
Fréttir 12. júní 2025

Heimsmet í skráningum

Hið árlega Reykjavíkurmeistaramót Fáks fer fram nú í vikunni í Víðidalnum. Þetta...