Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Berglind Ósk Óðinsdóttir starfsmannastjóri og ábyrgðarmaður í fóðrun hjá RML og Hanna Dögg Maronsdóttir, sölu- og markaðsstjóra Bústólpa.
Berglind Ósk Óðinsdóttir starfsmannastjóri og ábyrgðarmaður í fóðrun hjá RML og Hanna Dögg Maronsdóttir, sölu- og markaðsstjóra Bústólpa.
Fréttir 11. ágúst 2016

Bústólpi og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins í áframhaldandi samstarf

Bústólpi og RML hafa endurnýjað samkomulag sitt um gerð fóðuráætlana í haust og ráðgjöf til bænda.

Í tilkynningu Bústólpa kemur fram að með samkomulaginu hyggist Bústólpi bjóða áfram sínum tryggu fóðurkaupendum upp á fría grunnþjónustu við fóðuráætlanagerð sem felst í töku heysýna, efnagreiningu og gerð fóðuráætlunar. „Fóðurráðgjafar RML munu annast alla framkvæmdina frá töku sýna til fóðuráætlunar og verða þannig í beinum samskiptum við bændur. Í ár munum við auka þjónustuna enn frekar með því að bjóða upp á heimsókn ráðgjafa RML til viðskiptavinar, eftir að fóðuráætlunin hefur verið gerð,“ segir í tilkynningunni.

Haft er eftir Hönnu Dögg Maronsdóttur, sölu- og markaðsstjóra Bústólpa, að samstarfið hafi gengið mjög vel síðastliðið haust og mikil ánægja hafi verið meðal viðskiptavina Bústólpa með þessa auknu þjónustu . „Við erum því afar ánægð með áframhaldandi samstarf við RML um fóðurráðgjöf til viðskiptavina okkar,“ segir Hanna Dögg.

„Hjá RML er að finna víðtæka þekkingu á fóðrun íslenskra gripa. RML hefur byggt upp öflugt starf á sviði fóðurráðgjafar og hafa ráðunautar þeirra víðtæka þekkingu og reynslu á því sviði og þá sérstaklega fóðurráðgjafar til kúabænda. Við fóðuráætlanagerð er stuðst við samnorræna fóðurmatskerfið NorFor ásamt sérhæfðum forritum. Það veitir RML forskot í sérhæfðri og fyrsta flokks ráðgjöf til íslenskra bænda.

Það er mikilvægt fyrir bændur að þekkja sitt gróffóður vel til að hámarka afurðir og lágmarka um leið kostnað við fóðrun og munum við að sjálfsögðu leiðbeina okkar bændum áfram eins og áður ef leitað er til okkar beint“ segir Hanna Dögg.

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn
Fréttir 24. nóvember 2021

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn

Fyrirtækið Ver lausnir í Garðabæ hefur verið að vinna að athyglisverðu verkefni ...

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts
Fréttir 24. nóvember 2021

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts

Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. ...

Lindarbrekka í Berufirði komin með sláturleyfi  en ætlar ekki að nýta það í ár
Fréttir 24. nóvember 2021

Lindarbrekka í Berufirði komin með sláturleyfi en ætlar ekki að nýta það í ár

Á tveimur sauðfjárbúum hefur nú í haust verið slátrað samkvæmt nýlegri reglugerð...