Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Berglind Ósk Óðinsdóttir starfsmannastjóri og ábyrgðarmaður í fóðrun hjá RML og Hanna Dögg Maronsdóttir, sölu- og markaðsstjóra Bústólpa.
Berglind Ósk Óðinsdóttir starfsmannastjóri og ábyrgðarmaður í fóðrun hjá RML og Hanna Dögg Maronsdóttir, sölu- og markaðsstjóra Bústólpa.
Fréttir 11. ágúst 2016

Bústólpi og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins í áframhaldandi samstarf

Bústólpi og RML hafa endurnýjað samkomulag sitt um gerð fóðuráætlana í haust og ráðgjöf til bænda.

Í tilkynningu Bústólpa kemur fram að með samkomulaginu hyggist Bústólpi bjóða áfram sínum tryggu fóðurkaupendum upp á fría grunnþjónustu við fóðuráætlanagerð sem felst í töku heysýna, efnagreiningu og gerð fóðuráætlunar. „Fóðurráðgjafar RML munu annast alla framkvæmdina frá töku sýna til fóðuráætlunar og verða þannig í beinum samskiptum við bændur. Í ár munum við auka þjónustuna enn frekar með því að bjóða upp á heimsókn ráðgjafa RML til viðskiptavinar, eftir að fóðuráætlunin hefur verið gerð,“ segir í tilkynningunni.

Haft er eftir Hönnu Dögg Maronsdóttur, sölu- og markaðsstjóra Bústólpa, að samstarfið hafi gengið mjög vel síðastliðið haust og mikil ánægja hafi verið meðal viðskiptavina Bústólpa með þessa auknu þjónustu . „Við erum því afar ánægð með áframhaldandi samstarf við RML um fóðurráðgjöf til viðskiptavina okkar,“ segir Hanna Dögg.

„Hjá RML er að finna víðtæka þekkingu á fóðrun íslenskra gripa. RML hefur byggt upp öflugt starf á sviði fóðurráðgjafar og hafa ráðunautar þeirra víðtæka þekkingu og reynslu á því sviði og þá sérstaklega fóðurráðgjafar til kúabænda. Við fóðuráætlanagerð er stuðst við samnorræna fóðurmatskerfið NorFor ásamt sérhæfðum forritum. Það veitir RML forskot í sérhæfðri og fyrsta flokks ráðgjöf til íslenskra bænda.

Það er mikilvægt fyrir bændur að þekkja sitt gróffóður vel til að hámarka afurðir og lágmarka um leið kostnað við fóðrun og munum við að sjálfsögðu leiðbeina okkar bændum áfram eins og áður ef leitað er til okkar beint“ segir Hanna Dögg.

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...