Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Búnaðarþing 2015 sett í Hörpunni sunnudaginn 1. mars
Fréttir 26. febrúar 2015

Búnaðarþing 2015 sett í Hörpunni sunnudaginn 1. mars

Höfundur: Vilmundur Hansen

Bændasamtök Íslands blása til Búnaðarþings sunnudaginn 1. mars undir merkjum opins landbúnaðar. Verður setning þingsins haldin í salnum Silfurbergi Hörpunni eins og gert var á síðasta ári.

Við setningu Búnaðarþings 2014 var sett aðsóknarmet í Hörpuna en samhliða setningu þingsins var matarmarkaður Búrsins haldinn í Hörpunni auk tækjasýningar. Svo verður einnig núna.
Á laugardeginum fer fram úrslitakeppni í kokkakeppni Food & Fun í Norðurljósasalnum frá klukkan 13.00 til 16.00 og alla helgina verður stærsti matarmarkaður landsins á jarðhæð Hörpunnar, Vetrarmarkaður Búrsins, þar sem ýmsir smáframleiðendur bjóða fram sínar vörur.

Á sama tíma verður ýmislegt um að vera í og við húsið. Vélasalar sýna dráttarvélar og fleiri nýjungar, Landbúnaðarháskóli Íslands kynnir spennandi námsleiðir, hamborgarabíllinn Tuddinn verður á sínum stað og sauðfjárbændur og Meistarafélag kjötiðnaðarmanna mæta með grillvagninn á sunnu­deginum. Dagskrá Búnaðarþings er eftirfarandi:

Sunnudagur 1. mars
12.10 Hádegishressing í Hörpu
12.50 Setningarathöfn í Hörpu
15.30 Afhending fundargagna á Hótel Sögu
16.00 Fundur í Búnaðarþingi
Kosning embættis­manna, kjörbréfa­nefndar og starfsnefnda
Mál lögð fram og vísað til nefnda

Mánudagur 2. mars
08.00 Fundir í starfsnefndum
10.00 Fundur í Búnaðarþingi
Skýrslur formanns og framkvæmdastjóra BÍ
Ávarp sjávar­útvegs- og landbún­aðar­ráð­herra
Almennar umræður
13.00 Fundur í Búnaðarþingi
um málefni Hótels Sögu (lokaður fundur)
15.00 Almennar umræður,
framhald
16.00 Fundir í starfsnefndum

Þriðjudagur 3. mars
08.00 Fundir í starfsnefndum
12.00 Ársfundur Lífeyrissjóðs bænda
13.00 Fundur í Búnaðarþingi
Skýrsla Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins
Afgreiðsla mála
16.00 Fundir í starfsnefndum

Miðvikudagur 4. mars
08.00 Fundir í starfsnefndum
10.30 Fundur í Búnaðarþingi
Afgreiðsla mála
Fundir í starfsnefndum eftir þörfum
Kosningar og þingslit.

Embluverðlaununum frestað fram í júní
Fréttir 26. janúar 2022

Embluverðlaununum frestað fram í júní

Vegna kórónuveirufaraldursins hefur verkefnastjórn norrænu matvælaverðlaunanna E...

Lagt til að 700 milljóna króna stuðningur fari í niðurgreiðslu á hverju keyptu tonni
Fréttir 26. janúar 2022

Lagt til að 700 milljóna króna stuðningur fari í niðurgreiðslu á hverju keyptu tonni

Í fjárlögum ársins 2022 er gert ráð fyrir 700 milljóna króna stuðningi við bændu...

Tritrichomonas greindist í ketti
Fréttir 26. janúar 2022

Tritrichomonas greindist í ketti

Sníkjudýrið Tritrichomonas foetus greindist nýverið í fyrsta sinn á Íslandi, í s...

Fjallalax fær rekstrarleyfi vegna fiskeldis
Fréttir 26. janúar 2022

Fjallalax fær rekstrarleyfi vegna fiskeldis

Matvælastofnun hefur veitt Fjallalax ehf. rekstrarleyfi til fiskeldis að Hallkel...

DEUTZE-FAHR lagt á 12 glerflöskur
Fréttir 26. janúar 2022

DEUTZE-FAHR lagt á 12 glerflöskur

Í mars 2021 var sett heims­met með stórri fagurgrænni DEUTZE-FAHR TTV Warrior tö...

Endurbygging hefst í mars á hluta Snæfellsvegar
Fréttir 26. janúar 2022

Endurbygging hefst í mars á hluta Snæfellsvegar

Skrifað hefur verið undir samning um framkvæmd við Snæfellsveg, nr. 54, á milli ...

Fjögur félagasamtök styrkt til að hreinsa strandlengjuna
Fréttir 25. janúar 2022

Fjögur félagasamtök styrkt til að hreinsa strandlengjuna

Fjögur félagasamtök verða styrkt til verkefna sem lúta að hreinsun strandlengju ...

Riða greindist í skimunarsýni
Fréttir 25. janúar 2022

Riða greindist í skimunarsýni

Matvælastofnun barst fyrir skömmu tilkynning frá Tilraunastöð HÍ að Keldum um að...