Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Búnaðarþing 2015 sett í Hörpunni sunnudaginn 1. mars
Fréttir 26. febrúar 2015

Búnaðarþing 2015 sett í Hörpunni sunnudaginn 1. mars

Höfundur: Vilmundur Hansen

Bændasamtök Íslands blása til Búnaðarþings sunnudaginn 1. mars undir merkjum opins landbúnaðar. Verður setning þingsins haldin í salnum Silfurbergi Hörpunni eins og gert var á síðasta ári.

Við setningu Búnaðarþings 2014 var sett aðsóknarmet í Hörpuna en samhliða setningu þingsins var matarmarkaður Búrsins haldinn í Hörpunni auk tækjasýningar. Svo verður einnig núna.
Á laugardeginum fer fram úrslitakeppni í kokkakeppni Food & Fun í Norðurljósasalnum frá klukkan 13.00 til 16.00 og alla helgina verður stærsti matarmarkaður landsins á jarðhæð Hörpunnar, Vetrarmarkaður Búrsins, þar sem ýmsir smáframleiðendur bjóða fram sínar vörur.

Á sama tíma verður ýmislegt um að vera í og við húsið. Vélasalar sýna dráttarvélar og fleiri nýjungar, Landbúnaðarháskóli Íslands kynnir spennandi námsleiðir, hamborgarabíllinn Tuddinn verður á sínum stað og sauðfjárbændur og Meistarafélag kjötiðnaðarmanna mæta með grillvagninn á sunnu­deginum. Dagskrá Búnaðarþings er eftirfarandi:

Sunnudagur 1. mars
12.10 Hádegishressing í Hörpu
12.50 Setningarathöfn í Hörpu
15.30 Afhending fundargagna á Hótel Sögu
16.00 Fundur í Búnaðarþingi
Kosning embættis­manna, kjörbréfa­nefndar og starfsnefnda
Mál lögð fram og vísað til nefnda

Mánudagur 2. mars
08.00 Fundir í starfsnefndum
10.00 Fundur í Búnaðarþingi
Skýrslur formanns og framkvæmdastjóra BÍ
Ávarp sjávar­útvegs- og landbún­aðar­ráð­herra
Almennar umræður
13.00 Fundur í Búnaðarþingi
um málefni Hótels Sögu (lokaður fundur)
15.00 Almennar umræður,
framhald
16.00 Fundir í starfsnefndum

Þriðjudagur 3. mars
08.00 Fundir í starfsnefndum
12.00 Ársfundur Lífeyrissjóðs bænda
13.00 Fundur í Búnaðarþingi
Skýrsla Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins
Afgreiðsla mála
16.00 Fundir í starfsnefndum

Miðvikudagur 4. mars
08.00 Fundir í starfsnefndum
10.30 Fundur í Búnaðarþingi
Afgreiðsla mála
Fundir í starfsnefndum eftir þörfum
Kosningar og þingslit.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f