Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Búnaðarþing 2015 sett í Hörpunni sunnudaginn 1. mars
Fréttir 26. febrúar 2015

Búnaðarþing 2015 sett í Hörpunni sunnudaginn 1. mars

Höfundur: Vilmundur Hansen

Bændasamtök Íslands blása til Búnaðarþings sunnudaginn 1. mars undir merkjum opins landbúnaðar. Verður setning þingsins haldin í salnum Silfurbergi Hörpunni eins og gert var á síðasta ári.

Við setningu Búnaðarþings 2014 var sett aðsóknarmet í Hörpuna en samhliða setningu þingsins var matarmarkaður Búrsins haldinn í Hörpunni auk tækjasýningar. Svo verður einnig núna.
Á laugardeginum fer fram úrslitakeppni í kokkakeppni Food & Fun í Norðurljósasalnum frá klukkan 13.00 til 16.00 og alla helgina verður stærsti matarmarkaður landsins á jarðhæð Hörpunnar, Vetrarmarkaður Búrsins, þar sem ýmsir smáframleiðendur bjóða fram sínar vörur.

Á sama tíma verður ýmislegt um að vera í og við húsið. Vélasalar sýna dráttarvélar og fleiri nýjungar, Landbúnaðarháskóli Íslands kynnir spennandi námsleiðir, hamborgarabíllinn Tuddinn verður á sínum stað og sauðfjárbændur og Meistarafélag kjötiðnaðarmanna mæta með grillvagninn á sunnu­deginum. Dagskrá Búnaðarþings er eftirfarandi:

Sunnudagur 1. mars
12.10 Hádegishressing í Hörpu
12.50 Setningarathöfn í Hörpu
15.30 Afhending fundargagna á Hótel Sögu
16.00 Fundur í Búnaðarþingi
Kosning embættis­manna, kjörbréfa­nefndar og starfsnefnda
Mál lögð fram og vísað til nefnda

Mánudagur 2. mars
08.00 Fundir í starfsnefndum
10.00 Fundur í Búnaðarþingi
Skýrslur formanns og framkvæmdastjóra BÍ
Ávarp sjávar­útvegs- og landbún­aðar­ráð­herra
Almennar umræður
13.00 Fundur í Búnaðarþingi
um málefni Hótels Sögu (lokaður fundur)
15.00 Almennar umræður,
framhald
16.00 Fundir í starfsnefndum

Þriðjudagur 3. mars
08.00 Fundir í starfsnefndum
12.00 Ársfundur Lífeyrissjóðs bænda
13.00 Fundur í Búnaðarþingi
Skýrsla Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins
Afgreiðsla mála
16.00 Fundir í starfsnefndum

Miðvikudagur 4. mars
08.00 Fundir í starfsnefndum
10.30 Fundur í Búnaðarþingi
Afgreiðsla mála
Fundir í starfsnefndum eftir þörfum
Kosningar og þingslit.

Niðurgreiða sýningargjöld
Fréttir 23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Hrossaræktarfélag Hrunamanna mun niðurgreiða hluta sýningargjalda kynbótahrossa ...

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Bændur orðnir langþreyttir
23. október 2024

Bændur orðnir langþreyttir

Niðurgreiða sýningargjöld
23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Kjói
23. október 2024

Kjói

Þórdís Laufey
23. október 2024

Þórdís Laufey

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara
22. október 2024

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara