Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Útgjöld fjölskyldunnar á Karlsstöðum vegna lagfæringa á bifreiðum nema vel á aðra milljón króna eftir akstur á stuttum malarvegskafla í botni Berufjarðar, dekk springa, fjaðrabúnaður eyðileggst sem og lakk.
Útgjöld fjölskyldunnar á Karlsstöðum vegna lagfæringa á bifreiðum nema vel á aðra milljón króna eftir akstur á stuttum malarvegskafla í botni Berufjarðar, dekk springa, fjaðrabúnaður eyðileggst sem og lakk.
Mynd / Svavar Pétur Eysteinsson
Fréttir 20. júlí 2016

Brýnt að laga veginn áður meiri skaði hlýst af

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Ástandið á þessum vegarkafla er algjörlega óviðunandi og við munum halda ótrauð áfram að berjast fyrir úrbótum þar til eitthvað verður gert og hann lagaður. Sem stendur er allt í lás en það er brýnt að eitthvað verði gert svo ekki hljótist af meiri skaði en orðinn er,“ segir Svavar Pétur Eysteinsson á Karlsstöðum í Berufirði um stuttan vegkafla fyrir botni fjarðarins. Hann er tæplega 5 kílómetra langur og ómalbikaður, einungis möl „og ógeð“ eins og hann orðar það.

Svavar segir að síðast nú á mánudag hafi orðið alvarlegt slys á þessum vegkafla þegar Land Rover-bifreið valt og farþegar slösuðust umtalsvert. Um árin hafa orðið fjölmörg slys meðal annars af völdum útafaksturs á þessum vegkafla sem valdið hafa slysum á fólki og tjóni á bifreiðum.

Þrjóska og heimska banvæn blanda

Svavar segir að til hafi staðið í 18 ár að gera úrbætur á þessum kafla, en ekki tekist, „en þar fer saman þrjóska og heimska, sem er banvæn blanda og gerir að verkum að þetta vandræðaástand hefur verið viðvarandi hér um slóðir allan þennan tíma,“ segir hann og bætir við að samkvæmt nýjustu upplýsingum standi til að hefjast handa við lagfæringar á næsta ári og ljúka þeim árið 2018. „En það eru bara orð, sem þó vonandi standa,“ segir hann. Af og til er vegurinn heflaður en sækir í sama farið um leið og fer að rigna.

Ekki er að sögn Svavars við Vegagerðina að sakast í þessum efnum, þar á bæ segir hann menn sýna málinu skilning og vilja til að laga ástandið. Langvarandi deilur milli landeigenda og sveitarfélags um nýtt vegstæði hafa valið nær tveggja áratuga töfum á útbótum og þar standi hnífurinn í kúnni.

Rugl að tefja þetta ár eftir ár

„Það er bara rugl að tefja þetta mál ár eftir ár af því menn koma sér ekki saman um vegstæði fyrir nýjan veg. Það verður að laga þann sem fyrir er þar til hitt málið er í höfn,“ segir Svavar. Fjölskyldan fer um veginn svo til daglega og hefur orðið fyrir tjóni upp á vel á aðra milljón króna eftir akstur um hann, dekk springa, fjaðrabúnaður eyðileggst og lakk svo dæmi séu tekin. „Börnin okk­ar fara um þennan veg á hverjum virkum degi allt skólaárið og okkur er eðlilega annt um að þau komist klakklaust í sinn skóla, en það er alls ekki sjálfgefið þegar fara þarf um þennan veg,“ segir hann.

Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir
Fréttir 18. janúar 2022

Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir

Gengið var frá kaupsamningi undir lok síðasta árs um jörðina Kálfaströnd (Kálfas...

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins
Fréttir 18. janúar 2022

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins

Það hefur vakið athygli að Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps, h...

Áburðareftirlit Mast árið 2021
Fréttir 18. janúar 2022

Áburðareftirlit Mast árið 2021

Á árinu 2021 fluttu 24 fyrirtæki inn áburð og jarðvegsbætandi efni alls 368 tegu...

Endurnýja starfsleyfi Ísteka
Fréttir 18. janúar 2022

Endurnýja starfsleyfi Ísteka

Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um útgáfu á starfsleyfi Ísteka ehf. Í star...

Stórátak í riðuarfgerðagreiningum
Fréttir 18. janúar 2022

Stórátak í riðuarfgerðagreiningum

Mikil gerjun hefur átt sér stað á síðustu misserum í málum tengdum rannsóknum á ...

Mikil aukning í ræktun á vínviði og vínframleiðslu
Fréttir 18. janúar 2022

Mikil aukning í ræktun á vínviði og vínframleiðslu

Ræktun á vínviði og vínframleiðsla á Bretlandseyjum hefur aukist mikið undanfari...

Stjórnlaus skógareyðing
Fréttir 17. janúar 2022

Stjórnlaus skógareyðing

Þrátt fyrir allt tal stjórnvalda í Brasilíu um verndun skóga sýna loftmyndir að ...

Viðurkennd verndandi arfgerð gegn riðu finnst í sex einstaklingum
Fréttir 17. janúar 2022

Viðurkennd verndandi arfgerð gegn riðu finnst í sex einstaklingum

Sex einstaklingar fundust fyrir skemmstu með tiltekna verndandi arfgerð (ARR) ge...