Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Guðrún Stefánsdóttir kemur ný inn í stjórn Bændasamtakanna
Guðrún Stefánsdóttir kemur ný inn í stjórn Bændasamtakanna
Fréttir 19. júní 2014

Breyting á stjórn BÍ

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson

Breyting varð á stjórn Bændasamtakanna á síðasta stjórnarfundi sem haldinn var í Bændahöllinni í gær. Guðbjörg Jónsdóttir frá Læk í Flóahreppi sat þá sinn síðasta stjórnarfund en Guðbjörg hefur hætt búskap og samkvæmt samþykktum Bændasamtakanna geta einungis þeir einstaklingar og lögaðilar sem stunda búrekstur í atvinnuskyni eða til eigin nota átt aðild að samtökunum. Af þessum ástæðum víkur Guðbjörg nú úr stjórn. Bændablaðið þakkar Guðbjörgu fyrir hennar góðu störf og óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Guðrún Stefánsdóttir bóndi í Hlíðarendakoti í Fljótshlíð er varamaður Guðbjargar í stjórn Bændasamtakanna og tekur hún því sæti hennar. Því er meirihluti stjórnar eftir sem áður skipaður konum en aðrir stjórnarmenn eru Sindri Sigurgeirsson formaður, Einar Ófeigur Björnsson, Fanney Ólöf Lárusdóttir, Guðný Helga Björnsdóttir, Vigdís Sveinbjörnsdóttir og Þórhallur Bjarnason.

1 myndir:

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...