Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Guðrún Stefánsdóttir kemur ný inn í stjórn Bændasamtakanna
Guðrún Stefánsdóttir kemur ný inn í stjórn Bændasamtakanna
Fréttir 19. júní 2014

Breyting á stjórn BÍ

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson

Breyting varð á stjórn Bændasamtakanna á síðasta stjórnarfundi sem haldinn var í Bændahöllinni í gær. Guðbjörg Jónsdóttir frá Læk í Flóahreppi sat þá sinn síðasta stjórnarfund en Guðbjörg hefur hætt búskap og samkvæmt samþykktum Bændasamtakanna geta einungis þeir einstaklingar og lögaðilar sem stunda búrekstur í atvinnuskyni eða til eigin nota átt aðild að samtökunum. Af þessum ástæðum víkur Guðbjörg nú úr stjórn. Bændablaðið þakkar Guðbjörgu fyrir hennar góðu störf og óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Guðrún Stefánsdóttir bóndi í Hlíðarendakoti í Fljótshlíð er varamaður Guðbjargar í stjórn Bændasamtakanna og tekur hún því sæti hennar. Því er meirihluti stjórnar eftir sem áður skipaður konum en aðrir stjórnarmenn eru Sindri Sigurgeirsson formaður, Einar Ófeigur Björnsson, Fanney Ólöf Lárusdóttir, Guðný Helga Björnsdóttir, Vigdís Sveinbjörnsdóttir og Þórhallur Bjarnason.

1 myndir:

Óvissa um starfsemi BÍL
Fréttir 7. júní 2023

Óvissa um starfsemi BÍL

Aðalfundur Bandalags íslenskra leikfélaga (BÍL) lýsir yfir vonbrigðum með drátt ...

Vilja flytja út færeysk hross
Fréttir 6. júní 2023

Vilja flytja út færeysk hross

Til þess að bjarga færeyska hrossastofninum frá aldauða hefur komið til skoðunar...

Árlegt rit Sögufélags Eyfirðinga komið út
Fréttir 5. júní 2023

Árlegt rit Sögufélags Eyfirðinga komið út

Sögufélag Eyfirðinga var stofnað árið 1971 með það fyrir augum að safna, skipule...

Framtíð jarðvangs hangir á bláþræði
Fréttir 5. júní 2023

Framtíð jarðvangs hangir á bláþræði

Sveitarfélögin á Suðurlandi geta ekki rekið Kötlu jarðvang án þátttöku ríkisins ...

Enginn tannlæknir á Hvolsvelli lengur
Fréttir 5. júní 2023

Enginn tannlæknir á Hvolsvelli lengur

Íbúar á Hvolsvelli og í sveitunum þar í kring eru nú án tannlæknis.

Innlit í kjúklingabú
Fréttir 2. júní 2023

Innlit í kjúklingabú

Kjúklingabændurnir Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvar Guðni Ingimundarson á Vatns...

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda
Fréttir 2. júní 2023

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda

Sauðfjárbóndinn Jónas Þórólfsson og kjötiðnaðarmeistarinn Rúnar Ingi Guðjónsson ...

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...