Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Guðrún Stefánsdóttir kemur ný inn í stjórn Bændasamtakanna
Guðrún Stefánsdóttir kemur ný inn í stjórn Bændasamtakanna
Fréttir 19. júní 2014

Breyting á stjórn BÍ

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson

Breyting varð á stjórn Bændasamtakanna á síðasta stjórnarfundi sem haldinn var í Bændahöllinni í gær. Guðbjörg Jónsdóttir frá Læk í Flóahreppi sat þá sinn síðasta stjórnarfund en Guðbjörg hefur hætt búskap og samkvæmt samþykktum Bændasamtakanna geta einungis þeir einstaklingar og lögaðilar sem stunda búrekstur í atvinnuskyni eða til eigin nota átt aðild að samtökunum. Af þessum ástæðum víkur Guðbjörg nú úr stjórn. Bændablaðið þakkar Guðbjörgu fyrir hennar góðu störf og óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Guðrún Stefánsdóttir bóndi í Hlíðarendakoti í Fljótshlíð er varamaður Guðbjargar í stjórn Bændasamtakanna og tekur hún því sæti hennar. Því er meirihluti stjórnar eftir sem áður skipaður konum en aðrir stjórnarmenn eru Sindri Sigurgeirsson formaður, Einar Ófeigur Björnsson, Fanney Ólöf Lárusdóttir, Guðný Helga Björnsdóttir, Vigdís Sveinbjörnsdóttir og Þórhallur Bjarnason.

1 myndir:

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...