Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Guðrún Stefánsdóttir kemur ný inn í stjórn Bændasamtakanna
Guðrún Stefánsdóttir kemur ný inn í stjórn Bændasamtakanna
Fréttir 19. júní 2014

Breyting á stjórn BÍ

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson

Breyting varð á stjórn Bændasamtakanna á síðasta stjórnarfundi sem haldinn var í Bændahöllinni í gær. Guðbjörg Jónsdóttir frá Læk í Flóahreppi sat þá sinn síðasta stjórnarfund en Guðbjörg hefur hætt búskap og samkvæmt samþykktum Bændasamtakanna geta einungis þeir einstaklingar og lögaðilar sem stunda búrekstur í atvinnuskyni eða til eigin nota átt aðild að samtökunum. Af þessum ástæðum víkur Guðbjörg nú úr stjórn. Bændablaðið þakkar Guðbjörgu fyrir hennar góðu störf og óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Guðrún Stefánsdóttir bóndi í Hlíðarendakoti í Fljótshlíð er varamaður Guðbjargar í stjórn Bændasamtakanna og tekur hún því sæti hennar. Því er meirihluti stjórnar eftir sem áður skipaður konum en aðrir stjórnarmenn eru Sindri Sigurgeirsson formaður, Einar Ófeigur Björnsson, Fanney Ólöf Lárusdóttir, Guðný Helga Björnsdóttir, Vigdís Sveinbjörnsdóttir og Þórhallur Bjarnason.

1 myndir:

Íslenskir verðlaunahestar í útlöndum
Fréttir 4. desember 2023

Íslenskir verðlaunahestar í útlöndum

Sjö stóðhestar, fæddir á Íslandi en staðsettir erlendis, uppfylltu viðurkenningu...

Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum
Fréttir 4. desember 2023

Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum

Bændasamtök Íslands senda frá sér í næstu viku aðgerðaráætlun með umfjöllun um a...

Heitt vatn finnst á Ströndum
Fréttir 1. desember 2023

Heitt vatn finnst á Ströndum

Heitt vatn fannst nýlega við borun á Drangsnesi á Ströndum.

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki
Fréttir 1. desember 2023

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki

Tímamót eru í baráttunni gegn riðuveiki í sauðfé með nýrri nálgun stjórnvalda þa...

Birgðir kindakjöts aldrei minni
Fréttir 1. desember 2023

Birgðir kindakjöts aldrei minni

Birgðir kindakjöts í lok ágústmánaðar hafa aldrei verið minni en á þessu ári.

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið
Fréttir 30. nóvember 2023

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið

Í umræðum á Alþingi á mánudaginn um riðuveiki í sauðfé og bætur vegna niðurskurð...

Sala sýklalyfja dregst saman
Fréttir 30. nóvember 2023

Sala sýklalyfja dregst saman

Sala sýklalyfja fyrir búfé og eldisfiska í Evrópu dróst saman um 12,7% milli ára...

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið
Fréttir 30. nóvember 2023

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið

Í nýlegri skýrslu Ráðgjafar­miðstöðvar land­búnaðarins um rekstrarafkomu nautakj...