Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Breskar grænmetisætur æfar vegna nýs peningaseðils
Fréttir 22. desember 2016

Breskar grænmetisætur æfar vegna nýs peningaseðils

Höfundur: ehg / Nationen
Nýir peningaseðlar Stóra-Bretlands sem kynntir voru í september eru búnir til úr plasti sem hafa agnir af dýrafitu í sér. 
 
Nú krefjast breskar grænmetisætur þess að peningarnir verði innkallaðir og nýir búnir til. Hinn nýi fimm punda seðill, sem var fyrstur kynntur til leiks, er búinn til úr polymer, sem er ákveðin tegund af plasti og eru breskar grænmetisætur æfar vegna þessa.
 
Á næsta ári á nýr tíu punda seðill að líta dagsins ljós og árið 2020 kemur nýr 20 punda seðill á markað úr sama efni. Hugsunin á bakvið það að nota polymer er meðal annars að efnið er sterkara en pappír, þolir vatn og því þarf ekki að skipta seðlunum jafnoft út.
 
 Þrátt fyrir að hönnunin á nýju seðlunum hafi verið tekið vel eru ekki allir jafn glaðir með þá því þeir innihalda örlítið brot af dýratólg sem margar grænmetisætur þar í landi geta ekki sætt sig við. Er nú svo komið að undirskriftarlisti þar sem breski seðlabankinn er beðinn um að fjarlæga tólg úr seðlunum hefur farið sem eldur í sinu í Bretlandi og um 130 þúsund manns skrifað undir. 
 
Margar grænmetisætur segja einnig að þær muni neita að nota eða taka við nýju seðlunum þegar þeir koma verði ekki gerðar breytingar á. Ráðamenn breska seðlabankans taka þessum ábendingum alvarlega og líta nú á hugsanlegar lausnir í málinu. 
Sjálfbærninám á háskólastigi
Fréttir 12. júní 2024

Sjálfbærninám á háskólastigi

Fulltrúar Háskóla Íslands (HÍ) og Hallormsstaðaskóla hafa staðfest samstarfssamn...

Ætla að virkja sólargeisla og senda til jarðarinnar
Fréttir 11. júní 2024

Ætla að virkja sólargeisla og senda til jarðarinnar

Íslenska loftslagsfyrirtækið Transition Labs er komið í samstarf við breska fyri...

Gjaldskráin einfölduð
Fréttir 11. júní 2024

Gjaldskráin einfölduð

Matvælaráðherra hefur undirritað nýja gjaldskrá fyrir eftirlit og önnur gjaldsky...

Staða sníkjuormasýkinga metin
Fréttir 10. júní 2024

Staða sníkjuormasýkinga metin

Kortleggja á stöðu sníkjuormasýkinga hjá íslenskum nautgripum á næstu misserum.

Lækka gjöld fyrir sorphirðu
Fréttir 10. júní 2024

Lækka gjöld fyrir sorphirðu

Sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur samþykkt samhljóða að lækka sorphirðugjöld.

Uppbygging á Hauganesi
Fréttir 10. júní 2024

Uppbygging á Hauganesi

Nýlega undirrituðu sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar og forsvarsmenn einkahlutafyrir...

Kortleggja ræktunarland sem hentar vel til matvælaframleiðslu
Fréttir 7. júní 2024

Kortleggja ræktunarland sem hentar vel til matvælaframleiðslu

Þingsályktunartillaga um landsskipulagsstefnu til ársins 2038, ásamt fimm ára að...

Hálfur milljarður til nautgripa- og sauðfjárbænda
Fréttir 7. júní 2024

Hálfur milljarður til nautgripa- og sauðfjárbænda

Matvælaráðuneytið hefur birt niðurstöður um úthlutanir vegna fjárfestingastuðnin...