Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Breskar grænmetisætur æfar vegna nýs peningaseðils
Fréttir 22. desember 2016

Breskar grænmetisætur æfar vegna nýs peningaseðils

Höfundur: ehg / Nationen
Nýir peningaseðlar Stóra-Bretlands sem kynntir voru í september eru búnir til úr plasti sem hafa agnir af dýrafitu í sér. 
 
Nú krefjast breskar grænmetisætur þess að peningarnir verði innkallaðir og nýir búnir til. Hinn nýi fimm punda seðill, sem var fyrstur kynntur til leiks, er búinn til úr polymer, sem er ákveðin tegund af plasti og eru breskar grænmetisætur æfar vegna þessa.
 
Á næsta ári á nýr tíu punda seðill að líta dagsins ljós og árið 2020 kemur nýr 20 punda seðill á markað úr sama efni. Hugsunin á bakvið það að nota polymer er meðal annars að efnið er sterkara en pappír, þolir vatn og því þarf ekki að skipta seðlunum jafnoft út.
 
 Þrátt fyrir að hönnunin á nýju seðlunum hafi verið tekið vel eru ekki allir jafn glaðir með þá því þeir innihalda örlítið brot af dýratólg sem margar grænmetisætur þar í landi geta ekki sætt sig við. Er nú svo komið að undirskriftarlisti þar sem breski seðlabankinn er beðinn um að fjarlæga tólg úr seðlunum hefur farið sem eldur í sinu í Bretlandi og um 130 þúsund manns skrifað undir. 
 
Margar grænmetisætur segja einnig að þær muni neita að nota eða taka við nýju seðlunum þegar þeir koma verði ekki gerðar breytingar á. Ráðamenn breska seðlabankans taka þessum ábendingum alvarlega og líta nú á hugsanlegar lausnir í málinu. 
Embluverðlaununum frestað fram í júní
Fréttir 26. janúar 2022

Embluverðlaununum frestað fram í júní

Vegna kórónuveirufaraldursins hefur verkefnastjórn norrænu matvælaverðlaunanna E...

Lagt til að 700 milljóna króna stuðningur fari í niðurgreiðslu á hverju keyptu tonni
Fréttir 26. janúar 2022

Lagt til að 700 milljóna króna stuðningur fari í niðurgreiðslu á hverju keyptu tonni

Í fjárlögum ársins 2022 er gert ráð fyrir 700 milljóna króna stuðningi við bændu...

Tritrichomonas greindist í ketti
Fréttir 26. janúar 2022

Tritrichomonas greindist í ketti

Sníkjudýrið Tritrichomonas foetus greindist nýverið í fyrsta sinn á Íslandi, í s...

Fjallalax fær rekstrarleyfi vegna fiskeldis
Fréttir 26. janúar 2022

Fjallalax fær rekstrarleyfi vegna fiskeldis

Matvælastofnun hefur veitt Fjallalax ehf. rekstrarleyfi til fiskeldis að Hallkel...

DEUTZE-FAHR lagt á 12 glerflöskur
Fréttir 26. janúar 2022

DEUTZE-FAHR lagt á 12 glerflöskur

Í mars 2021 var sett heims­met með stórri fagurgrænni DEUTZE-FAHR TTV Warrior tö...

Endurbygging hefst í mars á hluta Snæfellsvegar
Fréttir 26. janúar 2022

Endurbygging hefst í mars á hluta Snæfellsvegar

Skrifað hefur verið undir samning um framkvæmd við Snæfellsveg, nr. 54, á milli ...

Fjögur félagasamtök styrkt til að hreinsa strandlengjuna
Fréttir 25. janúar 2022

Fjögur félagasamtök styrkt til að hreinsa strandlengjuna

Fjögur félagasamtök verða styrkt til verkefna sem lúta að hreinsun strandlengju ...

Riða greindist í skimunarsýni
Fréttir 25. janúar 2022

Riða greindist í skimunarsýni

Matvælastofnun barst fyrir skömmu tilkynning frá Tilraunastöð HÍ að Keldum um að...