Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Breskar grænmetisætur æfar vegna nýs peningaseðils
Fréttir 22. desember 2016

Breskar grænmetisætur æfar vegna nýs peningaseðils

Höfundur: ehg / Nationen
Nýir peningaseðlar Stóra-Bretlands sem kynntir voru í september eru búnir til úr plasti sem hafa agnir af dýrafitu í sér. 
 
Nú krefjast breskar grænmetisætur þess að peningarnir verði innkallaðir og nýir búnir til. Hinn nýi fimm punda seðill, sem var fyrstur kynntur til leiks, er búinn til úr polymer, sem er ákveðin tegund af plasti og eru breskar grænmetisætur æfar vegna þessa.
 
Á næsta ári á nýr tíu punda seðill að líta dagsins ljós og árið 2020 kemur nýr 20 punda seðill á markað úr sama efni. Hugsunin á bakvið það að nota polymer er meðal annars að efnið er sterkara en pappír, þolir vatn og því þarf ekki að skipta seðlunum jafnoft út.
 
 Þrátt fyrir að hönnunin á nýju seðlunum hafi verið tekið vel eru ekki allir jafn glaðir með þá því þeir innihalda örlítið brot af dýratólg sem margar grænmetisætur þar í landi geta ekki sætt sig við. Er nú svo komið að undirskriftarlisti þar sem breski seðlabankinn er beðinn um að fjarlæga tólg úr seðlunum hefur farið sem eldur í sinu í Bretlandi og um 130 þúsund manns skrifað undir. 
 
Margar grænmetisætur segja einnig að þær muni neita að nota eða taka við nýju seðlunum þegar þeir koma verði ekki gerðar breytingar á. Ráðamenn breska seðlabankans taka þessum ábendingum alvarlega og líta nú á hugsanlegar lausnir í málinu. 
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...