Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Börn úr sveit fá síður ofnæmi og astma
Fréttir 14. nóvember 2016

Börn úr sveit fá síður ofnæmi og astma

Höfundur: ehg - Bondebladet
Stór alþjóðleg rannsókn staðfestir að fólk sem elst upp úti á landi og þá sérstaklega í sveit fær vörn úr umhverfinu gegn óþægindum í öndunarvegi og ofnæmissjúkdómum. 
 
Rannsakendur frá Evrópu og Ástralíu hafa rannsakað astma- og ofnæmistilvik hjá rúmlega 10 þúsund fullorðnum einstaklingum á aldrinum 26–54 ára í 14 löndum. Mikilvægur liður í rannsókninni var að kanna hvar fólkið bjó fyrstu fimm æviár sín, hvort það bjó úti á landi, í litlu þorpi, í stórborg eða í sveit. Í ljós kom að í flokknum þar sem fólk hafði alist upp á sveitabæ höfðu mun færri fengið ofnæmi eða astma. Fólk í flokknum var í helmingi minni áhættu á að fá háan hita og var síður með viðkvæman öndunarveg í samanburði við þá sem alist höfðu upp í stórborg. Rannsakendurnir mældu einnig lungnavirkni þátttakenda sem sýndi að konur sem höfðu alist upp á bóndabæ höfðu betri virkni lungna en konur sem höfðu alist upp í stórborg. Hjá karlmönnunum mældist þó enginn munur á lungnavirkni eftir því hvar þeir ólust upp og vakti það einnig athygli rannsakendanna. 
 
Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir
Fréttir 18. janúar 2022

Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir

Gengið var frá kaupsamningi undir lok síðasta árs um jörðina Kálfaströnd (Kálfas...

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins
Fréttir 18. janúar 2022

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins

Það hefur vakið athygli að Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps, h...

Áburðareftirlit Mast árið 2021
Fréttir 18. janúar 2022

Áburðareftirlit Mast árið 2021

Á árinu 2021 fluttu 24 fyrirtæki inn áburð og jarðvegsbætandi efni alls 368 tegu...

Endurnýja starfsleyfi Ísteka
Fréttir 18. janúar 2022

Endurnýja starfsleyfi Ísteka

Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um útgáfu á starfsleyfi Ísteka ehf. Í star...

Stórátak í riðuarfgerðagreiningum
Fréttir 18. janúar 2022

Stórátak í riðuarfgerðagreiningum

Mikil gerjun hefur átt sér stað á síðustu misserum í málum tengdum rannsóknum á ...

Mikil aukning í ræktun á vínviði og vínframleiðslu
Fréttir 18. janúar 2022

Mikil aukning í ræktun á vínviði og vínframleiðslu

Ræktun á vínviði og vínframleiðsla á Bretlandseyjum hefur aukist mikið undanfari...

Stjórnlaus skógareyðing
Fréttir 17. janúar 2022

Stjórnlaus skógareyðing

Þrátt fyrir allt tal stjórnvalda í Brasilíu um verndun skóga sýna loftmyndir að ...

Viðurkennd verndandi arfgerð gegn riðu finnst í sex einstaklingum
Fréttir 17. janúar 2022

Viðurkennd verndandi arfgerð gegn riðu finnst í sex einstaklingum

Sex einstaklingar fundust fyrir skemmstu með tiltekna verndandi arfgerð (ARR) ge...