Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Börn úr sveit fá síður ofnæmi og astma
Fréttir 14. nóvember 2016

Börn úr sveit fá síður ofnæmi og astma

Höfundur: ehg - Bondebladet
Stór alþjóðleg rannsókn staðfestir að fólk sem elst upp úti á landi og þá sérstaklega í sveit fær vörn úr umhverfinu gegn óþægindum í öndunarvegi og ofnæmissjúkdómum. 
 
Rannsakendur frá Evrópu og Ástralíu hafa rannsakað astma- og ofnæmistilvik hjá rúmlega 10 þúsund fullorðnum einstaklingum á aldrinum 26–54 ára í 14 löndum. Mikilvægur liður í rannsókninni var að kanna hvar fólkið bjó fyrstu fimm æviár sín, hvort það bjó úti á landi, í litlu þorpi, í stórborg eða í sveit. Í ljós kom að í flokknum þar sem fólk hafði alist upp á sveitabæ höfðu mun færri fengið ofnæmi eða astma. Fólk í flokknum var í helmingi minni áhættu á að fá háan hita og var síður með viðkvæman öndunarveg í samanburði við þá sem alist höfðu upp í stórborg. Rannsakendurnir mældu einnig lungnavirkni þátttakenda sem sýndi að konur sem höfðu alist upp á bóndabæ höfðu betri virkni lungna en konur sem höfðu alist upp í stórborg. Hjá karlmönnunum mældist þó enginn munur á lungnavirkni eftir því hvar þeir ólust upp og vakti það einnig athygli rannsakendanna. 
 
Auka við atvinnuhúsnæði
Fréttir 17. janúar 2025

Auka við atvinnuhúsnæði

Sveitarfélagið Dalabyggð og Byggðastofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um ...

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur
Fréttir 17. janúar 2025

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, segir br...

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar
Fréttir 15. janúar 2025

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar

Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar, sem gefin var út 21. desember, eru fjö...

Undanþágan beint til Hæstaréttar
Fréttir 15. janúar 2025

Undanþágan beint til Hæstaréttar

Hæstiréttur samþykkti að taka fyrir mál Samkeppniseftirlitsins og Innnes ehf. án...

MS heiðraði sjö starfsmenn
Fréttir 14. janúar 2025

MS heiðraði sjö starfsmenn

Sjö starfsmönnum MS á Selfossi var veitt starfsaldursviðurkenning á dögunum fyri...

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur
Fréttir 14. janúar 2025

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur hlaut riddarakross hinnar íslensku fálka...