Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Jón Guðmundsson hefur unnið gott starf síðustu 15 árin í þágu ávaxtatrjáa- og berjarunnaræktunar á Íslandi.
Jón Guðmundsson hefur unnið gott starf síðustu 15 árin í þágu ávaxtatrjáa- og berjarunnaræktunar á Íslandi.
Mynd / smh
Fréttir 2. júlí 2014

Bókin Aldingarðurinn komin út

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Þeir sem eitthvað hafa kynnt sér ræktun ávaxtatrjáa á Íslandi hin síðustu ár ættu að kannast við Jón Guðmundsson garðyrkjufræðing á Akranesi. Óhætt er að segja að hann sé frumkvöðull í þeirri ræktun hér á landi og hefur starf hans skilað mikilvægri þekkingu til almennings um hvaða ávaxtatré séu vænleg til að þroska aldin hér á landi. Fyrir tæpum hálfum mánuði var gefin út bók eftir Jón sem heitir Aldingarðurinn, en það er Sumarhúsið og garðurinn sem er útgefandi.

Líklegur efniviður prófaður

Viðfangsefni bókarinnar er ræktun ávaxtatrjáa og berjarunna á Íslandi og að sögn Jóns er efnið í raun samantekt á starfi hans og reynslu síðastliðin 15 ár, en bókin er búin að vera í um tvö ár í vinnslu. „Starfið hefur gengið útá það að fá líklegan efnivið erlendis frá og prófa við íslenskar aðstæður. Oft þarf að leita vel og víða bæði að upplýsingum og efnivið og skoða hvert yrki frá ýmsum hliðum áður en það er tekið í prófun. Bæði þarf yrkið að vera snemmþroska, harðgert og helst að það sé þolið gegn umhleypingum og óútreiknanlegu tíðarfari. Jón segir ekki ljóst hvort starf hans sé komið af frumbernsku-stigi, en ljóst sé að töluverð reynsla hafi safnast upp síðastliðin 10-15 ár. „Við búum eftir sem áður við frekar takmarkaðar aðstæður hér á suðvestur horninu. Við erum komin með reynslu úr sunnlensku rigningarsumri – eins og var í fyrra – og það af verra taginu.“

Í bókinni er lítillega farið yfir reynslu og sögu af ræktun á berjarunnum og ávaxtatrjám hér og erlendis. Leiðbeiningar fyrir almenning eru einfaldar og auðskyldar fyrir alla. Líka er góð lýsing á þeim yrkjum sem mest og best reynsla er komin af hér á landi. Bókin er áferðarfalleg og ríkulega myndskreytt. „Nánast allar myndir eru teknar hér á landi og við fengum einn besta teiknara sem völ er á til þess að teikna skýringarmyndir í bókina,“ segir Jón, en það var Jón Baldur Hlíðberg sem teiknaði 43 teikningar og skýringarmyndir fyrir útgáfuna – sem gefa efninu aukið vægi.

Eplatré í almenningsgarða

Mikill uppgangur hefur verið í ávaxtatrjáarækt á síðustu árum meðal almennings. Jón segist sjá það vel fyrir sér einnig að ávaxtatrjám fari fjölgandi í almenningsgörðum á næstu árum. „Ég hef aðeins komið að slíkum gróðursetningum með hvatafélaginu Á-vexti sem hefur verið að gefa tré í leikskóla og opinbera garða.“
Aldingarðurinn er er sjötta ritið í bókaflokknum Við ræktum sem Sumarhúsið og garðurinn gefur út. Í fyrri hluta bókarinnar fjallar Jón um sögu, ræktun og reynslu sína af 50 epla-, peru-, kirsuberja- og plómuyrkjum sem hann og aðrir hér á landi hafa fengið reynslu af. Í síðari hluta bókarinnar er fjallað um 71 yrki berjarunna sem gefa af sér æt ber og reynslu af þeim hér á landi.

4 myndir:

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði
Fréttir 21. janúar 2022

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur um nokkurt skeið unnið að því að koma til móts...

Gat á sjókví í Reyðarfirði
Fréttir 21. janúar 2022

Gat á sjókví í Reyðarfirði

Matvælastofnun barst tilkynning frá Löxum Fiskeldi fimmtudaginn 20. janúar um ga...

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra
Fréttir 19. janúar 2022

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra

Rangárþing ytra efndi nýlega til slagorðakeppnis um slagorð fyrir sveitarfélagið...

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar
Fréttir 19. janúar 2022

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar

Samningur um smíði á 1.100 fermetra viðbyggingu við Flug­stöðina á Akureyri var ...

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár
Fréttir 19. janúar 2022

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár

Hjalti Pálsson frá Hofi, ritstjóri og aðalhöfundur Byggðasögu Skagafjarðar, skil...

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi
Fréttir 19. janúar 2022

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað starfshóp um raforkuöryggi....

Ný reglugerð um velferð alifugla
Fréttir 19. janúar 2022

Ný reglugerð um velferð alifugla

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um velferð alifu...