Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Bjóða vetur konung velkominn með hrútaþukli í 101 Reykjavík
Fréttir 22. október 2014

Bjóða vetur konung velkominn með hrútaþukli í 101 Reykjavík

Höfundur: EHG

Laugardaginn 25. október, fyrsta vetrardag, verður kjötsúpudagurinn á Skólavörðustíg haldinn hátíðlegur, tólfta árið í röð. Dagskrá hefst klukkan 14:00 með því að föngum í Hegningarhúsinu verður færð rjúkandi góð kjötsúpa. Strax í kjölfarið gefst almenningi kostur á að gæða sér á rjúkandi heitri súpu á nokkrum stöðum í götunni.

Að loknu súpusmakki, kl. 16:15, verður hrútaþukl á KEX Hostel við Skúlagötu. Hrútaþukl er keppni þar sem menn spreyta sig á að dæma hrúta og meta hvernig þeir henta til kynbóta.  Þjóðþekktir einstaklingar munu taka þátt og mun hæfasti þuklarinn hljóta vegleg verðlaun.

Böðvar E. Guðjónsson, framkvæmdastjóri KEXLAND, segir að mikil tilhlökkun ríki í sínum herbúðum fyrir laugardeginum;

„KEX hefur verið í góðu samstarfi við Landssamtök Sauðfjárbænda og hófst það með rúningskeppni sem haldin var á KEX í vor og kallast Gullnu Klippurnar. Okkur í KEXLANDI þykir vænt um íslensku sauðkindina og viljum veg hennar sem mestan. Því kviknaði sú hugmynd að fá íslensku sauðkindina í 101 Reykjavík til að kynna borgarbörnum ágæti hennar, þ.e., ef þú kemst ekki í sveitina þá færum við sveitina til ykkar. Hrútaþuklið er eðlilegt framhald Gullnu Klippanna og einnig fannst okkur við hæfi að bjóða Vetur Konung velkominn með þessum viðburði. Hvað er meira íslenskt en hrútaþukl á KEX og ekki skemmir fyrir að við munum bjóða gestum og gangandi upp á ramm-íslenska kjötsúpu á meðan á viðburðinum stendur.“

Þekktir einstaklingar koma að dæma hrútana og einnig munu vanir dómarar taka þátt í þuklinu. Enn fremur mun kynnir lýsa því sem fram fer þannig að þetta er viðburður sem ekki einungis gleður heldur fræðir á sama tíma. Meðal dómara má nefna Guðmund Jörundsson fatahönnuð, Bjarna Snæðing og hjónin geðþekku Magna og Hugrúnu í KronKron.

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...