Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Bændur skrái ágang álfta og gæsa
Fréttir 5. júní 2014

Bændur skrái ágang álfta og gæsa

Bændasamtök Íslands hafa unnið að undanförnu að verkefni í tengslum við skrásetja ágang og tjón af völdum álfta og gæsa á ræktunarlandi bænda. Eru bændur hvattir til að nýta sér rafrænt skráningarkerfi sem verið gangsett verður á næstu dögum.

Markmið með verkefninu er að kanna með skipulögðum hætti ágang og hvaða tjóni álftir og gæsir valda á ræktunarlandi bænda, svo hægt sé að leggja mat á tjónið eftir einstökum jörðum, svæðum og landinu öllu.
Jafnframt verður aflað upplýsinga um þær forvarnir sem bændur hafa notað til að koma í veg fyrir tjón af ágangi álfta og gæsa í ræktunarlöndum sínum.

Þetta verkefni er unnið í samvinnu við umhverfisráðuneytið og fleiri aðila. Hér er um þýðingarmikið hagsmunamál fyrir bændur að ræða og því skiptir sköpum að þátttaka þeirra í verkefninu verði almenn.
Útbúið verður skráningarform fyrir bændur í Bændatorginu (www.torg.bondi.is) þar sem upplýsingar eru skráðar með stöðluðum og samræmdum hætti. Þetta verður með svipuðu sniði og bændur hafa skráð inn um rafrænar umsóknir um jarðræktarstyrki í nokkur ár með góðum árangri.

„Það er mikilvægt að hvetja bændur til að skrá allan ágang og tjón af völdum álfta og gæsa þannig að heildarmynd fáist yfir allt landið,“ segir Jón Baldur Lorange, verkefnisstjóri í tölvudeild BÍ.  „Rafræna skráningarformið verður gert aðgengilegt á næstu dögum í Bændatorginu, en hugbúnaðarþróun sér tölvudeild Bændasamtakanna um. Upplýsingunum verður safnað saman í gagnagrunn í umsjón Bændasamtaka Íslands.“

Jón Baldur segir að aðeins verði tekið við skráningu á ágangi og tjóni á jörðum þar sem landbúnaður er stundaður í þeim mæli sem talist getur búrekstur eða þáttur í búrekstri. Þá verður líka aðeins tekið við skráningu á ágangi og tjóni fyrir spildur sem eru skráðar í JÖRÐ.IS og til er stafrænt túnakort af inn í túnkortagrunni Bændasamtaka Íslands með reiknaðri stærð í hekturum.

Rafræna skráningarformið verður útbúið með þeim hætti að valin er spilda eða spildur sem upplýsingar um tjón skal skrá fyrir.

Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...