Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Rúllupylsugerðin á Gilsárstekk er í þróun.
Rúllupylsugerðin á Gilsárstekk er í þróun.
Mynd / Gilsárstekkur
Fréttir 6. desember 2016

Bændur í Breiðdal vinna að vöruþróun

Höfundur: smh
Ábúendur á bæjunum Gilsár­stekk og Hlíðarenda í Breiðdal hafa tekið höndum saman og stofnað félag sem ber heitið Breiðdalsbiti og hyggjast markaðssetja sauðfjárafurðir sínar undir því.
 
Verkefnið hefur hlotið styrk frá Byggðastofnun, í gegnum verkefnið Brothættar byggðir og bændurnir hafa einnig átt samstarf við Matís varðandi ráðgjöf og vöruþróun.
 
Aðalmarkmið þeirra er að framleiða lítið magn sem er unnið með mikilli alúð, virðingu og ást á kindunum sem þau fá afurðirnar af. Þá verður mikil áhersla lögð á hreinleika og heilnæmi varanna.
 
Búin eru ekki mjög stór og aðeins sauðfjárbúskapur á þeim og því þörf á meiri tekjum með búskapnum. Enda hafa allir ábúendur sótt vinnu utan þeirra. 
 
Stefnt er að því að fullvinna kjötafurðir bændanna í vinnslu­aðstöðu hjá Svavari Pétri Eysteinssyni og Berglindi Häsler, bændum og smáframleiðendunum á Karlsstöðum í Berufirði. Þau hafa innréttað gamalt fjós undir starfsemi sína. 
 
Vöruþróun í fullum gangi
 
 Guðný Harðardóttir.
„Það er vöruþróun í fullum gangi núna,“ segir Guðný Harðardóttir á Gilsárstekk. „Við höfum verið að prófa okkur áfram með rúllupylsur og kæfu hér heima á bænum og hér eru smakkfundir næstum vikulega, en við reiknum ekki með að fara á fullt með þetta fyrr en eftir áramót þegar ég verð búin að eiga barnið sem ég geng með núna. Þá förum við inn í vinnsluna á Karlsstöðum og  förum í kæfugerð og gerum tilraunir með meiri vöruþróun. Svo ætlum við að vera með grillsteikur í sumar. Gamla fjósið á Karlsstöðum er mjög stórt og rúmar okkur auðveldlega líka. Svo skiptumst við bara á um að nýta aðstöðuna þannig að þetta mun virka eins og matarsmiðja.
 
Við ætlum með fyrstu vörurnar á matarmarkaðinn í Hörpu um mánaðamótin febrúar – mars, til að kynna þær og okkur, en hugmyndin er að markaðssetja Breiðdalsbita sem handverk sem sé staðbundið úr Breiðdalnum. Við finnum hér að uppruninn skiptir miklu máli fyrir neytendur og ekki síst ferðamenn. Þetta er þriðji veturinn minn hérna og ég finn fyrir mikilli aukningu ferðamanna hérna um svæðið. Það hefur auðvitað verið einn aðalhvatinn fyrir því að við fórum af stað, en líka finnum við sterkt fyrir því frá ferðaþjónustuaðilum hér – og uppi á Héraði – að það er kallað mjög ákveðið eftir staðbundinni vöru, ferðamaðurinn vill upplifa svæðið í gegnum öll skynfærin,“ segir Guðný. 
Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn
Fréttir 24. nóvember 2021

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn

Fyrirtækið Ver lausnir í Garðabæ hefur verið að vinna að athyglisverðu verkefni ...

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts
Fréttir 24. nóvember 2021

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts

Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. ...