Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Bændur á svæðinu reyna að tryggja fæðuöryggi
Fréttir 23. nóvember 2016

Bændur á svæðinu reyna að tryggja fæðuöryggi

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Þrátt fyrir hörmungar stríðsátaka í borginni Aleppo í Sýrlandi, sem hart er nú sótt að, neita bændur á svæðinu að gefast upp. Reyna þeir af veikum mætti að tryggja fæðuöryggi í borginni. 
 
Frá þessu var greint á fréttastöðinni Aljazeera 17. október síðastliðinn.  Þar segir að í miðjum hörmungum stríðsátakanna reyni íbúarnir að komast af í daglegu lífi við afar erfiðar aðstæður. Sprengjum hafi rignt yfir borgina þar sem heimili fólks eru sprengd í loft upp. Fæðuskortur hafi stöðugt farið versnandi, en þar hafi bóndinn Salim Atrache séð tækifæri. Á 37 hektara landi í útjaðri borgarinnar hefur Atrache og sjálfboðaliðar Rauða liðsins svokallaða (Red Team),  unnið við ræktun á kartöflum, gúrkum, kúrbít, eggaldinum, steinselju, spínati og fleiri tegundum. Telur Atrache að með uppskerunni sé hægt að fæða íbúa austurhluta borgarinnar. Margvíslegur vandi steðjar þó að, m.a. við að útvega eldsneyti til að knýja nauðsynleg landbúnaðartæki. Borgarbúar sjálfir hafa reyndar líka reynt að bjarga sér með því að rækta eigið grænmeti í húsagörðum og halda húsdýr sér til matar. 
 
Í þessari stríðshrjáðu borg eru matvæli ein verðmætasta viðskiptavaran. Afar lítið framboð hefur sprengt upp verð á matvælum í borginni. Að mati Atrache hafa sum matvæli tífaldast í verði og því séu viðskiptatækifæri fyrir bændur. Hann segist þó ekki ætla að selja uppskeruna á hærra verði en sem dugar fyrir kostnaði. Hann leggur ríka áherslu á að það sem hann og sjálfboðaliðarnir séu að rækta komist ekki í hendur stjórnarhersins, heldur sé það eingöngu ætlað íbúum í borginni og þeim sem eru á hverfissjúkrahúsunum. 

Skylt efni: sýrland | Aleppo

Auka við atvinnuhúsnæði
Fréttir 17. janúar 2025

Auka við atvinnuhúsnæði

Sveitarfélagið Dalabyggð og Byggðastofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um ...

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur
Fréttir 17. janúar 2025

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, segir br...

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar
Fréttir 15. janúar 2025

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar

Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar, sem gefin var út 21. desember, eru fjö...

Undanþágan beint til Hæstaréttar
Fréttir 15. janúar 2025

Undanþágan beint til Hæstaréttar

Hæstiréttur samþykkti að taka fyrir mál Samkeppniseftirlitsins og Innnes ehf. án...

MS heiðraði sjö starfsmenn
Fréttir 14. janúar 2025

MS heiðraði sjö starfsmenn

Sjö starfsmönnum MS á Selfossi var veitt starfsaldursviðurkenning á dögunum fyri...

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur
Fréttir 14. janúar 2025

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur hlaut riddarakross hinnar íslensku fálka...