Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Bændur á svæðinu reyna að tryggja fæðuöryggi
Fréttir 23. nóvember 2016

Bændur á svæðinu reyna að tryggja fæðuöryggi

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Þrátt fyrir hörmungar stríðsátaka í borginni Aleppo í Sýrlandi, sem hart er nú sótt að, neita bændur á svæðinu að gefast upp. Reyna þeir af veikum mætti að tryggja fæðuöryggi í borginni. 
 
Frá þessu var greint á fréttastöðinni Aljazeera 17. október síðastliðinn.  Þar segir að í miðjum hörmungum stríðsátakanna reyni íbúarnir að komast af í daglegu lífi við afar erfiðar aðstæður. Sprengjum hafi rignt yfir borgina þar sem heimili fólks eru sprengd í loft upp. Fæðuskortur hafi stöðugt farið versnandi, en þar hafi bóndinn Salim Atrache séð tækifæri. Á 37 hektara landi í útjaðri borgarinnar hefur Atrache og sjálfboðaliðar Rauða liðsins svokallaða (Red Team),  unnið við ræktun á kartöflum, gúrkum, kúrbít, eggaldinum, steinselju, spínati og fleiri tegundum. Telur Atrache að með uppskerunni sé hægt að fæða íbúa austurhluta borgarinnar. Margvíslegur vandi steðjar þó að, m.a. við að útvega eldsneyti til að knýja nauðsynleg landbúnaðartæki. Borgarbúar sjálfir hafa reyndar líka reynt að bjarga sér með því að rækta eigið grænmeti í húsagörðum og halda húsdýr sér til matar. 
 
Í þessari stríðshrjáðu borg eru matvæli ein verðmætasta viðskiptavaran. Afar lítið framboð hefur sprengt upp verð á matvælum í borginni. Að mati Atrache hafa sum matvæli tífaldast í verði og því séu viðskiptatækifæri fyrir bændur. Hann segist þó ekki ætla að selja uppskeruna á hærra verði en sem dugar fyrir kostnaði. Hann leggur ríka áherslu á að það sem hann og sjálfboðaliðarnir séu að rækta komist ekki í hendur stjórnarhersins, heldur sé það eingöngu ætlað íbúum í borginni og þeim sem eru á hverfissjúkrahúsunum. 

Skylt efni: sýrland | Aleppo

Rannsakar skyggnar konur
Fréttir 7. febrúar 2023

Rannsakar skyggnar konur

Dr. Dalrún Kaldakvísl Eygerðardóttir sagnfræðingur rannsakar sögu skyggnra kvenn...

Of algengt að hestunum sé gefinn óþverri
Fréttir 6. febrúar 2023

Of algengt að hestunum sé gefinn óþverri

Margeir Ingólfsson og Sigríður Jóhanna Guðmundsdóttir, bændur á bænum Brú í Blás...

Tíu ára starfsafmæli
Fréttir 3. febrúar 2023

Tíu ára starfsafmæli

Tíu ár eru síðan Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) var sett á laggirnar. Af ...

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis
Fréttir 3. febrúar 2023

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis

Fjárfestingafélag Þingeyinga hf. hefur unnið að skýrslu í samstarfi við verkfræð...

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma
Fréttir 2. febrúar 2023

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma

Nýlega var Sláturhúsi Vesturlands í Borgarnesi veittur styrkur úr markaðssjóði s...

Úrskurður MAST felldur úr gildi
Fréttir 1. febrúar 2023

Úrskurður MAST felldur úr gildi

Matvælaráðuneytið hefur fellt úr gildi úrskurð Matvælastofnunar sem hafði stöðva...

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa
Fréttir 31. janúar 2023

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur lokið við greiningu á rekstri 154 kú...

Skordýr sem fóður og fæða
Fréttir 31. janúar 2023

Skordýr sem fóður og fæða

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er unnið verkefni sem snýr að því að koma upp sko...