Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ.
Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ.
Mynd / Hörður Kristjánsson
Fréttir 11. september 2014

Bændasamtökin mótmæla hækkun virðisaukaskatts á mat

Í nýju fjárlagafrumvarpi leggur ríkisstjórnin til að hækka virðisaukaskatt á mat úr 7% í 12%. Bændasamtökin mótmæla þessum áformum harðlega og telja þau skerða samkeppnisstöðu innlendra búvara. Forystumenn bænda telja fátt benda til þess að ríkisstjórnin vilji efla innlenda matvælaframleiðslu með nýju fjárlagafrumvarpi.
 
Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ, segir að lágur matarskattur stuðli að því að allir geti notið heilnæmra landbúnaðarvara sem framleiddar eru hér á landi.
 
„Við ættum að stefna að því að lækka matarskattinn frekar en hækka hann. Það er augljóst að hækkun á virðisaukaskatti á matvæli kemur illa niður á láglaunahópum og erfitt er að sjá hvernig niðurfærsla á vörugjöldum á innfluttum neysluvörum hjálpar þessum hópi. Bótakerfið getur ekki bætt upp þann skaða sem þetta veldur.  Við þurfum öll mat og innlend framleiðsla er mikilvæg í margvíslegu tilliti,“ segir Sindri.
 
Hann telur hækkun á skattinum fara þvert gegn yfirlýstri stefnu ríkisstjórnar um eflingu innlendrar matvælaframleiðslu og styrkingu byggða.
 
„Breytingin mun styrkja stöðu verslunar til að beita innlenda matvælaframleiðslu ægivaldi. Skert umgjörð landbúnaðar er grafalvarlegt mál nú þegar allar alþjóðlegar skýrslur benda á minnkandi framboð á mat samhliða mikilli fólksfjölgun,“ segir Sindri.
 
Ekki hafa verið gerðar rannsóknir á áhrifum skattabreytinga á innlenda matvælaframleiðslu en talið er óhjákvæmilegt að eftirspurn mun breytast. Þá er næsta víst að aukinn þrýstingur verður á innflutning búvara þegar verð hækkar á innlendri framleiðslu. Neysla mun færast til á milli vöruflokka eða staðkvæmdarvara og fólk velur heldur ódýrari kosti. 
 
Menntastofnanir landbúnaðarins fá minna í sinn hlut
Mennta- og rannsóknastofnanir landbúnaðarins ríða ekki feitum hesti frá höfundum fjárlagafrumvarpsins. Landbúnaðarháskóli Íslands fær minni fjármuni í ár en í fyrra og er raunlækkun um 8 milljónir króna. Hólar fá sömuleiðis skerðingu. Aðrir háskólar í landinu fá allir auknar fjárheimildir.
 
Sérliður í fjárlögum sem heitir „rannsóknir háskóla í þágu landbúnaðar“ lækkar niður í 151 milljón króna er var 163 milljónir á fyrri fjárlögum. Það er um 18 milljóna króna lækkun að raungildi. Framlög til Framleiðnisjóðs landbúnaðarins eru skert á meðan ýmsir rannsóknar- og þróunarsjóðir fá aukna fjármuni.
 
 „Þegar skoðuð er sú útreið sem Landbúnaðarháskóli Íslands fær í þessum fjárlögum veltir maður því fyrir sér hvort refsivöndur menntamálaráðherra sé enn kominn á loft, vegna andstöðu við sameiningu LbhÍ og HÍ.  Þegar horft er yfir þessi fjárlög er afskaplega fátt sem bendir til þess að ríkisstjórnin ætli að efna áform sín um eflingu matvælaframleiðslu,“ segir Sindri.
 
Fjárlagaliðurinn „Bændasamtök Íslands“ og embættismannaþrái
Formaður Bændasamtakanna segist jafnframt ósáttur við að ekki hafi verið orðið við þeirri eindregnu ósk samtakanna að fjárlagaliður sá er nú er nefndur „Bændasamtök Íslands“ verði nefndur „Búnaðarlagasamningur“, en það heiti endurspeglar ráðstöfun þessara fjármuna, m.a. til ráðgjafarstarfs í landbúnaði, jarðabóta í sveitum, búfjárræktarstarfs og fleira sem er óskylt rekstri hagsmunasamtaka bænda.
 
„Undanfarin ár hefur borið á því að álitsgjafar, m.a. innan háskólasamfélagsins, hafa valið að notfæra sér þessa yfirskrift til þess að koma höggi á bændur og styrkja þannig gagnrýni sína á landbúnaðinn. Bændasamtökin hafa ítrekað farið  fram á að þessu heiti yrði breytt en þær óskir hafa ekki náð eyrum höfunda fjárlagafrumvarpsins. Það er eðlileg og sanngjörn krafa að kalla þetta sínu rétta nafni. Það er óþolandi að svona sjálfsagðar breytingar skuli ekki ná fram að ganga vegna embættismannaþráa,“ segir Sindri Sigurgeirsson.
 
Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa
Fréttir 2. desember 2022

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa

Þar sem fjöldi skráðra grágæsa á talningastöðum á Bretlandseyjum er 30% færri en...

Minkur til Danmerkur
Fréttir 1. desember 2022

Minkur til Danmerkur

Hópur danskra minkabænda, sem kallast Dansk mink, vinnur nú að því að endurvekja...

Frummenn vildu vel steiktan fisk
Fréttir 30. nóvember 2022

Frummenn vildu vel steiktan fisk

Rannsóknir á beinaleifum vatnakarfa sem fundust þar sem í dag er Ísrael benda ti...

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins
Fréttir 30. nóvember 2022

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins

Steypustöðin gekk nýlega frá samningi við steypudælu og -bílaframleiðandann Putz...

Ný sálmabók tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2022

Ný sálmabók tekin í notkun

Þann 13. nóvember sl. var ný útgáfa sálmabókarinnar tekin í notkun í kirkjum lan...

Fljúgandi bolabítur
Fréttir 28. nóvember 2022

Fljúgandi bolabítur

Skömmu eftir miðja nítjándu öld lýsti Alfred Russel Wallace, sem var samtímamaðu...

Hjólreiða- og göngustígur milli Hellu og Hvolsvallar?
Fréttir 28. nóvember 2022

Hjólreiða- og göngustígur milli Hellu og Hvolsvallar?

Nú eru uppi hugmyndir um að leggja hjólreiða- og göngustíg á milli Hellu og Hvol...

Sólarorkuver á fjósþaki
Fréttir 25. nóvember 2022

Sólarorkuver á fjósþaki

Á Eystri-Leirárgörðum var nýlega sett upp raforkuver á útihús. Þetta er hluti af...