Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Átta tíu herbergja hótel á sláturhúsa­lóðinni í Laugarási
Fréttir 10. desember 2015

Átta tíu herbergja hótel á sláturhúsa­lóðinni í Laugarási

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Þeir sem keyptu sláturhúslóðina í Laugarási af Byggðastofnun stefna að því að byggja hótel þar sem leifarnar af sláturhúsinu standa nú. 
 
Munu lóðarhafarnir vera með bandaríska fjárfesta á bak við sig.
 
„Hér eru á ferð sömu aðilar og reka Alda Hótel í Reykjavík,“ segir Páll Skúlason í Laugarási í Biskupstungum á bloggsíðu sinni en þar er hann að vísa í nýtt hótel sem hefur verið kynnt með myndbandi á Youtube og stendur til að byggja.
 
Um er að ræða áttatíu  herbergja hótel í svipuðum gæðastaðli og Hótel Rangá, með áherslu á heilsurækt og að gestir dvelji á hótelinu í nokkra daga í senn og njóti þess sem svæðið og umhverfið hefur upp á að bjóða.
„Vonir þeirra sem þarna er um að ræða, standa til þess, að rífa sláturhúsið alveg á næstunni, og ekki eru þeir margir sem munu sakna þess. Ef af þessu verður mun heldur betur glæðast líf í Laugarási, því hótel kallar á ýmislegt annað,“ segir Páll. 
Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...