Átakið „Íslenskt – Láttu það ganga“  formlega komið af stað
Fréttir 10. september

Átakið „Íslenskt – Láttu það ganga“ formlega komið af stað

Höfundur: Ritstjórn

Í dag var átakið „Íslenskt – Láttu það ganga“ formlega sett af stað. Markmiðið er að efla vitund landsmanna um neysluhegðun og útskýra þau keðjuverkandi áhrif sem verða þegar við veljum innlenda þjónustu og skiptum við innlend fyrirtæki. 

 Hugmyndin með átakinu er að „láta það ganga“;  þegar við veljum innlenda þjónustu, kaupum innlenda vöru og skiptum við innlend fyrirtæki hafi það keðjuverkandi áhrif. Þannig er atvinnustarfsemi haldið gangandi, störf vernduð og ný sköpuð, aukin verðmætasköpun verður sem stuðlar að efnahagslegum stöðugleika. Þannig sé allt saman látið ganga.

Bændasamtök Íslands ásamt Samtökum iðnaðarins, Samtökum atvinnulífsins, Samtökum verslunar og þjónustu, Samtökum ferðaþjónustunnar, Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtökum fjármálafyrirtækja, Samorku og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu eru aðilar að verkefninu.

Bændasamtök Íslands eru þátttakandi í átakinu Íslenskt - Láttu það ganga, um aukna verðmætasköpun og að verja störf, sem hófst formlega í dag.

Frekari upplýsingar um átakið og aðgengi að kynningarefni má nálgast á vef verkefnisins og vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.

Hótel Saga lokar
Fréttir 28. október

Hótel Saga lokar

COVID-19 faraldurinn hefur haft verulega neikvæð áhrif á rekstur ferðaþjónustufy...

Auglýst eftir tveimur togurum
Fréttir 28. október

Auglýst eftir tveimur togurum

Ríkiskaup, fyrir hönd Haf­rann­sókna­stofnunar, hefur auglýst eftir tilboðum veg...

LbhÍ fær 700 milljónir til rannsóknarverkefnis frá ESB
Fréttir 28. október

LbhÍ fær 700 milljónir til rannsóknarverkefnis frá ESB

Nýlega veitti Evrópusambandið 700 milljónum króna til fjögurra ára rannsóknarver...

Leyft verði veiði 184 tonna í Arnar­firði og 586 tonna í Ísafjarðardjúpi
Fréttir 28. október

Leyft verði veiði 184 tonna í Arnar­firði og 586 tonna í Ísafjarðardjúpi

Með hliðsjón af niðurstöðum könnunar á ástandi innfjarðarrækjustofna sem fram fó...

Riðuveiki í Skagafirði rædd í ríkisstjórn
Fréttir 27. október

Riðuveiki í Skagafirði rædd í ríkisstjórn

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, gerði á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun ...

Hugsanleg sameining rædd í Svalbarðsstrandarhreppi og Eyjafjarðarsveit
Fréttir 27. október

Hugsanleg sameining rædd í Svalbarðsstrandarhreppi og Eyjafjarðarsveit

Fulltrúar sveitarstjórna tveggja sveitarfélaga í Eyjafirði, Eyjafjarðarsveitar o...

Hitastig djúpsjávar hækkar hraðar en spáð var
Fréttir 27. október

Hitastig djúpsjávar hækkar hraðar en spáð var

Mælingar í djúpsævi sýna að hitastig í dýpstu lögum sjávarins hækkar hraðar en s...

Óánægja með fé til tengivega
Fréttir 26. október

Óánægja með fé til tengivega

Umhverfis- og samgöngunefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur lýst yfir óánægj...