Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Ástand plantna og sveppa í heiminum
Fréttir 13. október 2020

Ástand plantna og sveppa í heiminum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í nýrri skýrslu Kew-grasa­garðs­ins í London sem kallast State of the World’s Plants and Fungi 2020 og fjallar ástand plantna og sveppa í heiminum segir að aldrei fyrr hafi lífhvolfi heimsins verið jafn mikil hætta búinn og um þessar mundir og að ástandið eigi eftir að versna verulega verði ekkert að gert fljótlega.

Að gerð skýrslunnar komu 210 fræðimenn frá 97 stofnunum í 42 löndum og er hún ein sú viðamest sem unnin hefur verið um ástand plantna og sveppa í heiminum.

Fáar tegundir í ræktun

Í skýrslunni kemur meðal annars fram að árið 2019 hafi 1.942 nýjar tegundir plantna og 1.886 nýjar tegundir plantan verið greindar í heiminum og að sumar þeir gætu nýst sem uppspretta fæðu, lyfja og timburs í framtíðinni.

Þar segir að þrátt fyrir að 7.039 tegundir plantna séu skráða sem nytjaplöntur til átu sé samkvæmt FAO, Matvæla og landbúnaðarstofnunnar Sameinuðu þjóðanna, eru einungis 15 í stórræktun sem fæða á alþjóðavísu. Einnig er bent á að út frá sjónarmið fæðuöryggis sé ekki gott að reyða sig á svo fáar tegundir í ræktun.

Þá segir að af þeim um 2,500 plöntu tegundum sem rækta má til framleiðslu á bíódísel sjái einungis sex, maís, sykurreyr, soja, pálmaolía, repja og hveiti, okkur fyrir um 80% framleiðslunnar.

Nauðsyn þekkingar í erfðafræði

Skýrsluhöfundar eru sammála um að nauðsynlegt sé að auka þekkingu á sviði erfðafræði plantna og sveppa til að hægt sé að tryggja aukna matvælaframleiðslu í heiminum.

2 af 5 tegundum í útrýmingarhættu

Samkvæmt skýrslunni eru tvær af hverjum fimm plöntu og sveppategundir í útrýmingarhætti en árið 2016 var samsvarandi tala ein á móti fimm. Vegna þess er nauðsynlegt að auka rannsóknir á plöntum og sveppum og hætta eyðileggingu búsvæða þeirra. Eins og staðan er í dag er það kapphlaup við tímann að bjarga fjölda tegunda úr útrýmingar­hættu.