Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Ásahreppur keppir í Útsvari
Fréttir 2. september 2014

Ásahreppur keppir í Útsvari

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson

Ásahreppur verður með í Útsvari í Ríkissjónvarpinu í vetur, en hreppurinn er sá fámennasti sem keppt hefur í spurningaþættinum til þessa. Um síðustu áramót bjuggu aðeins 193 í Ásahreppi.

Útsvar er, eins og kunnugt er, spurningakeppni milli sveitarfélaganna í landinu. Upphaflega kepptu 24 stærstu sveitarfélögin sín á milli en á síðasta ári var reglunum hins vegar breytt. Þá fengu þátttökurétt tvö sveitarfélög með íbúafjölda á milli 500 og 1.500 og eitt sveitarfélag með íbúafjölda undir 500 íbúa. Stærri sveitarfélögin tvö sem dregin voru út til þáttöku í vetur eru Stykkishólmsbær og Sveitarfélagið Skagaströnd.

Í fyrra voru það Seyðisfjörður og Hvalfjarðarsveit sem fengu þátttökurétt í flokki sveitarfélaga með íbúafjölda á milli 500 og 1.500 og Tálknafjörður í flokki sveitarfélaga með íbúafjölda undir 500. Lið Tálknafjarðar stóð sig með prýði í keppninni og tapaði naumlega fyrir Sandgerði í 1. umferð, með einungis eins stigs mun. Um áramótin 2012-2013 bjuggu 293 íbúar í Tálknafjarðarhreppi.


Ásahreppur verður því sem áður segir minnsta sveitarfélagið til að taka þátt í Útsvari til þessa. Björgvin G. Sigurðsson er nýr sveitarstjóri Ásahrepps og var hann hinn kátasti þegar Bændablaðið náði af honum tali á leið inn á afrétt. „Við erum að vinna í því að manna liðið. Okkur líst vel á þetta, þátturinn er skemmtilegur og góð og skemmtileg kynning fyrir hreppinn. Það er ekki útilokað að við blásum til einhverrar skemmtunar í kringum keppnina.“

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn
Fréttir 24. nóvember 2021

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn

Fyrirtækið Ver lausnir í Garðabæ hefur verið að vinna að athyglisverðu verkefni ...

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts
Fréttir 24. nóvember 2021

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts

Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. ...