Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Ásahreppur keppir í Útsvari
Fréttir 2. september 2014

Ásahreppur keppir í Útsvari

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson

Ásahreppur verður með í Útsvari í Ríkissjónvarpinu í vetur, en hreppurinn er sá fámennasti sem keppt hefur í spurningaþættinum til þessa. Um síðustu áramót bjuggu aðeins 193 í Ásahreppi.

Útsvar er, eins og kunnugt er, spurningakeppni milli sveitarfélaganna í landinu. Upphaflega kepptu 24 stærstu sveitarfélögin sín á milli en á síðasta ári var reglunum hins vegar breytt. Þá fengu þátttökurétt tvö sveitarfélög með íbúafjölda á milli 500 og 1.500 og eitt sveitarfélag með íbúafjölda undir 500 íbúa. Stærri sveitarfélögin tvö sem dregin voru út til þáttöku í vetur eru Stykkishólmsbær og Sveitarfélagið Skagaströnd.

Í fyrra voru það Seyðisfjörður og Hvalfjarðarsveit sem fengu þátttökurétt í flokki sveitarfélaga með íbúafjölda á milli 500 og 1.500 og Tálknafjörður í flokki sveitarfélaga með íbúafjölda undir 500. Lið Tálknafjarðar stóð sig með prýði í keppninni og tapaði naumlega fyrir Sandgerði í 1. umferð, með einungis eins stigs mun. Um áramótin 2012-2013 bjuggu 293 íbúar í Tálknafjarðarhreppi.


Ásahreppur verður því sem áður segir minnsta sveitarfélagið til að taka þátt í Útsvari til þessa. Björgvin G. Sigurðsson er nýr sveitarstjóri Ásahrepps og var hann hinn kátasti þegar Bændablaðið náði af honum tali á leið inn á afrétt. „Við erum að vinna í því að manna liðið. Okkur líst vel á þetta, þátturinn er skemmtilegur og góð og skemmtileg kynning fyrir hreppinn. Það er ekki útilokað að við blásum til einhverrar skemmtunar í kringum keppnina.“

Hjartað slær með náttúruvernd
Fréttir 18. febrúar 2025

Hjartað slær með náttúruvernd

Sigrún Ágústsdóttir er forstjóri nýrrar Náttúruverndarstofnunar sem tók til star...

Á hverfanda hveli
Fréttir 18. febrúar 2025

Á hverfanda hveli

Árið í ár er helgað hverfandi jöklum. Íslenskir jöklar minnkuðu um 900 km2 milli...

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi
Fréttir 17. febrúar 2025

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi

Frá árinu 2022 hefur samdráttur verið stöðugur í útflutningi íslenskra hrossa.

Samráð um úrgangsforvarnir
Fréttir 14. febrúar 2025

Samráð um úrgangsforvarnir

Í Samráðsgátt stjórnvalda liggja nú drög Umhverfisstofnunar að stefnu um úrgangs...

Sóknarhugur er í Dalamönnum
Fréttir 14. febrúar 2025

Sóknarhugur er í Dalamönnum

Í Búðardal er fyrirhugað að reisa atvinnuhúsnæði með allt að 150 milljóna króna ...

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk
Fréttir 13. febrúar 2025

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk

Vísbendingar eru um að náttúrulegir birkiskógar hafi mikil áhrif á uppsöfnun kol...

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða
Fréttir 13. febrúar 2025

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða

Kennslutól fyrir skólabörn, vöruþróun ærkjöts og sauðaosta og markaðssetning á s...

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...