Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Ársfundur BÍ og bændahátíð verða haldin í Hofi á Akureyri 3. mars 2017.
Ársfundur BÍ og bændahátíð verða haldin í Hofi á Akureyri 3. mars 2017.
Mynd / Auðunn Níelsson
Fréttir 27. desember 2016

Ársfundur og bændahátíð haldin á Akureyri

Höfundur: TB
Bændasamtökin standa fyrir bændahátíð föstudaginn 3. mars næstkomandi í Hofi á Akureyri. 
 
Fyrr um daginn verður ársfundur Bændasamtakanna en hann saman­stendur af hefðbundnum aðalfundarstörfum og ráðstefnu þar sem landbúnaðurinn verður í brennidepli. 
 
Búnaðarþing er nú haldið á tveggja ára fresti en hefðbundinn aðalfundur Bændasamtakanna þess á milli. Efni ársfundarins verður kynnt þegar nær dregur og sömuleiðis bændahátíðardagskráin. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur viðburður er haldinn en Bændasamtökin vonast til þess að bændur taki því fagnandi að blanda saman fræðslu og skemmtun með þessum hætti. 
 
Menningarhúsið Hof er glæsilegur vettvangur til þess að koma saman og fjölbreytt afþreying er í boði í Eyjafirði. Tilvalið tækifæri að taka sér hlé frá bústörfum og gleðjast með öðrum bændum.
 
Pantið gistingu í tíma
 
Nægt hótel- og gistirými er á Akureyri en bændur eru hvattir til þess að panta herbergi í tíma. Meðal þeirra aðila sem bjóða bændum góð kjör eru Icelandair Hotels, Hótel Natur, Sæluhúsin á  Akureyri og Hótel Norðurland. Fjöldi annarra gististaða er í boði en upplýsingar um þá má finna á vefnum www.visitakureyri.is.
 
Ný og endurbætt vorbók
Fréttir 18. mars 2024

Ný og endurbætt vorbók

Á vordögum tökum við í notkun endurbætta útgáfu að hinni góðu gulu vorbók sem er...

Fræðasamfélag í uppbyggingu
Fréttir 18. mars 2024

Fræðasamfélag í uppbyggingu

Í Mývatnssveit er verið að byggja upp svokallaða vettvangsakademíu fyrir kennslu...

Einkaframtak í gerð gönguskíðaspora
Fréttir 18. mars 2024

Einkaframtak í gerð gönguskíðaspora

Magne Kvam hefur tekið upp á sitt einsdæmi að leggja spor fyrir skíðagöngu á höf...

Íbúum utan borgarinnar fjölgar
Fréttir 15. mars 2024

Íbúum utan borgarinnar fjölgar

Yfirlit yfir þróun byggðar hérlendis er eitt verkefna Byggðastofnunar, en nýveri...

Kolefniseiningar tilvonandi tekjustoð í búrekstrinum
Fréttir 15. mars 2024

Kolefniseiningar tilvonandi tekjustoð í búrekstrinum

Oddný Steina Valsdóttir og Ágúst Jensson, bændur á Butru í Fljótshlíð, eru fyrst...

Fimm tegundir teknar af skrá
Fréttir 15. mars 2024

Fimm tegundir teknar af skrá

Samkvæmt niðurstöðum áburðareftirlits Matvælastofnunar fyrir innfluttan tilbúinn...

Loftslag
Fréttir 15. mars 2024

Loftslag

Gagnvirkur loftslagsatlas sýnir fortíð og spáir fyrir um framtíð.

Bændavakt á Búnaðarþingi
Fréttir 14. mars 2024

Bændavakt á Búnaðarþingi

Búnaðarþing er nú haldið á Hótel Reykjavík Natura. Á Bændavakt á vef Bændasamtak...