Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Ársfundur BÍ og bændahátíð verða haldin í Hofi á Akureyri 3. mars 2017.
Ársfundur BÍ og bændahátíð verða haldin í Hofi á Akureyri 3. mars 2017.
Mynd / Auðunn Níelsson
Fréttir 27. desember 2016

Ársfundur og bændahátíð haldin á Akureyri

Höfundur: TB
Bændasamtökin standa fyrir bændahátíð föstudaginn 3. mars næstkomandi í Hofi á Akureyri. 
 
Fyrr um daginn verður ársfundur Bændasamtakanna en hann saman­stendur af hefðbundnum aðalfundarstörfum og ráðstefnu þar sem landbúnaðurinn verður í brennidepli. 
 
Búnaðarþing er nú haldið á tveggja ára fresti en hefðbundinn aðalfundur Bændasamtakanna þess á milli. Efni ársfundarins verður kynnt þegar nær dregur og sömuleiðis bændahátíðardagskráin. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur viðburður er haldinn en Bændasamtökin vonast til þess að bændur taki því fagnandi að blanda saman fræðslu og skemmtun með þessum hætti. 
 
Menningarhúsið Hof er glæsilegur vettvangur til þess að koma saman og fjölbreytt afþreying er í boði í Eyjafirði. Tilvalið tækifæri að taka sér hlé frá bústörfum og gleðjast með öðrum bændum.
 
Pantið gistingu í tíma
 
Nægt hótel- og gistirými er á Akureyri en bændur eru hvattir til þess að panta herbergi í tíma. Meðal þeirra aðila sem bjóða bændum góð kjör eru Icelandair Hotels, Hótel Natur, Sæluhúsin á  Akureyri og Hótel Norðurland. Fjöldi annarra gististaða er í boði en upplýsingar um þá má finna á vefnum www.visitakureyri.is.
 
Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...