Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Ársfundur BÍ og bændahátíð verða haldin í Hofi á Akureyri 3. mars 2017.
Ársfundur BÍ og bændahátíð verða haldin í Hofi á Akureyri 3. mars 2017.
Mynd / Auðunn Níelsson
Fréttir 27. desember 2016

Ársfundur og bændahátíð haldin á Akureyri

Höfundur: TB
Bændasamtökin standa fyrir bændahátíð föstudaginn 3. mars næstkomandi í Hofi á Akureyri. 
 
Fyrr um daginn verður ársfundur Bændasamtakanna en hann saman­stendur af hefðbundnum aðalfundarstörfum og ráðstefnu þar sem landbúnaðurinn verður í brennidepli. 
 
Búnaðarþing er nú haldið á tveggja ára fresti en hefðbundinn aðalfundur Bændasamtakanna þess á milli. Efni ársfundarins verður kynnt þegar nær dregur og sömuleiðis bændahátíðardagskráin. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur viðburður er haldinn en Bændasamtökin vonast til þess að bændur taki því fagnandi að blanda saman fræðslu og skemmtun með þessum hætti. 
 
Menningarhúsið Hof er glæsilegur vettvangur til þess að koma saman og fjölbreytt afþreying er í boði í Eyjafirði. Tilvalið tækifæri að taka sér hlé frá bústörfum og gleðjast með öðrum bændum.
 
Pantið gistingu í tíma
 
Nægt hótel- og gistirými er á Akureyri en bændur eru hvattir til þess að panta herbergi í tíma. Meðal þeirra aðila sem bjóða bændum góð kjör eru Icelandair Hotels, Hótel Natur, Sæluhúsin á  Akureyri og Hótel Norðurland. Fjöldi annarra gististaða er í boði en upplýsingar um þá má finna á vefnum www.visitakureyri.is.
 
Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...