Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Ársfundur BÍ og bændahátíð verða haldin í Hofi á Akureyri 3. mars 2017.
Ársfundur BÍ og bændahátíð verða haldin í Hofi á Akureyri 3. mars 2017.
Mynd / Auðunn Níelsson
Fréttir 27. desember 2016

Ársfundur og bændahátíð haldin á Akureyri

Höfundur: TB
Bændasamtökin standa fyrir bændahátíð föstudaginn 3. mars næstkomandi í Hofi á Akureyri. 
 
Fyrr um daginn verður ársfundur Bændasamtakanna en hann saman­stendur af hefðbundnum aðalfundarstörfum og ráðstefnu þar sem landbúnaðurinn verður í brennidepli. 
 
Búnaðarþing er nú haldið á tveggja ára fresti en hefðbundinn aðalfundur Bændasamtakanna þess á milli. Efni ársfundarins verður kynnt þegar nær dregur og sömuleiðis bændahátíðardagskráin. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur viðburður er haldinn en Bændasamtökin vonast til þess að bændur taki því fagnandi að blanda saman fræðslu og skemmtun með þessum hætti. 
 
Menningarhúsið Hof er glæsilegur vettvangur til þess að koma saman og fjölbreytt afþreying er í boði í Eyjafirði. Tilvalið tækifæri að taka sér hlé frá bústörfum og gleðjast með öðrum bændum.
 
Pantið gistingu í tíma
 
Nægt hótel- og gistirými er á Akureyri en bændur eru hvattir til þess að panta herbergi í tíma. Meðal þeirra aðila sem bjóða bændum góð kjör eru Icelandair Hotels, Hótel Natur, Sæluhúsin á  Akureyri og Hótel Norðurland. Fjöldi annarra gististaða er í boði en upplýsingar um þá má finna á vefnum www.visitakureyri.is.
 
Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...