Annar innlausnarmarkaður ársins fyrir greiðslumark í sauðfé
Fréttir 24. nóvember 2020

Annar innlausnarmarkaður ársins fyrir greiðslumark í sauðfé

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ákveðið að haldinn verður auka innlausnarmarkaður með greiðslumark í sauðfé í desember 2020. Markaðurinn er haldinn að tillögu Landssamtaka sauðfjárbænda um að auka greiðslumark á markaði fyrir sauðfjárbændur.

Á vef Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins segir að aðgerðin miði að því að jafna stöðu bænda innan kerfisins þar sem greiðslumarki er beint til hópa sem framleiða með minnstum opinberum stuðningi.

Á markaðnum verður boðið til sölu greiðslumark sem innleyst var á árunum 2017 og 2018, samtals 4.757 ærgildi, auk þess sem heimilt verður að leggja fram sölutilboð með sama hætti og venjulega. Innlausnarverð/söluverð er núvirt and­virði beingreiðslna næstu tveggja almanaksára, kr. 12.764,- pr. ærgildi.  

Forgangshópar eru tveir skv. ákvæðum 12. gr. reglugerðar nr. 1253/2019 um stuðning við sauðfjárrækt. Forgang að 60% af því sem er til úthlutunar eiga  þeir framleiðendur sem eiga 200 kindur eða fleiri á haustskýrslu 2019 og hafa ásetningshlutfallið 1.6 eða hærra. Forgang að því sem þá er eftir hafa þeir framleiðendur sem eiga 100 kindur eða fleiri og hafa ásetningshlutfallið 1 eða hærra. Það greiðslumark sem ekki er úthlutað til fram­leið­enda í forgangshópum skal boðið öðrum umsækjendum.

Með beiðni um inn­lausn á greiðslumarki skal fylgja veðbókarvottorð ásamt staðfestingu á eignarhaldi að lögbýli og samþykki ábúanda, sam­eigenda og veðhafa í lögbýlinu. Kaupandi greiðslumarks nýtir greiðslumark frá og með 1. janúar 2021.

Tilboðum um kaup og sölu greiðslumarks skal skila rafrænt á afurd.is.  Opnað verður fyrir kaup- og sölutilboð í Afurð 25. nóvember nk.

Tilboðsfrestur rennur út á miðnætti 3. desember nk. Greiðslufrestur vegna kaupa á greiðslumarki er til 10. desember 2020.

Þóttust vera eftirlitsmenn MAST
Fréttir 21. janúar 2021

Þóttust vera eftirlitsmenn MAST

Matvælastofnun hefur óskað eftir rannsókn lögreglu á atburði þar sem tveir einst...

NAWA Technologies komið með einkaleyfi á „byltingarkenndum” bílarafhlöðum
Fréttir 21. janúar 2021

NAWA Technologies komið með einkaleyfi á „byltingarkenndum” bílarafhlöðum

Undanfarna áratugi og enn frekar á síðustu árum og misserum hafa látlausar frétt...

Hæstu styrkir til BioPol og Sýndarveruleika
Fréttir 21. janúar 2021

Hæstu styrkir til BioPol og Sýndarveruleika

Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra hefur úthlutað styrkjum til fjölmargra og ...

Kemst allt að 640 km á einni fyllingu
Fréttir 20. janúar 2021

Kemst allt að 640 km á einni fyllingu

Toyota setti á markað í Banda­ríkjunum í byrjun desember, 2021-útgáfu af sportle...

Gjöf til uppbyggingar á skólamann- virkjum í Varmahlíð
Fréttir 20. janúar 2021

Gjöf til uppbyggingar á skólamann- virkjum í Varmahlíð

Stjórn Menningarseturs Skag­firðinga hefur ákveðið að hætta starfsemi og afhenda...

Allar Krónuverslanir nú Svansvottaðar
Fréttir 19. janúar 2021

Allar Krónuverslanir nú Svansvottaðar

Undir lok nýliðins árs voru allar verslanir Krónunnar komnar með Svansvottun. Kr...

Miðlanir standa vel þrátt fyrir lítið innrennsli
Fréttir 18. janúar 2021

Miðlanir standa vel þrátt fyrir lítið innrennsli

Vill að tollasamningar við ESB verði endurskoðaðir
Fréttir 18. janúar 2021

Vill að tollasamningar við ESB verði endurskoðaðir

Félag svínabænda hélt aðalfund sinn núna í gegnum fjarfundar­búnað föstudaginn 1...