Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Annar innlausnarmarkaður ársins fyrir greiðslumark í sauðfé
Fréttir 24. nóvember 2020

Annar innlausnarmarkaður ársins fyrir greiðslumark í sauðfé

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ákveðið að haldinn verður auka innlausnarmarkaður með greiðslumark í sauðfé í desember 2020. Markaðurinn er haldinn að tillögu Landssamtaka sauðfjárbænda um að auka greiðslumark á markaði fyrir sauðfjárbændur.

Á vef Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins segir að aðgerðin miði að því að jafna stöðu bænda innan kerfisins þar sem greiðslumarki er beint til hópa sem framleiða með minnstum opinberum stuðningi.

Á markaðnum verður boðið til sölu greiðslumark sem innleyst var á árunum 2017 og 2018, samtals 4.757 ærgildi, auk þess sem heimilt verður að leggja fram sölutilboð með sama hætti og venjulega. Innlausnarverð/söluverð er núvirt and­virði beingreiðslna næstu tveggja almanaksára, kr. 12.764,- pr. ærgildi.  

Forgangshópar eru tveir skv. ákvæðum 12. gr. reglugerðar nr. 1253/2019 um stuðning við sauðfjárrækt. Forgang að 60% af því sem er til úthlutunar eiga  þeir framleiðendur sem eiga 200 kindur eða fleiri á haustskýrslu 2019 og hafa ásetningshlutfallið 1.6 eða hærra. Forgang að því sem þá er eftir hafa þeir framleiðendur sem eiga 100 kindur eða fleiri og hafa ásetningshlutfallið 1 eða hærra. Það greiðslumark sem ekki er úthlutað til fram­leið­enda í forgangshópum skal boðið öðrum umsækjendum.

Með beiðni um inn­lausn á greiðslumarki skal fylgja veðbókarvottorð ásamt staðfestingu á eignarhaldi að lögbýli og samþykki ábúanda, sam­eigenda og veðhafa í lögbýlinu. Kaupandi greiðslumarks nýtir greiðslumark frá og með 1. janúar 2021.

Tilboðum um kaup og sölu greiðslumarks skal skila rafrænt á afurd.is.  Opnað verður fyrir kaup- og sölutilboð í Afurð 25. nóvember nk.

Tilboðsfrestur rennur út á miðnætti 3. desember nk. Greiðslufrestur vegna kaupa á greiðslumarki er til 10. desember 2020.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...