Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Álft og gæs étur um þriðjung uppskerunnar
Mynd / Hörður Kristjánsson
Fréttir 24. október 2014

Álft og gæs étur um þriðjung uppskerunnar

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Birkir Arnar Tómasson, bóndi á Móeiðarhvoli, segir að af því sem hann hafi náð í hús hafi fengist 5,3 tonn af þurrum höfrum á hektara sem þyki gott. Hefur Birkir haft samvinnu við félaga sinn, Massimo Luppi, sem er af ítölskum uppruna, um akuryrkjuna, en hann  er mikill áhugamaður um kornrækt og hefur leigt þarna akurlendi til ræktunar.

„Hafrarnir voru af ökrum þar sem engin afföll urðu. Byggið er hins vegar allt meira og minna brotið niður og þar hefur álft og gæs eyðilagt mikið. Það eru t.d. um 15 hektarar sem við reynum ekki einu sinni að fara með vélarnar á.“

Tjónið  nemur milljónum króna

Birkir segir að þar sem svo langt sé komið fram á haust hafi fuglinn lagst enn meira á akrana en ella.
„Hér í kringum mig hleypur tjónið á nokkrum milljónum króna aðallega af völdum álfta. Það er auðveldara að reka gæsina á brott. Hún er mun styggari og ef maður nær að reka hana á brott að morgni, þá lætur hún ekki sjá sig allan daginn.

Öðru máli gegnir um álftina. Hún hræðist manninn ekki og er komin aftur í akurinn nokkrum mínútum eftir að hún hefur verið rekin á brott. Þá hefur afkoman hjá álftinni verið mjög góð í sumar og maður sér álftina hvergi með færri unga en fimm. Allt þarf þetta að éta og eiga þeir örfáu aðilar sem eru að burðast við kornrækt í landinu að halda uppi þessum stofni? Ég ætla ekki að taka þátt í því lengur og við félagi minn sem er í samvinnu við mig munum ekki sá í meira en við getum algjörlega varið fyrir fugli.  Það verður til þess að ég verð að kaupa miklu meira af innfluttu fóðri þó ég hefði þurft að auka kornræktina um leið og ég fjölga nautgripunum.“

Þriðjungur kornsins fer í að ala álft og gæs

„Nú er þetta stórtjón og mikið meira en í fyrra af völdum fugla. Þá náðum við meiru af korninu í hús áður en fuglinn kom. Sennilega var það vegna þess að varpið hófst þá mun seinna vegna vorkulda og fuglinn kom því líka seinna niður í byggð með ungviðið. Í sumar verpti fuglinn fyrr vegna meiri hita og kom því fyrr í akrana. Svo var september erfiður vegna veðurs þannig að við réðum ekki neitt við þetta.

Nú er svo komið að við sem unnið höfum að kornræktinni hér í sameiningu munum hætta þessu að mestu. Við verðum annaðhvort að sætta okkur við að 30 prósent af því sem við ræktum fljúgi burt, eða að við kaupum kornið erlendis frá.“

Enginn vilji til að taka á málinu

Er ekki óhagstætt fyrir þjóðarbúið ef þið þurfið að fara að verja auknum gjaldeyri til fóðurkaupa?

„Ég hefði talið það og að við ættum að reyna að framleiða alla þá matvöru sem við getum hér á landi, en það virðist bara ekki skipta ráðamenn neinu máli. Við erum búnir að benda á þetta í tíu ár eða meira, en það er eins og að berja hausnum við stein. Það hefur ekkert gerst og enginn vilji til að taka á málinu. Þeir sem ráða eru greinilega á annarri skoðun en við og vilja flytja þetta allt inn með tilheyrandi gjaldeyrisútlátum. Við getum bara ekki barist endalaust við þetta og borgað að auki eldið á þessum fuglum, það gengur bara ekki upp,“ segir Birkir.

Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir
Fréttir 18. janúar 2022

Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir

Gengið var frá kaupsamningi undir lok síðasta árs um jörðina Kálfaströnd (Kálfas...

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins
Fréttir 18. janúar 2022

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins

Það hefur vakið athygli að Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps, h...

Áburðareftirlit Mast árið 2021
Fréttir 18. janúar 2022

Áburðareftirlit Mast árið 2021

Á árinu 2021 fluttu 24 fyrirtæki inn áburð og jarðvegsbætandi efni alls 368 tegu...

Endurnýja starfsleyfi Ísteka
Fréttir 18. janúar 2022

Endurnýja starfsleyfi Ísteka

Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um útgáfu á starfsleyfi Ísteka ehf. Í star...

Stórátak í riðuarfgerðagreiningum
Fréttir 18. janúar 2022

Stórátak í riðuarfgerðagreiningum

Mikil gerjun hefur átt sér stað á síðustu misserum í málum tengdum rannsóknum á ...

Mikil aukning í ræktun á vínviði og vínframleiðslu
Fréttir 18. janúar 2022

Mikil aukning í ræktun á vínviði og vínframleiðslu

Ræktun á vínviði og vínframleiðsla á Bretlandseyjum hefur aukist mikið undanfari...

Stjórnlaus skógareyðing
Fréttir 17. janúar 2022

Stjórnlaus skógareyðing

Þrátt fyrir allt tal stjórnvalda í Brasilíu um verndun skóga sýna loftmyndir að ...

Viðurkennd verndandi arfgerð gegn riðu finnst í sex einstaklingum
Fréttir 17. janúar 2022

Viðurkennd verndandi arfgerð gegn riðu finnst í sex einstaklingum

Sex einstaklingar fundust fyrir skemmstu með tiltekna verndandi arfgerð (ARR) ge...