Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Farga hefur þurft svínum í stórum stíl vegna afrísku svínapestarinnar.
Farga hefur þurft svínum í stórum stíl vegna afrísku svínapestarinnar.
Mynd / stravaganzastravaganza.blogspot.com
Fréttir 1. október 2014

Afríska svínapestin komin til fjögurra ESB-ríkja

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Afríska svínapestin heldur áfram að breiðast út og er hún nú komin til fjögurra Evrópusambandsríkja. Nýverið greindu yfirvöld í Eistlandi frá því að sjúkdómsins hefði líka orðið vart þar í landi.

Í Eistlandi hefur pestin greinst  á svæði þar sem 15 lítil svínabú eru í rekstri. Gert var ráð fyrir að öllum svínum í þessum búum yrði slátrað og lýst var yfir að svæði sem næði yfir 8 kílómetra radíus í kringum búin yrðu sett í sóttvarnareinangrun.

Veiran berst ekki í önnur dýr eða fólk en getur borist á milli svæða með sýktum dýrum, sæði og hráu kjöti af sýktum dýrum. Einnig getur vírusinn borist með farartækjum, fatnaði og öðrum búnaði sem hefur komist í snertingu við jarðveg af sýktum svæðum eða sýkt svín. Dánartíðni meðal svína og grísa sem sýkjast er allt að 100%.

Ivar Padar, landbúnaðarráðherra Eistlands, telur líklegt að vírusinn kunni að hafa verið að breiðast út með villtum svínum í skógum landsins í sumar. Pestin hefur verið þekkt í Rússlandi frá 2007 og er nú landlæg í Georgíu, Armeníu, Azerbaídsjan, Úkraínu og Hvíta-Rússlandi. Þá er hún einnig komin til fjögurra Evrópusambandsríkja eins og fyrr greinir, en það eru Pólland, Litháen, Lettland og Eistland.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...