Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Afríkönsk svínapest að breiðast út
Fréttir 28. ágúst 2014

Afríkönsk svínapest að breiðast út

Höfundur: Vilmundur Hansen

Afríkönsk svínapest er að brjóta sér leið úr austri til æ fleiri Evrópulanda samkvæmt því sem segir á vef Matvælastofnunnar. Um er að ræða alvarlegan sjúkdóm í svínum, sem í flestum tilvikum veldur dauða.

Sjúkdómurinn berst ekki í önnur dýr né fólk. Veiran sem veldur sjúkdómnum getur m.a. borist með sýktum svínum og sæði, hráu kjöti af sýktum dýrum, sem og farartækjum, búnaði, fatnaði o.fl. sem mengast hafa af veirunni. Smitdreifing til nýrra landa er oftast rakin til mætvæla og lifandi svína.

Sjúkdómurinn hefur verið til staðar í Rússlandi frá árinu 2007 og er nú landlægur þar. Georgía, Armenía, Azerbaídsjan, Úkraína og Hvíta-Rússland hafa jafnframt öll tilkynnt um tilfelli á undanförnum árum. Á þessu ári hafa tilfelli greinst í Lettlandi, Litháen og Póllandi, sem staðfest hefur verið að eru af völdum sama stofns veirunnar og er á ferðinni í Rússlandi og Hvíta-Rússlandi.

Mest er um sjúkdóminn í villisvínum og því mjög erfitt að hafa hemil á útbreiðslu hans. Umfangsmiklar sýnatökur og varnaraðgerðir eru í þeim löndum sem sjúkdómurinn hefur greinst.

Mjög mikilvægt er að fólk hafi þennan sjúkdóm í huga ef það er á ferðinni í þessum löndum og taki alls ekki með sér hrátt eða illa hitameðhöndlað kjöt hingað til lands eða til annarra landa sem eru laus við sjúkdóminn. Jafnframt er rétt að minna á að bannað er að fóðra dýr sem alin eru til manneldis á dýrapróteinum, að undanskildu fiskimjöli. Þetta á m.a. við um eldhúsúrgang sem kjöt getur leynst í. Dýraeigendur bera ábyrgð á að verja dýrin sín gegn sýkingum en það er á ábyrgð okkar allra að smitefni dýrasjúkdóma berist ekki til landsins.

Afhending eftir sauðburð
Fréttir 30. maí 2023

Afhending eftir sauðburð

Matvælastofnun hefur náð samkomulagi við sauðfjárbændur á nokkrum bæjum í Miðfja...

Deilt um túlkun á gildissviði regluverks
Fréttir 30. maí 2023

Deilt um túlkun á gildissviði regluverks

Íslensk stjórnvöld telja blóðtöku á fylfullum hryssum teljast til afurðanýtingar...

Nýir pistlahöfundar
Fréttir 29. maí 2023

Nýir pistlahöfundar

Lesendur Bændablaðsins munu rekast á nýja pistlahöfunda í 10 tölublaði Bændablað...

Arfgreining nautgripa gengur vel
Fréttir 29. maí 2023

Arfgreining nautgripa gengur vel

Búið er að lesa næstum 20 þúsund niðurstöður arfgreininga í gagnagrunn nautgripa...

Áskoranir og tækifæri
Fréttir 26. maí 2023

Áskoranir og tækifæri

Framtíð íslensks landbúnaðar – tækifæri og áskoranir var yfirskrift ársfundar La...

Geta endurnýtt eyrnamerki til ársins 2024
Fréttir 26. maí 2023

Geta endurnýtt eyrnamerki til ársins 2024

Matvælastofnun hefur áréttað að ekki sé heimilt að endurnýta eyrnamerki í eyru á...

LL42 ehf. fær stærstan hluta kinda- og geitakjöts
Fréttir 25. maí 2023

LL42 ehf. fær stærstan hluta kinda- og geitakjöts

LL42 ehf., sem er að fullu í eigu Stjörnugríss hf., fær langstærstan hluta af WT...

Tollkvótum útdeilt
Fréttir 25. maí 2023

Tollkvótum útdeilt

Tilkynnt var um samþykkt tilboð á tollkvótum fyrir innflutning af hinum ýmsu lan...