Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Af hverju eru svona margir vanbúnir fyrir fyrstu hálku vetrarins?
Öryggi, heilsa og umhverfi 8. nóvember 2016

Af hverju eru svona margir vanbúnir fyrir fyrstu hálku vetrarins?

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Frá 1. nóvember til 14. apríl er lágmarks mynsturdýpt í hjólbörðum 3 millimetrar. Alltaf eru einhverjir sem láta veturinn koma sér á óvart og eru ekki tilbúnir til aksturs í snjó og hálku. Fyrir vikið lenda of margir í vandræðum og verða fyrir óhappi sökum þess.
 
Þótt sumardekk standist mynstursdýpt við mælingu eru sumardekk ekki gerð til aksturs í snjó og hálku. Oft hef ég sagt þessa setningu: 
 
Sá sem er vanbúinn til aksturs í snjó og hálku og biður um aðstoð á bara að fá eina tegund af aðstoð: Hjálp til að komast út fyrir veg. Viðkomandi er hættulegur öðrum í umferð og á ekki að vera í umferð. 
Ég vinn á hjólbarðaverkstæði og fæ oft spurninguna: Nagladekk eða ekki?
 
Á hjólbarðaverkstæðum heyrist ýmislegt um dekk og dekkjaráðleggingar. Fyrir nokkru var maður sem býr í nágrenni Reykjavíkur að skipta undir heimilisbílunum yfir á vetrardekkin og sagði þá: „Báðir heimilisbílarnir eru hafðir á nagladekkjum öryggisins vegna, en þegar skólabíllinn kemur og sækir börnin í skólann er hann á ónegldum dekkjum.“ 
 
Önnur setning var sögð á dekkjaverkstæðinu af samstarfsmanni mínum þegar hann var farið að lengja eftir að „dekkjatörnin“ hæfist:
 
„Á vorin ­auglýsir Reykja­víkurborg grimmt nagladekkin burt, en aldrei er auglýst að setja nagladekkin undir á haustin, er þetta ekki brot á jafnræðisreglum?“
 
 
Undanfarið hefur Sjóvá verið að auglýsa muninn á hemlunarvegalengd sumardekkja og vetrardekkja sem er mikill, en á 50 km hraða og í stopp munar 20 metrum í hemlunarvegalengd. Nýjasta auglýsingin frá Sjóvá er að munurinn á hemlavegalengd nagladekkja og ónegldra vetrardekkja er 16 metrar ef ekið er á 50 km hraða. Sé tekið mið af þessari auglýsingu og þeirri fyrri er hemlunarvegalengd á negldum dekkjum 36 metrum styttri en á sumardekkjum.
 
Ekki spurning um að vera á nöglum sé ekið á landsbyggðinni
 
Ef mikið er verið að keyra út á land á veturna á viðkomandi að vera á nöglum og mitt viðmið er að sé ekið oftar en tvisvar yfir heiðar á veturna eða mikið farið í Bláfjöll á skíði þá eru naglar það sem undir bílnum skal vera. Nýlega fóru þrjár rútur út af veginum í nágrenni Reykjavíkur og ein þeirra á hliðina. Það er gáleysi að fara á rútu yfir heiðar eða fjallvegi með farþega á naglalausum rútum. Persónulega finnst mér ökumaður rútu sem fer á Þingvöll eða Gullfoss naglalaus ekkert annað en að stunda það sem kallað er glæfraakstur.
 
Því miður eru það eigendur farartækjanna sem ráða hvaða dekk fara undir bílana en ekki bílstjórarnir, en fallið hefur dómur á strætóbílstjóra í Reykjavík sem var dæmdur fyrir manndráp af gáleysi fyrir að vera ekki á nöglum vitandi það að strætó í Reykjavík er aldrei á nöglum.  
Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn
Fréttir 24. nóvember 2021

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn

Fyrirtækið Ver lausnir í Garðabæ hefur verið að vinna að athyglisverðu verkefni ...

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts
Fréttir 24. nóvember 2021

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts

Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. ...