Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Valgerður Jónsdóttir og Arnlín Óladóttir við hæsta sitkagrenitréð í Barmahlíð.
Valgerður Jónsdóttir og Arnlín Óladóttir við hæsta sitkagrenitréð í Barmahlíð.
Mynd / Sæmundur Kr. Þórvaldsson
Fréttir 13. október 2016

Æsispennandi kappvöxtur alaskaaspar og sitkagrenis á Vestfjörðum

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Hæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Hnífjafnt er nú í kapphlaupi alaskaaspar í Dýrafirði og sitkagrenis í Reykhólasveit.

Starfsfólk landshlutaverkefna í skógrækt sem nú er hluti af hinni nýju stofnun, Skógræktinni, hafa hist árlega á nokkurs konar landsmóti til að bera saman bækur sínar og kynnast nytjaskógrækt á lögbýlum í mismunandi landshlutum. Að þessu sinni var komið saman á Reykhólum 21.–22. september.

Skógfræðingar beina tækjum sínum að sitkagrenitrjánum í Barmahlíð. Frá vinstri: Kristján Jónsson, Valgerður Erlingsdóttir og Rakel Jónsdóttir. 

Í tengslum við landsmótið var efnt til trjámælinga þar sem vitað var um hæstu tré á Vestfjarðakjálkanum. Ekki er vitað betur en að nú berjist myndarleg alaskaösp við Miðbæ í Haukadal í Dýrafirði um titilinn hæsta tré Vestfjarða við ekki síður myndarlegt sitkagrenitré í hinni ástsælu Barmahlíð í Reykhólasveit. Mælingin nú sýnir að öspin hefur náð greninu og sennilega ná bæði þessi tré að rjúfa 20 metra múrinn á næsta sumri.

Á eftir að taka sumarið út

Grenið í Barmahlíð mældist nú 19,6 m og hefur bætt við sig 60 cm síðustu tvö sumur. Öspin mældist 19,7 m og hefur hækkað um 140 cm á tveimur sumrum. Sæmundur Þorvaldsson, skógfræðingur hjá Skógræktinni á Vestfjörðum, bendir þó á að hafa beri í huga að grenið eigi eftir að taka út góða sumarið 2016, ef svo má segja, en hagstætt veður nýliðins sumars hafi þegar nýst öspinni. Frá þessu er sagt á vef Skógræktarinnar, skogur. is. 

Skylt efni: trjávöxtur | há tré

Erfðabreytt búfé
Fréttir 6. desember 2021

Erfðabreytt búfé

Erfðafræðingar binda vonir við að með aðstoð erfðatækni megi koma í veg fyrir al...

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda
Fréttir 6. desember 2021

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda

„Undanfarin ár hefur sveitarstjórn Húnaþings vestra lagt áherslu á að framkvæmdu...

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði
Fréttir 6. desember 2021

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði

Það er til mikils að vinna að koma á bættri vetrarferðaþjónustu á Norðurlandi. E...

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng
Fréttir 6. desember 2021

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng

Erlendir ferðamenn sem farið hafa um Vaðlaheiðargöng á þessu ári hafa greitt fyr...

Nýtt 450 íbúða hverfi byggt í Þorlákshöfn
Fréttir 6. desember 2021

Nýtt 450 íbúða hverfi byggt í Þorlákshöfn

Framkvæmdir eru hafnar við uppbyggingu fyrsta áfanga Móabyggðar, nýs 450 íbúða h...

Rökstuddur grunur um blóðþorra
Fréttir 3. desember 2021

Rökstuddur grunur um blóðþorra

Veira sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi, Infectious salmon anaemia, h...

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi
Fréttir 3. desember 2021

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi

Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst hafa tekið höndum saman um að ...

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði
Fréttir 3. desember 2021

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði

Samkvæmt skýrslu European Medicine Agency, sem kom út í síðustu viku, er sýklaly...