Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
„Við merkjum það núna að hlutirnir færast upp á við, júní var mjög góður sölumánuður og raunar með þeim bestu," segir Þórarinn I. Pétursson formaður LS.
„Við merkjum það núna að hlutirnir færast upp á við, júní var mjög góður sölumánuður og raunar með þeim bestu," segir Þórarinn I. Pétursson formaður LS.
Mynd / TB
Fréttir 22. júlí 2016

Aðkallandi að sauðfjárbændur fái hærra verð fyrir afurðirnar

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Það eru þreifingar í gangi, en sláturleyfishafar hafa enn sem komið er lítið gefið upp. Við gerum kröfu um hækkun á afurðaverði og bendum á að sáralítið eða engin hækkun fékkst í fyrrahaust,“ segir Þórarinn Ingi Pétursson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda.

LS sendi frá sér viðmiðunar­verðskrá haustið 2014, hún var til þriggja ára og gildir til haustsins 2017. Í viðmiðunarverðskránni er gert ráð fyrir að bændur fái 25% hækkun á tímabilinu. „Þetta er það eina sem við getum gert, að senda út verðskrá til viðmiðunar, það er svo alveg undir hælinn lagt hvort farið er eftir henni. Fram til þessa hefur það ekki verið gert,“ segir hann.

Sölukippur síðustu vikur

Þórarinn Ingi segir það ekki hafa farið framhjá sauðfjárbændum að sláturleyfishafar beri sig illa, afkoman á liðnu ári hafi víðast verið slæm. „Við merkjum það núna að hlutirnir færast upp á við, júní var mjög góður sölumánuður og raunar með þeim bestu. Þá hafa afurðastöðvarnar verið að taka sig á varðandi bæði markaðssetningu og vöruþróun og það hefur örugglega sitt að segja,“ segir hann.

Einn aðili af þremur fitnar

„Það gengur hins vegar ekki til lengdar að einn aðili af þremur í framleiðslukeðjunni fitni og hinir sitji eftir, það er öllum kunnugt að bændur og sláturleyfishafar hafa fengið lítið fyrir sinn snúð, en auðvitað er það svo að allir sem þátt taka verða að fá greitt fyrir sína vinnu, ekki bara einn aðili,“ segir Þórarinn Ingi og á þar við verslunina.

Hann segir orðið mjög aðkallandi að bændur fái afurðaverðshækkun og í ljósi aukinnar eftirspurnar eftir vöru þeirra segði markaðslögmálið að hægt væri að greiða þeim hærra verð. Frumframleiðendurnir vilji fá sinn skerf af kökunni. Þeir framleiði hágæðavöru sem eftirspurn sé eftir. „Einhvers staðar virðist samt málið stranda og sláturleyfishafarnir bera sig mjög illa um þessar mundir.“

Of margir sláturleyfishafar

Þórarinn Ingi segir að ná þurfi fram enn meiri hagræðingu á sláturmarkaði en þegar er orðin. Hans mat er það að fækka megi sláturleyfishöfum, það séu of margir að sýsla með of lítið magn og selja í of fáar og stórar verslanir. „Það er örugglega hægt að gera þetta með hagkvæmari hætti sem yrði hagstæðara fyrir bændur og neytendur.“

Sláturleyfishafar eru á önd­verðum meiði við Þórarin Inga og gefa flestir í skyn verðlækkanir í haust.

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...

Nýr stjórnarformaður
Fréttir 6. desember 2023

Nýr stjórnarformaður

Daði Guðjónsson er nýr stjórnarformaður markaðsstofunnar Icelandic Lamb, sem fer...

Margir fengu vel í soðið
Fréttir 6. desember 2023

Margir fengu vel í soðið

Útlit er fyrir að rjúpnaveiði hafi í ár verið allt að 20% meiri en í fyrra. Meða...

Sala á 3.357 ærgildum
Fréttir 5. desember 2023

Sala á 3.357 ærgildum

Á innlausnarmarkaði með greiðslumark í sauðfé, sem haldinn var 15. nóvember, bár...

Sæðingar verða niðurgreiddar
Fréttir 5. desember 2023

Sæðingar verða niðurgreiddar

Sæðingar verða niðurgreiddar til að innleiða verndandi arfgerðir gegn riðu.

Íslenskir verðlaunahestar í útlöndum
Fréttir 4. desember 2023

Íslenskir verðlaunahestar í útlöndum

Sjö stóðhestar, fæddir á Íslandi en staðsettir erlendis, uppfylltu viðurkenningu...

Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum
Fréttir 4. desember 2023

Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum

Bændasamtök Íslands senda frá sér í næstu viku aðgerðaráætlun með umfjöllun um a...

Heitt vatn finnst á Ströndum
Fréttir 1. desember 2023

Heitt vatn finnst á Ströndum

Heitt vatn fannst nýlega við borun á Drangsnesi á Ströndum.