Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands
Mynd / Vilmundur Hansen
Fréttir 12. ágúst 2014

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands

Höfundur: Vilmundur Hansen

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands 2014 verður haldinn í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi helgina 15.-17. ágúst. Skógræktarfélag Akraness, í samstarfi við Skógræktarfélag Skilmannahrepps, er gestgjafi fundarins.
                     
Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa verða flutt fjölbreytt fræðsluerindi og farið í vettvangsferðir um Akranes og Hvalfjarðarsveit,  þar sem gestum gefst tækifæri á að sjá með eigin augum þann árangur sem þar hefur náðst við uppgræðslu og skógrækt. Hápunktur fundarins er hátíðarkvöldverður í Fjölbrautaskólanum á laugardagskvöld þar sem valinkunnir menn verða heiðraðir fyrir framlag sitt til skógræktar og dans stiginn fram á nótt.

Í fræðsluerindum á fundinum verður sjónum meðal annars beint að skógrækt á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit, skaðvöldum í skógi, eplarækt og ræktun jólatrjáa.

Dagskrá aðalfundar, starfsskýrslu Skógræktarfélags Íslands og aðrar gagnlegar upplýsingar má nálgast á vefsvæði Skógræktarfélags Íslands
 

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...