Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
80 til 90% nýting yfir háannatímann
Fréttir 21. ágúst 2014

80 til 90% nýting yfir háannatímann

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nýting á gistirýmum hjá Ferða­þjónustu bænda hefur verið mjög góð það sem af er árinu enda hefur metfjöldi ferðamanna heimsótt landið. Pöntunum á gistinóttum beint til bænda hefur fjölgað talsvert auk þess sem einstaklingar bóka í auknum mæli sjálfir í gegnum ferðaþjónustuna.

„Bókanir hafa verið mjög góðar í sumar og nýtingin milli 80 og 90% yfir háannatímann,“ segir Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda. „Í dag bjóðum við upp á 5.000 uppbúin rúm hjá 185 aðilum um allt land auk margs konar möguleika á afþreyingu.“

Norðurljósin trekkja

„Nýtingin hefur verið mest frá seinni hluta júní og út ágúst en undanfarið höfum við orðið vör við talsverða aukningu á haustin og tímabilið er því að lengjast. Á ákveðnum svæðum eins og til dæmis í kringum Jökulsárlón er nýtingin einnig góð á veturna og þá sérstaklega yfir norðurljósatímann frá áramótum og fram í apríl.“

Aukin sala á netinu

Ferðaþjónusta bænda er hlutafélag í eigu bænda og starfar að markaðssetningu og sölu á þjónustu fyrir þá. Hlutverk ferðaskrifstofunnar er einkum að bóka gistingu fyrir einstaklinga og hópa ásamt heildarskipulagningu á bílaleigupökkum. Ferðaskrifstofan er í viðskiptum við um 150 ferðaskrifstofur og ferðaheildsala um allan heim.

Sævar segist verða var við aukningu á því að bændur bjóði sjálfir gistingu á netinu og að ferðamenn bóki hana þannig. „Netið býður upp á óþrjótandi möguleika og auk þess sem bændur eru sjálfir að selja gistingu í gegnum það hefur salan hjá okkur einnig aukist verulega. Það er enginn bundinn af því að selja eingöngu í gegnum okkur og margir eru í samvinnu við fleiri en eina ferðaþjónustu.

Kosturinn við að vera hluti af Ferðaþjónustu bænda felst meðal annars í því að við gerum úttekt á þjónustunni á tveggja ára fresti og tryggjum því ákveðin gæði. Við ábyrgjumst einnig greiðslur á öllum bókunum sem fara í gegnum okkur og borgum stundum fyrir fram á vorin fyrir gistingu á komandi sumri ef lítið er í kassanum hjá gistisölum eftir veturinn.“


Aukin afþreying í boði

Sævar segir Ferðaþjónustu bænda sífellt stefna að því að bæta þjónustuna. „Viðskiptavinir okkar koma alls staðar að og ég verð ekki var við að þeir komi meira frá ákveðnum löndum en öðrum.

Undanfarið hefur til dæmis orðið mikil aukning í sölu á afþreyingu samhliða gistingu. Göngu- og skoðunarferðir í nágrenni gististaðanna eru mjög vinsælar. Við bjóðum einnig upp á pakka með gistingu og bílaleigubíl og vinsældir slíkra ferða hafa aukist mikið.

Auk einstaklingsbókana erum við með stóra hópadeild sem selur erlendum ferðaskrifstofum ferðir og skipuleggur skoðunarferðir og aðra afþreyingu fyrir þær,“ segir Sævar. 

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...

Ferðamenn sækja í skóga
Fréttir 1. júní 2023

Ferðamenn sækja í skóga

Stjórn Félags skógarbænda á Suðurlandi harmar framkomnar órökstuddar fullyrðinga...

Ártangi til sölu
Fréttir 31. maí 2023

Ártangi til sölu

Hjónin Gunnar Þorgeirsson og Sigurdís Edda Jóhannesdóttir hafa sett garðyrkjustö...

Skýr afstaða í könnun
Fréttir 31. maí 2023

Skýr afstaða í könnun

Meirihluti þjóðarinnar er sammála því að íslenska ríkið eigi að leggja aukið fjá...

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun
Fréttir 31. maí 2023

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun

Ágúst Sigurðsson á Kirkjubæ á Rangárvöllum hefur nýlega tekið við starfi fagstjó...

Erlendir sérhæfðir garðyrkjuráðunautar á Íslandi
Fréttir 31. maí 2023

Erlendir sérhæfðir garðyrkjuráðunautar á Íslandi

Matvælaráðherra úthlutaði nýlega styrkjum til þróunarverkefna búgreina, um 93 mi...

Afhending eftir sauðburð
Fréttir 30. maí 2023

Afhending eftir sauðburð

Matvælastofnun hefur náð samkomulagi við sauðfjárbændur á nokkrum bæjum í Miðfja...