Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
80 til 90% nýting yfir háannatímann
Fréttir 21. ágúst 2014

80 til 90% nýting yfir háannatímann

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nýting á gistirýmum hjá Ferða­þjónustu bænda hefur verið mjög góð það sem af er árinu enda hefur metfjöldi ferðamanna heimsótt landið. Pöntunum á gistinóttum beint til bænda hefur fjölgað talsvert auk þess sem einstaklingar bóka í auknum mæli sjálfir í gegnum ferðaþjónustuna.

„Bókanir hafa verið mjög góðar í sumar og nýtingin milli 80 og 90% yfir háannatímann,“ segir Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda. „Í dag bjóðum við upp á 5.000 uppbúin rúm hjá 185 aðilum um allt land auk margs konar möguleika á afþreyingu.“

Norðurljósin trekkja

„Nýtingin hefur verið mest frá seinni hluta júní og út ágúst en undanfarið höfum við orðið vör við talsverða aukningu á haustin og tímabilið er því að lengjast. Á ákveðnum svæðum eins og til dæmis í kringum Jökulsárlón er nýtingin einnig góð á veturna og þá sérstaklega yfir norðurljósatímann frá áramótum og fram í apríl.“

Aukin sala á netinu

Ferðaþjónusta bænda er hlutafélag í eigu bænda og starfar að markaðssetningu og sölu á þjónustu fyrir þá. Hlutverk ferðaskrifstofunnar er einkum að bóka gistingu fyrir einstaklinga og hópa ásamt heildarskipulagningu á bílaleigupökkum. Ferðaskrifstofan er í viðskiptum við um 150 ferðaskrifstofur og ferðaheildsala um allan heim.

Sævar segist verða var við aukningu á því að bændur bjóði sjálfir gistingu á netinu og að ferðamenn bóki hana þannig. „Netið býður upp á óþrjótandi möguleika og auk þess sem bændur eru sjálfir að selja gistingu í gegnum það hefur salan hjá okkur einnig aukist verulega. Það er enginn bundinn af því að selja eingöngu í gegnum okkur og margir eru í samvinnu við fleiri en eina ferðaþjónustu.

Kosturinn við að vera hluti af Ferðaþjónustu bænda felst meðal annars í því að við gerum úttekt á þjónustunni á tveggja ára fresti og tryggjum því ákveðin gæði. Við ábyrgjumst einnig greiðslur á öllum bókunum sem fara í gegnum okkur og borgum stundum fyrir fram á vorin fyrir gistingu á komandi sumri ef lítið er í kassanum hjá gistisölum eftir veturinn.“


Aukin afþreying í boði

Sævar segir Ferðaþjónustu bænda sífellt stefna að því að bæta þjónustuna. „Viðskiptavinir okkar koma alls staðar að og ég verð ekki var við að þeir komi meira frá ákveðnum löndum en öðrum.

Undanfarið hefur til dæmis orðið mikil aukning í sölu á afþreyingu samhliða gistingu. Göngu- og skoðunarferðir í nágrenni gististaðanna eru mjög vinsælar. Við bjóðum einnig upp á pakka með gistingu og bílaleigubíl og vinsældir slíkra ferða hafa aukist mikið.

Auk einstaklingsbókana erum við með stóra hópadeild sem selur erlendum ferðaskrifstofum ferðir og skipuleggur skoðunarferðir og aðra afþreyingu fyrir þær,“ segir Sævar. 

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...