Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
350 milljóna evra styrkur
Fréttir 6. september 2016

350 milljóna evra styrkur

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir
Áætlanir eru um að leggja um 350 milljónir evra í sjóð sem verður útdeilt til kúabænda í löndum Evrópusambandsins. Þetta eru rúmlega 47 milljarðar íslenskra króna. Aðildarlöndin hafa leyfi til að tvöfalda þá upphæð. 
 
Danir fá 70 milljónir danskra króna í „hjálparpakka“, eða tæplega 1,3 milljarða íslenskra króna, fyrir þarlenda mjólkurbændur. Að auki verður haldið eftir um 150 milljónum evra (20 milljörðum íslenskra króna) í sjóði sem bændur innan Evrópusambandsins geta sótt í. Upphæðin sem fer til Dana verður notuð til að minnka framleiðsluna. Peningarnir eiga að nýtast öllum búgerðum, hvort heldur sem um lítil eða stór bú er að ræða. 
 
Niels Lindberg Madsen, Evrópusambandssérfræðingur hjá dönsku bændasamtökunum Landbrug & fødevarer, er áhyggjufullur yfir því að löndin megi tvöfalda upphæðina því erfitt sé fyrir Dani að keppa við það. Þeir verði því óhjákvæmilega undir í samkeppninni.
Nýir liðsmenn Bændablaðsins
Fréttir 21. júní 2024

Nýir liðsmenn Bændablaðsins

Lesendur hafa kannski tekið eftir nýjum efnisþáttum í blaðinu í vor. Hugarleikfi...

Opnað fyrir milljarða króna fjármögnun
Fréttir 21. júní 2024

Opnað fyrir milljarða króna fjármögnun

Lítil og meðalstór fyrirtæki á Íslandi fá aðgengi að 3,2 milljarða króna fjármög...

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum
Fréttir 20. júní 2024

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum

Hvítlauksbændurnir í Neðri-Brekku í Dölum fengu nýlega tvo styrki úr Matvælasjóð...

Verðlaunuðu góðan árangur
Fréttir 20. júní 2024

Verðlaunuðu góðan árangur

Tabea Elisabeth Schneider hlaut verðlaun fyrir besta árangur á B.S. prófi þegar ...

Fuglum fækkar vegna óveðurs
Fréttir 20. júní 2024

Fuglum fækkar vegna óveðurs

Samkvæmt fuglatalningu varð algjört hrun í fjölda fugla á Norðausturlandi þegar ...

Óhrædd að takast á við áskoranir
Fréttir 19. júní 2024

Óhrædd að takast á við áskoranir

Tilkynnt var um ráðningu Margrétar Ágústu Sigurðardóttur í starf framkvæmdastjór...

Halla færir út kvíarnar
Fréttir 19. júní 2024

Halla færir út kvíarnar

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjuframleiðandi og eigandi garðyrkjustö...

Sala Búvís stöðvuð
Fréttir 19. júní 2024

Sala Búvís stöðvuð

Samkeppniseftirlitið hefur komið í veg fyrir að Skeljungur kaupi Búvís ehf. þar ...