Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Kirkjan sem Samúel Jónsson bóndi reisti á Brautarholti í Selárdal eftir að að sóknarnefndin vildi ekki hafa altaristöfluna sem hann hafði málað í Selárskirkju.
Kirkjan sem Samúel Jónsson bóndi reisti á Brautarholti í Selárdal eftir að að sóknarnefndin vildi ekki hafa altaristöfluna sem hann hafði málað í Selárskirkju.
Mynd / Félag um listasafn Samúels
Menning 20. apríl 2023

Steyptir draumar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samúel Jónsson, bóndi á Brautar­holti í Selárdal í Arnarfirði, er einn þekktasti alþýðulistamaður sem Ísland hefur alið. Félag um listasafn Samúels var stofnað fyrir 25 árum í þeim tilgangi að vernda verk hans.

Á þessum tímamótum kemur út bókin Steyptir draumar um líf og list þessa sérstæða listamanns.

Samúel Jónsson, 1884 til 1969, var bóndi í Selárdal í Arnarfirði og í Krossadal í Tálknafirði. Hann ólst upp við kröpp kjör, var lengi vinnumaður í Selárdal en myndlist heillaði hann alla tíð.

Altaristafla sem sýnir upprisu Krists. Máluð af Samúel Jónssyni bónda í Selárdal og varðveitt á Listasafni ASÍ.

Sjálflærður í listinni

Samúel var sjálflærður í listinni, en sem ungur maður teiknaði hann talsvert og málaði með vatnslit og olíulit. Listaferill hans hófst ekki fyrir alvöru fyrr en hann hafði efni á að kaupa sement fyrir ellilífeyrinn í þeim tilgangi að reisa listasafn og höggmyndagarð og svo bættist kirkja við, með býsönskum turni sem hann byggði einn síns liðs, kominn hátt á áttræðisaldur. Þá kom vel í ljós að Samúel var mikill verkfræðingur í sér. Kirkjuna reisti Samúel þegar sóknarnefndin vildi ekki þiggja altaristöflu sem hann hafði málað fyrir Selárdalskirkju.

Höggmyndagarður, listasafn og kirkja

Í þessari áhugaverðu bók er fjallað um líf og list Samúels og birtar myndir af verkum hans sem flest eru í einkaeigu, en mörg hafa glatast. Einnig eru birtar myndir sem sýna Samúel á síðustu árum hans á Brautarholti þar sem hann byggði höggmyndagarð, listasafn og kirkju.

Jafnframt segir frá endurreisnarstarfinu frá því Félag um listasafn Samúels var stofnað 1998. Ólafur J. Engilbertsson er ritstjóri bókarinnar. Gerhard König skrifar um sýn og aðferðir Samúels og ásamt Kára G. Schram skrifa þeir um endurreisnarstarfið.

Bókin er 160 blaðsíður að stærð, innbundin og í stóru broti og prýdd fjölda ljósmynda. Hún fæst í helstu bókaverslunum og hjá útgefendum, Listasafni Samúels og Sögumiðlun. Allur ágóði af sölu bókarinnar rennur til áframhaldandi viðgerða á verkum Samúels. Nánari upplýsingar um Samúel og listasafnið er að finna á vefnum samuelssafn.is.

Hvað er ... Aspartam?
Líf og starf 20. september 2023

Hvað er ... Aspartam?

Aspartam er gerfisæta sem, samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO), er mögu...

Almenningsgarður rósanna
Líf og starf 19. september 2023

Almenningsgarður rósanna

Ýmis blómgróður þrífst með ágætum á Íslandi en maður rekst ekki á almenningsrósa...

Jafnvígur í sveit & borg
Líf og starf 19. september 2023

Jafnvígur í sveit & borg

Nýr smájepplingur frá Toyota byrjaði að sjást á götunum á síðasta ári. Þetta er ...

Lifum & borðum betur!
Líf og starf 18. september 2023

Lifum & borðum betur!

Yfirskriftina mætti kalla möntru Alberts Eiríkssonar, eins ástsælasta matgæðings...

Snarminnkandi reki við Íslandsstrendur
Líf og starf 15. september 2023

Snarminnkandi reki við Íslandsstrendur

Við rekur á allar fjörur landsins en mestan reka er að finna á norðanverðu Langa...

Austurlamb á undan sinni samtíð
Líf og starf 15. september 2023

Austurlamb á undan sinni samtíð

Árið 2003 sameinuðust tuttugu sauðfjárbændur á Austurlandi um sölu upprunamerkts...

Búið að selja nær alla 6–8 tonna uppskeru næsta árs
Líf og starf 14. september 2023

Búið að selja nær alla 6–8 tonna uppskeru næsta árs

Farsælli tilraunaræktun hvít­lauksbændanna í Neðri­Brekku í Dölum er nú lokið. N...

Hestafræðideildin eflist
Líf og starf 14. september 2023

Hestafræðideildin eflist

Á síðustu misserum hefur hestafræðideild Háskólans á Hólum unnið að því að efla ...